Læknablaðið - 15.07.1996, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
503
kenni um kransæðasjúkdóm. Alls var um að
ræða 437 einstaklinga eða tæplega 5% af þeim
9.139 körlum sem þátt tóku í rannsókninni.
Helstu niðurstöður voru að hinum þöglu ST-T
breytingum fylgdu tvöfalt hærri dánarlíkur og
tvöfaldar líkur á að fá einkenni kransæðasjúk-
dóms, eftir að tekið hafði verið tillit til fjöl-
margra áhættuþátta (9). Einstaklingar með
slíkar breytingar höfðu oftar háþrýsting og í
heild mjög afbrigðilega áhættuþáttamynd.
Einnig kom á daginn þegar könnuð voru áhrif
slíkra hjartarafritsbreytinga á horfur karla með
mismunandi form kransæðasjúkdóms, það er
hjartadrep, hjartaöng sem og þeirra sem ekki
höfðu sögu urn kransæðasjúkdóm, að dánarlík-
ur tvöfölduðust í öllum þessum flokkum ef
breytingarnar voru til staðar (9). Rannsóknir
erlendis frá hafa og sýnt að þessum breytingum
fylgir aukin hætta á skyndidauða (10). Mikil-
vægi þessarar vitneskju felst ekki síst í gagn-
semi hennar við áhættumat sem er gríðarlega
mikilvægt á tímum máttugra inngripa. Því
fleira sem við getum gert sem skilar árangri í
meðferð og fyrirbyggjandi starfi því mikilvæg-
ara er að finna þá sem búa við mesta áhættu og
reyndar hina líka sem búa við litla áhættu og
þurfa því ekki meðferð sem oft er dýr og stund-
um ekki óþæginda- eða hættulaus.
Ekki er vitað hvers vegna blóðþurrð í hjarta-
vöðva gefur stundum einkenni og stundum
ekki. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram:
Skert starfsemi úttaugakerfis til dæmis meðal
sjúklinga með sykursýki (11) og í hjartaþegum.
Cohn hefur varpað fram þeirri tilgátu að sjúkl-
ingar sem hafa þögul blóðþurrðarköst hafi
veiklað varnarkerfi gegn blóðþurrð og að
hormónar, taugakerfi, sálrænir og félagsfræði-
legir þættir spili inn í það hvort einstaklingur
fái einkenni eða ekki (12). Nýlegar rannsóknir
benda til þess að sársaukaboð berist til mið-
taugakerfis (thalamus) bæði við hjartaöng og
þögla blóðþurrð og að í raun sé það óeðlileg
úrvinnsla þessara sársaukaboða í heilastöðvum
sem leiki lykilhlutverk í þöglum blóðþurrðar-
köstum (13). Flest bendir því til að hjartað sé
ekki þögult heldur æðri stöðvar miðtaugakerf-
is.
Pau skilboð sem starfandi læknar fá eru að
stór hluti sjúklinga með kransæðasjúkdóm hafi
þöglan eða einkennalausan sjúkdóm. í
praxísnum þeirra eru sennilega einstaklingar
sem ýmist fá hjartaöng eða þögla blóðþurrð en
einnig einstaklingar með algerlega þögulan
sjúkdóm. Þar sem horfurnar eru ekkert betri
en þegar einkenni blóðþurrðar koma fram er
afar mikilvægt að hafa vakandi auga fyrir þessu
formi kransæðasjúkdóms. Ekki er að svo
stöddu unnt að mæla með kembileit en réttar
að beina sjónum að áhættuhópum og meta þá
með tilliti til þess hvort þeir kunni að hafa
þögulan kransæðasjúkdóm. Ef kransæðasjúk-
dómur greinist eiga sjúklingarnir að sjálfsögðu
að njóta möguleika samtímans á virkri með-
ferð og fyrirbyggjandi aðgerðum.
Emil L. Sigurðsson
Guðmundur Þorgeirsson
HEIMILDIR
1. Herrick JB. Clinical features of sudden obstruction of
the coronary arteries. JAMA 1912; 59: 2015-20.
2. Cecchi CC, Dovelli EB, Marchi F, Pucci P, Santooro
GM, Fazzini PF. Silent myocardial ischemia during am-
bulatory electrocardiographic monitoring in patients
with effort angina. J Am Coll Cardiol 1983; 1: 934-9.
3. Mulcahy D, Keegan J, Crean P, Quyyumi A, Shapiro L,
Wright C, et al. Silent myocardial ischaemia in chronic
stable angina: a study of its frequency and characteristics
in 150 patients. Br Heart J 1988; 60: 417-23.
4. Erikssen J, Thaulow E, Cohn PF. Long term prognosis
of fifty totally asymptomatic middle-aged men with si-
lent myocardial ischemia and angiographically docu-
mented coronary artery disease (abstract). Circulation
1987; 76: 177.
5. Cohn PF, Brown EJJr, Swinford R, Atkins HL. Effect
of beta blockade on silent regional left ventricular wall
motion abnormalities. Am J Cardiol 1986; 57: 521-6.
6. Cohn PF. Time for a new approach to management of
patients with both symptomatic and asymptomatic epi-
sodes of myocardial ischemia (editorial). Am J Cardiol
1984; 54: 1358-9.
7. Mulcahy D, Fox K. Can we really justify the treatment
of silent ischemia. Cardiovasc Drugs Ther 1992; 6:
125-9.
8. Sigurdsson E, Thorgeirsson G, Sigvaldason H, Sigfus-
son N. Unrecognized myocardial infarction, epidemio-
logy, clinical characteristics and the prognostic role of
angina pectoris. Ann Intern Med 1995; 122: 96-102.
9. Sigurdsson E, Sigvaldason H, Sigfusson N, Thorgeirsson
G. Silent ST-T changes in an epidemiological cohort
study-A marker of hypertension or coronary heart dis-
ease or both: The Reykjavik study. J Am Coll Cardiol
1996; 27: 1140-7.
10. Rabkin SW, Methewson FAL, Tate RB. The electrocar-
diogram in apparently healthy men and the risk of sud-
den death. Br Heart J 1982; 47: 546-52.
11. Niakan E, Harati Y, Rolak LA, Comstock JP, Rokey R.
Silent myocardial infarction and diabetic cardiovascular
autonomic neuropathy. Arch Intern Med 1986; 146:
2229-30.
12. Cohn PF. Silent myocardial ischemia in patients with a
defective anginal warning system. Am J Cardiol 1980;
45: 697-702.
13. Rosen DS, Paulesu E, Nihoyannopoulos P, Tousoulis
D, Frackowiak RSJ, Frith CD, et al. Silent ischemia as a
central problem: Regional brain activation compared in
silent and painful myocardial ischemia. Ann Intern Med
1996; 124: 939-49.