Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 10
506
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
ingur, lagþrýstingur, hæð, fastandi blóðsykur,
90 mínútna blóðsykur, þyngdarstuðull og reyk-
ingar. Hjá báðum kynjum voru í flestum tilfell-
um fleiri áhættuþættir hjá minnst menntuðum
miðað við þá sem höfðu meiri menntun. Hjá
körlum var enginn munur á áhættuþáttum milli
hópa í einungis þremur tilfellum (kólesteról,
fastandi blóðsykur, pípu- og vindlareykingar),
og hjá konum í einungis tveimur tilfellum (90
mínútna blóðsykur, pípu- og vindlareykingar).
Aukin áhætta hjá meira menntuðum körlum
kom fyrir í tveimur tilfellum (þríglýseríð og 90
mínútna blóðsykur) og hjá meira menntuðum
konum í einu tilfelli (25 sígarettur eða meira á
dag). Allir tölfræðilegir útreikningar töldust
marktækir ef p<0,05 í tvíhliða prófi.
Ályktun: Þessar niðurstöður samræmast að
miklu leyti því sem menn hafa verið að komast
að í nágrannalöndum okkar. Ekki liggur alveg
ljóst fyrir hvaða beina þýðingu þessar tölur
hafa í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma
hjá mismunandi menntahópum hér á landi. En
sé tíðnidreifing svipuð hér og í nágrannalönd-
unum gæti það gefið tilefni til pólitískrar um-
ræðu og aðgerða. Það er meðal annars eitt af
stefnumálum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar (WHO) fyrir árið 2000 að draga úr þjóðfé-
lagslegum mun milli stétta í heilsufarslegu sam-
hengi.
Inngangur
Lengi hafa menn talið að tengsl séu milli
sjúkdóma, dauða og þjóðfélagslegrar stöðu og
til eru heimildir varðandi það sem ná allt til 12.
aldar (1). Smitsjúkdómar hafa vafalítið lagst
þyngst á þá sem minnst máttu sín í þjóðfélag-
inu. í upphafi 20. aldar fór að draga úr dánar-
tíðni vegna þeirra £ kjölfar aukins almenns og
persónulegs hreinlætis og framfara á sviði
ónæmisaðgerða. Samhliða þessari lækkun
jókst hins vegar dánartíðni af völdum annarra
langvinnra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma
og krabbameins. Síðustu 30 ár hafa verið birtar
faraldsfræðilegar rannsóknir í löndum Norð-
vestur-Evrópu og Bandaríkjunum sem sýnt
hafa samband milli tíðni hjartasjúkdóma og
félagslegrar og efnahagslegrar stöðu einstak-
linga í þjóðfélaginu. Flestar sýna þær aukna
tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstakling-
um sem hafa lægri þjóðfélagslega stöðu. Marg-
ir áhættuþættir hjartasjúkdóma eru þekktir,
svo sem reykingar, háþrýstingur, há blóðfita,
sykursýki og hreyfingarleysi. Menn hafa reikn-
að út að þessir þættir geti skýrt um það bil
50-60% af þeim mun sem fram kemur á sjúk-
dóma-/dánartíðni eftir þjóðfélagsstéttum (2-
5,7). Framtíðin á vonandi eftir að leiða í ljós þá
þætti sem vantar.
Félagsleg og efnahagsleg staða er metin með
ýmsu móti. Meðal þess sem lagt hefur verið til
grundvallar er menntun, tekjur, starf, staða,
lifnaðarhættir og fleira. Menntun er sá þáttur
sem oftast er notaður (6,7). Ástæðan er meðal
annars sú að menntun breytist lítið með aldri
eða heilsufari eftir að miðjum aldri er náð og
um hana er tiltölulega auðvelt að afla upplýs-
inga. í skýrslum frá Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar hefur verið gerð nokkur grein fyrir
menntun (8) og sambandi menntunar og
áhættuþátta kransæðasjúkdóma (9). Samband
stéttaskiptingar og sjúkdóma hefur verulega
félagslega þýðingu og gæti til dæmis gefið til-
efni til stjórnmálalegrar umræðu eða aðgerða.
Efniviður og aðferðir
Rannsókn þessi er byggð á hóprannsókn
Hjartaverndar (10). Öllum körlum fæddum
1907-1934 og konum fæddum 1908-1935, sem
voru búsett í Reykjavík og nágrannabæjum
samkvæmt Þjóðskrá 1. desember 1966 var boð-
in þátttaka, samtals 24.933 einstaklingum og
var þeim skipt í fimm hópa, A-E (mynd 1).
Rannsóknin hefur farið fram í fimm áföngum.
í hverjum áfanga hefur verið boðið einum,
tveimur eða þremur hópum sem valdir hafa
verið eftir vissum fæðingardögum eins og áður
hefur verið lýst (10-13). Hópur B kom til rann-
sóknar í öllum fimm áföngum, hópur C í áföng-
um II og III, hópur A í áfanga III, hópur D í
áfanga IV og hópur E í áfanga V. Mæting var
best í fyrsta áfanganum en minnkaði eftir það
og var minnst í fimmta áfanganum. Mæting var
slökust í yngstu og elstu aldurshópunum. Tafla
I sýnir hve margir voru boðaðir, skoðaðir og
svo heimtur.
Rannsókn okkar tók til þeirra einstaklinga
sem komu í fyrstu heimsókn sína. Mæting var
18.912 (9773 konur og 9139 karlar) eða um
70%. Konurnar voru á aldrinum 33 til 81 árs
(53,3±9,0)*. Karlarnir voru á aldrinum 33 til
79 ára (52,3±8,6). Þátttakendur fengu sendan
ítarlegan spurningalista 10 dögum fyrir fyrstu
heimsókn á Hjartavernd, þar sem spurt var um
heilsufars- og félagssögu. Hjá hverjum einstak-
* Gefið upp sem meðaltal ± eitt staðalfrávik.