Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 3

Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 3
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 499 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 7. tbl. 82. árg. Júlí 1996 Útgefandi: Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Aðsetur og afgreiðsla: Hlíðasmári 8 - 200 Kópavogur Símar: Skiptiborð: 564 4100 Lífeyrissjóður: 564 4102 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsími (fax): 564 4106 Ritstjórn: Guðrún Pétursdóttir Gunnar Sigurðsson Hróðmar Helgason Jóhann Ágúst Sigurðsson Vilhjálmur Rafnsson ábm. Ritstjórnarfulltrúi: Birna Þórðardóttir Auglvsingar: Margrét Aðalsteinsdóttir Ritari: Ásta Jensdóttir Upplag: 1.500 Áskrift: 6.840,- m/vsk. Lausasala: 684,- m/vsk. © Læknablaðið, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogur, sími 564 4104. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Grafík hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Pökkun: Piastpökkun, Skemmuvegi 8, 200 Kópavogur. ISSN: 0023-7213 Fræðigreinar Ritstjórnargrein: ............................... 502 Samband menntunar og áhættuþátta kransæða- sjúkdóma: Kristján Þ. Guðmundsson, Þórður Harðarson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon ......... 505 Rannsakað var samband menntunar og ýmissa áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Byggt var á hóprannsókn Hjartavernd- ar og tæplega 25.000 einstaklingum á aldrinum 33-81 árs bú- settum í Reykjavík og nágrenni var boðin þátttaka. Þátttakend- um var skipt í fjóra hópa eftir menntun. Hjá báðum kynjum voru í flestum tilfellum fleiri áhættuþættir hjá minnst menntuðum miðað við þá sem höfðu meiri menntun. Samræmast niöurstöðurnar að miklu leyti því sem veriö hefur í nágrannalöndum. Segaleysandi meðferð í Egilsstaðalæknishéraði. Tveggja ára uppgjör: Gunnar H. Gíslason, Gísli Baldursson, Þórður Harðarson.............................. 516 Samin var meðferðaráætlun vegna segaleysandi meðferðar við kransæðastíflu sem notuð var í Egilsstaðaiæknishéraði og henni fylgt í öllum tilvikum. Sjö sjúklingar greindust á tveggja ára tímabili og fengu fimm meðferð með streptókínasa en tveir fengu ekki meðferð vegna frábendinga. Tveir sjúklingar fengu öruggt endurflæði kransæða og tveir aðrir sýndu merki um jákvæðan árangur. Gangur var í öllum tilfellum án alvarlegra fylgikvilla og voru sjúklingar fluttir á sérhæfða hjartadeild eftir meðferð. Nýgengi og greining miðtaugakerfisgalla hjá fóstrum og nýburum á íslandi 1972-1991: Guðrún Hreinsdóttir, ReynirTómas Geirsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Hulda Hjartardóttir, Gunnlaugur Snædal.................................... 521 Könnuð voru nýgengi og tegundir miðtaugakerfisgalla hjá fóstr- um og nýburum á tímabilinu 1972 til 1991. Reiknað var nýgengi á einstökum árum og í fimm og 10 ára tímabilum. Miðtaugakerfis- gallar voru mistíðir eftir árum. Greiningar á meðgöngu voru ekki gerðar á fyrsta fimm ára tímabilinu en fjölgaði verulega síðar, einkum eftir tilkomu almennrar ómskoðunar eftir 1984. Fjöldi greindra tilvika varð mestur á síðasta fimm ára tímabilinu 2,2 á 1.000 fæðingar. Greining leiddi oftast til fóstureyðingar. Tíðni fæddra barna með miðtaugakerfisgalla lækkaði í 0,8 á 1.000 fæðingar á sama tíma. Álit. Berklavarnir — hvert stefnir? Þorsteinn Blöndal.............................. 528 Fræðigreinar íslenskra lækna í erlendum tímaritum ........................................ 530 Nýr doktor í læknisfræði: Þorsteinn Njálsson ............................ 531

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.