Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 23

Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 517 fyrir flutning á sjúkrahús, álitlegur kostur til að bæta horfur sjúklinga með kransæðastíflu. Á íslandi hafa sjúklingar með grun um kransæðastíflu og ábendingu fyrir gjöf sega- leysandi meðferðar verið fluttir á bráðasjúkra- hús í Reykjavík eða Akureyri. Petta hefur tafið fyrir meðferð sjúklinga. í alþjóðlegum lækna- tímaritum hefur á undanförnum árum farið fram töluverð umræða um að veita segaleys- andi meðferð fyrr en verið hefur og áhrif þess á horfur sjúklinga. Aukin áhersla er lögð á að stytta tímann þar til meðferð er veitt. Hér á landi hefur ekki verið mótuð nein stefna hvort og hvernig eigi að veita segaleysandi meðferð utan sjúkrahúsa. í ritstjórnargrein í Lækna- blaðinu 1993 vakti Árni Kristinsson máls á betri horfum sjúklinga með kransæðastíflu, sem fengu segaleysandi meðferð fyrir flutning á sjúkrahús (4). Sama ár var birt í Fréttabréfi lækna meðferðaráætlun fyrir streptókínasagjöf á Egilsstöðum (5,6) og snemma árs 1994 voru birt drög að meðferðaráætlun um segaleysandi meðferð í dreifbýli (7). Virkari umræðu vant- ar, bæði af hálfu heilbrigðisyfirvalda og lækna, um hvernig standa eigi að þessum málum hér á landi. Ákveðið var að hefja segaleysandi meðferð með streptókínasa á Heilsugæslustöðinni Eg- ilsstöðum 1993. í samráði við hjartasérfræðing var samin meðferðaráætlun sem farið skyldi eftir (8). Nú eru liðin tvö ár og reynsla komin á þessa meðferð í Egilsstaðalæknishéraði. Tilgangur þessarar samantektar er að gera grein fyrir reynslu okkar af segaleysandi með- ferð í héraði og hvernig hægt er að koma henni við á einfaldan hátt án mikils tilkostnaðar. Efniviður og aðferðir í upphafi segaleysandi meðferðar á Egils- stöðum var útbúin meðferðaráætlun sem farið skyldi eftir. Þessari meðferðaráætlun hefur verið fylgt í öllum tilvikum (8). Ekkert hefur breyst nema hvað vinnulag var endurskoðað í ljósi reynslunnar af meðferð fyrstu þriggja sjúklinganna haustið 1994. Egilsstaðalæknishérað nær yfir Fljótsdals- hérað, Eiða- og Hjaltastaðaþinghár, Borgar- fjörð eystri, Tungu-, Hlíðar- og Jökuldals- hrepp og norður yfir Möðrudalsöræfi að Víði- dal. Heildaríbúafjöldi er um 3.100 manns og býr rúmur helmingur íbúa í þéttbýlinu á Egils- stöðum og í Fellabæ. Töluverð sumarhúsa- byggð er á svæðinu og ferðamannafjöldi mikill Table I. Contraindications for thrombolytic therapy with streptokinase. Contraindications 1. History of major operations within two to six weeks 2. History of cerebrovascular accident last six months 3. History of coagulation disorder 4. History of bleeding gastric ulcer or other major heamorrhage from the gastrointestinal tract within six months 5. Very high blood pressure • Systole >200mmHg • Diastole >110mmHg 6. Long-standing chest compression 7. Suspicion of pericarditis or aortic aneurysma 8. History of allergic reactions due to streptokinase 9. Thrombolytic therapy with streptokinase within six months á sumrin, sem getur aukið fólksfjöldann tals- vert. Á svæðinu er ein heilsugæslustöð í starfs- tengslum við sjúkrahús/hjúkrunarheimili og starfa að jafnaði þrír til fjórir heilsugæslulækn- ar við hana. Meðferðaráœtlun: 1) Ábendingar. Sjúklingur með brjóstverk sem staðið hefur lengur en 30 mínútur, hefur ekki látið undan nítróglýseríni undir tungu og hefur á hjartalínuriti í það minnsta 1 mm (0,lmV) ST-hækkanir í að minnsta kosti tveimur samliggjandi leiðslum. Verkur þarf að hafa verið stöðugur og ekki staðið lengur en 12 klukkustundir. Ef vafi leik- ur á greiningu er rétt að hringja í vakthafandi hjartasérfræðing á bráðavakt í Reykjavík eða Akureyri og senda hjartalínurit til úrlesturs með bréfsíma. 2) Frábendingar. Frábendingar geta verið al- gerar eða afstæðar og afstaða tekin til hverrar þeirra í hverju tilfelli fyrir sig. Sjá töflu I. 3) Meðferðaráætlun. Eftir að streptókínasagjöf hefur verið ákveðin er læknir á bakvakt kallað- ur til eða hafður viðbúinn. Vakthafandi læknir og hjúkrunarfræðingur á sjúkradeild sjá um gjöf streptókínasa. Fylgt er meðferðaráætlun sem sést í töflu II. Niðurstöður Alls greindust sjö sjúklingar með kransæða- stíflu í héraðinu á þessu tímabili. Fimm sjúk- lingar fengu meðferð með streptókínasa en tveir fengu ekki meðferð vegna frábendinga, annar þeirra vegna segaleysandi meðferðar með streptókínasa þremur mánuðum áður og hinn vegna langvarandi hjartahnoðs við endur- lífgun. Þrír sjúklinganna voru búsettir innan

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.