Læknablaðið - 15.07.1996, Page 14
510
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Fig. 2. The value ofeach risk factor for women in groups 1-3
compared to group 4, within 95% confidance limits.
3), og var mestur 2,1 cm en minnstur 0,6 cm.
Blódsykur fastandi: Hjá konum var ekki
neinn marktækur munur milli hópa að undan-
skildum hópum 4 og 3, þar sem hópur 4 hafði
0,8 mg/dl hærri fastandi sykur en hópur 3
(mynd 2). Hjá körlum var enginn marktækur
munur milli hópa.
Blóðsykur 90 mínútum eftir sykurgjöf: Hjá
konum var enginn marktækur munur milli
menntastiganna á 90 mínútna sykurþoli. Karl-
ar í hópi 4 höfðu lægri blóðsykurgildi en karlar
í hópum 1 og 2. Einnig voru karlar í hópi 2 með
marktækt hærri blóðsykur en karlar í hópi 3
(mynd 3). Munurinn var mestur um 5,0 mg/dl
og minnstur um 4,1 mg/dl. Ekki var marktækur
munur milli annarra hópa.
Þyngdarstuðidl: Konur í hópi 4 höfðu hærri
þyngdarstuðul en konur í öðrum hópum (mynd
2). Munurinn var 0,4-0,9 kg/m2. Ekki var
marktækur munur milli annarra hópa. Karlar í
hópi 4 höfðu einungis hærri þyngdarstuðul en
karlar í hópi 1 og var munurinn 0,3 kg/m2
(mynd 3). Ekki var marktækur munur milli
annarra hópa.
Reykingar: Hlutfallslega fleiri konur í hóp-
um 2 og 3 en í hópi 4 höfðu aldrei reykt (tafla
V). Ekki var munur milli annarra hópa. Fleiri
karlar í hópum 1 og 2 en í hópi 4 höfðu aldrei