Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1996, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.07.1996, Qupperneq 22
516 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Segaleysandi meðferð í Egilsstaðalæknishéraði. Fimm sjúkratilfelli á tveggja ára tímabili Gunnar H. Gíslason1’, Gísli Baldursson1', Þórður Harðarson2’ Gíslason GH, Baldursson G, Harðarson Þ Thrombolytic therapy in Egilsstaðir district. Five cases in a two year period Læknablaðið 1996; 82: 516-20 Egilsstadir is a rural district in Iceland with a pop- ulation of 3100 people. In 1993 prehospital thrombo- lytic therapy started in Egilsstaðir district. A proto- col was made and used as a therapeutic guide. In a period of two years five patients have been treated. Four of them got thrombolytic therapy started with- in four hours since beginning of symptoms. Two of the patients had successful reperfusion of the coro- nary arteries and two more had positive results. All of the cases were treated successfully without com- plications and then transferred to a special cardio- logy unit. Our experience is that prehospital throm- bolytic therapy can easily be done in a rural setting. We consider the time gain in starting thrombolytic therapy before transferal to hospital critical to pre- vent morbidity and save lives. Our experience is positive to encourage continuation of prehospital thrombolytic therapy in rural settings. Ágrip Egilsstaðalæknishérað er eitt víðfeðmasta læknishérað landsins, sem nær yfir Fljótsdals- hérað, Eiða- og Hjaltastaðaþinghár, Borgar- Frá '’Heilsugæslustööinni og Sjúkrahúsinu á Egilsstööum, 2,lyflækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Gunnar H. Gíslason, Heilsugæslustöðinni / Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, Lagarási 17, 700 Egilsstaðir. Netfang: gunngis@eldhorn.is. Lykilorð: Segaleysandi meðferð, streptókínasi, dreifbýli, utan sjúkrahúss. fjörð eystri, Tungu-, Hlíðar- og Jökuldals- hrepp og norður yfir Möðrudalsöræfi að Víði- dal. Að jafnaði starfa þrír til fjórir læknar í héraðinu með heildaríbúafjölda um 3.100 manns, sem getur aukist talsvert á sumrin vegna ferðamanna. Árið 1993 var farið að beita segaleysandi meðferð í Egilsstaðalæknishér- aði. Samin var meðferðaráætlun í byrjun, sem var fylgt í hverju tilfelli. í vissum tilfellum var haft samband við hjartasérfræðing til að stað- festa greiningu. Á tveggja ára tímabili hafa fimm sjúklingar verið meðhöndlaðir. Fjórir þeirra fengu meðferð innan fjögurra klukku- stunda frá byrjun einkenna. Tveir sjúklingar fengu öruggt endurflæði kransæða og tveir aðr- ir sýndu merki um jákvæðan árangur. Gangur í öllum tilfellum var án alvarlegra fylgikvilla og voru sjúklingar fluttir á sérhæfða hjartadeild eftir meðferð. Okkar reynsla er að segaleys- andi meðferð megi koma við í héraði á einfald- an hátt án mikils tilkostnaðar. Við áætlum einnig að sá tími sem sparast sé mikilvægur til að draga úr sjúkleika og dauðsföllum af völd- um kransæðastíflu. Þótt um fá tilfelli og stuttan tíma sé að ræða er reynsla okkar hvetjandi fyrir áframhald á segaleysandi meðferð í héraði. Inngangur Rannsóknir hafa sýnt að segaleysandi með- ferð við kransæðastíflu er mjög vænleg til að forða drepi í hjartavöðva eða minnka stærð hans (1,2). Einnig hefur komið fram að miklu máli skipti hversu langur tími líður frá byrjun einkenna þar til segaleysandi meðferð er veitt, varðandi árangur meðferðar og horfur sjúk- lings (3). Því er segaleysandi meðferð í héraði,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.