Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1996, Page 13

Læknablaðið - 15.07.1996, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 509 sem fermetrar á íbúa, ef stuðlar þeirra reynd- ust marktækt frábrugðnir núlli. Ennfremur voru notaðar þrjár óháðar stakbreytur fyrir menntastigin; háskólapróf eða sambærilegt, stúdentspróf eða sambærilegt og gagnfræða- skólapróf eða sambærilegt. Ekki var þörf á sérstakri breytu fyrir fjórða menntastigið (barnaskóli eða minna) enda var það lagt til grundvallar sem viðmiðun við hin þrjú mennta- stigin. Marktekt stuðla þeirra segir þá til um hvort þær hafa marktækt spágildi um viðkom- andi áhættuþátt miðað við lægsta menntastig- ið. Til að bera saman innbyrðis menntastig 1-3 var notað t-próf á aðhvarfsstuðla þeirra og þurfti þar að herða kröfurnar í p=0,017 vegna fjölda prófa. Þegar súluritin voru búin til þurfti að velja einhver gildi fyrir aldur, skoðunarár og fer- metra á fbúa (ef það átti við). Notað var ald- ur=50 ár, skoðunarár=75 (fyrir 1975) og fer- metrar á íbúa=36 nr, enda eru þessar tölur nálægt meðaltölum yfir allan hópinn. Menn geta í raun valið sér hvaða tölur sem þeir vilja (innan raunsæismarka) inn í líkanið, því mun- urinn verður alltaf sá sami þar sem um línulegt líkan er að ræða. í töflum II og IV voru notaðir stuðlar úr aðhvarfsjöfnunum til að sýna mun á áhættuþáttum hjá hópum 1-3 miðað við hóp 4. Allir tölfræðilegir útreikningar töldust mark- tækir ef p<0,05 (tvíhliða prófun). Niðurstöður Töflur II-V sýna niðurstöður aðhvarfsgrein- ingar á mismuni áhættuþátta milli mennta- hópa. Tafla II sýnir mun á gildum áhættuþátta hjá körlum í hópum 1-3 miðað við karla í hópi 4. Til skýringar má nefna að í hópi 1 er þríglýs- eríð að meðaltali 5,3 mg/dl hærra en í hópi 4 (p<0,05) og slagþrýstingur er 2,4 mm Hg lægri. Meðalgildi þríglýseríða allra karla var um 111 mg/dl og staðalfrávik 63 mg/dl. Tafla III sýnir mismun í prósentustigum á tíðni reykinga karla í hópum 1-3 miðað við karla í hópum 4. Til skýringar má nefna að hlutfallslegur fjöldi þeirra sem aldrei hafa reykt er 5,9 prósentustigum (til dæmis 26,8% í stað 20,9%) hærri í hópi 1 en í hópi 4 og voru þeir sem ekki höfðu reykt jafnframt að meðal- tali um 21,5% af þýðinu. Tafla IV sýnir mun á gildum áhættuþátta hjá konum í hópum 1-3 miðað við konur í hópi 4. Tafla V sýnir mismun í prósentustigum á tíðni reykinga kvenna í hópum 1-3 miðað við konur í hópi 4. Kólesteról: Hjá konum fór heildarkólesteról stighækkandi frá háskólastiginu og að barna- skólastiginu (mynd 2). Ekki var þó marktækur munur nema milli hópa 2 og 4 þar sem munur- inn var um 4,5 mg/dl. Hjá körlum var ekki tilhneiging til stighækkunar líkt og hjá konum og enginn marktækur munur milli hópa. Þríglýseríö: Hjá konum kom fram stighækk- un á þríglýseríðum með minnkandi menntun, og var þar um marktæka hækkun að ræða hjá hópi 4 miðað við alla hina hópana (mynd 2). Munurinn var mestur 8,3 mg/dl og minnstur 5,4 mg/dl. Ekki var munur milli annarra hópa svo marktækt væri. Hjá körlum snerist þetta við og fór fitumagnið stighækkandi með hækk- andi menntastigi, en var einungis marktækt milli hópa 1 og 4 annars vegar og 2 og 4 hins vegar (mynd 3). Munurinn var 5,4 og 4,8 mg/ dl. Slagþrýstíngur: Konur í hópi 4 höfðu hærri slagþrýsting en konurnar í hinum hópunum og fór hann stiglækkandi frá hópi 4 til hóps 1. Hópur 3 hafði einnig hærri slagþrýsting en hópur 1 (mynd 2). Ekki var marktækur munur milli annarra hópa. Munurinn var mestur 6,5 mm Hg og minnstur 1,8 mm Hg. Slagþrýsting- ur karla í hópi 4 var einnig hærri miðað við hina hópana þrjá (mynd 3). Ekki var munur milli annarra hópa. Hér var munurinn ekki eins mikill og hjá konum, og var á bilinu 1,8-3,1 mm Hg. Lagþrýstingur: Konur í hópi 4 höfðu hærri lagþrýsting en konur í hinum hópunum, en munurinn er ekki marktækur miðað við hóp 3 (mynd 2). Munurinn var 2,3 og 1,7 mm Hg. Ekki var munur milli annarra hópa. Hjá körl- unum reyndist einungis hærri lagþrýstingur hjá hópi 4 miðað við hópa 2 og 3 (mynd 3). Líkt og með slagþrýstinginn var munurinn lægri en hjá konum eða 0,6-0,9 mm Hg. Hœð: Konur í hópi lægsta menntastigs reyndust lágvaxnari en kynsystur þeirra sem tilheyrðu hærri menntastigum. Munurinn var stigvaxandi upp að hópi 2 en lækkaði svo aðeins hjá hópi 1. Einnig reyndust konur í hópi 2 vera hávaxnari en konur í hópi 3 (mynd 2). Mestur munur milli hópa var 1,8 cm og minnst- ur 1,0 cm. Hjá körlunum var munurinn greini- legri þar sem hæðin fór stigvaxandi frá lægsta menntastigi til þess hæsta. Munurinn var mark- tækur milli allra hópanna nema 1 og 2 (mynd

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.