Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1996, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.07.1996, Qupperneq 24
518 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table II. Therapeutic guide for prehospital thrombolytic therapy with streptokinase. Treatment Remarks 1. Nitroclycerin sublingual tablets Confirm non-reversal of electrocardiocraphic changes with EKG 2. Intravenous lines, one in each arm Draw blood for tests before treatment is started 3. Streptokinase (Streptase®) 1,5 million units Given as an infusion for one hour 4. Paralell streptokinase is given a) Oxygen b) Aspirin (Magnyl tablets® 150mg) chewed c) Morphine for pain in the beginning of treatment d) Nitroglycerin as required, as Nitro-Bid® creme and sublingual tablets (Nitromex®) e) Beta-blockers f) Heparin 1000 i.u./hour, intravenous 5. Treatment of adverse reactions as required a) Hypotension b) Allergic reaction c) Bleeding d) Reperfusion arrythmias 6. Patient is transferred to a special cardiology unit in Reykjavík or Akureyri after treatment has finished and the patient is stabile. þéttbýlis Egilsstaðalæknishéraðs, sjúklingur þrjú var gestkomandi á svæðinu og sjúkling fjögur þurfti að sækja 50 km leið og flytja til Egilsstaða. í tveimur tilfellum var notaður bréfsími til að senda hjartalínuritið áður en ákveðið var að gefa segaleysandi meðferð. Sjúklingur 1: Sjötíu og fimm ára karlmaður með langa sögu um kransæðasjúkdóm, krans- æðahjáveituaðgerð fyrir 12 árum. Sjúklingur fékk meðferð tveimur til þremur klukkustund- unt eftir að einkenni byrjuðu. Var með breyt- ingar í leiðslum í neðrivegg. Gangur án fylgi- kvilla og var sjúklingur fluttur með sjúkraflugi á hjartadeild Landspítalans. Fékk hækkun á hjartaensímum. Hjartalínuritsbreytingar gengu að fullu til baka. Sjúklingur 2: Sextíu og fimm ára karlmaður án sögu um hjartasjúkdóma. Sjúklingur fékk nreðferð þremur til fjórunt klukkustundum eft- ir að einkenni byrjuðu. Var með breytingar í leiðslum í framvegg. Gangur án fylgikvilla en sjúklingur fékk vægar hjartsláttartruflanir við endurflæði. Hann var fluttur með sjúkraflugi á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fékk hækkun á hjartaensímum. Áreynslupróf sem gert var við útskrift gaf í skyn enduropnun kransæða. Hjartaþræðing sýndi verulegar þrengingar á kransæðum vinstra megin en engar lokanir. Sjúklingur3: Prítugur karlmaður án sögu um hjartasjúkdóma. Sjúklingur fékk meðferð þremur til fjórum klukkustundum eftir að einkenni byrjuðu. Var með breytingar í leiðsl- um í aftari- og neðrivegg. Gangur án fylgikvilla og var sjúklingur fluttur með sjúkraflugi á lyf- lækningadeild Landspítalans. Fékk hækkun á hjartaensímum. Hjartaþræðing sýndi vegg- breytingar en enga lokun á kransæðum. Sjúklingur 4: Sjötíu og eins árs karlmaður með langa sögu um kransæðasjúkdóm. Sjúk- lingur fékk meðferð um sex til átta klukku- stundum eftir að einkenni byrjuðu. Var með breytingar í leiðslum í framvegg. Gangur án fylgikvilla og var sjúklingur fluttur með sjúkra- bíl á Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupsstað. Fékk hækkun á hjartaensímum. Hjartalínurits- breytingar gengu ekki til baka. Sjúklingur 5: Sextíu og sjö ára kona með sögu um háan blóðþrýsting. Sjúklingur fékk meðferð einni til tveimur klukkustundum eftir að einkenni byrjuðu. Var með breytingar í leiðslum í framvegg. Gangur án fylgikvilla og var sjúklingur fluttur með sjúkraflugi á lyf- lækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Fékk hækkun á hjartaensímum. Línurits- breytingar voru að mestu gengnar til baka við komu á sjúkrahúsið og ómskoðun við útskrift gaf í skyn enduropnun æða og sýndi væg merki unt skaða á hjartavef. Samanburður milli sjúklinga sést í töflu III. Umræða Tvö ár eru nú liðin síðan farið var að veita segaleysandi meðferð á Egilsstöðum og hafa alls fimm sjúklingar verið meðhöndlaðir. Vel hefur gengið að veita meðferðina og hefur gangur í öllum tilvikum verið án alvarlegra fylgikvilla. Þessu er ekki síst að þakka að fylgt er fyrirfram ákveðinni meðferðaráætlun í hverju tilfelli. Fjórir af fimm sjúklingum fengu meðferð innan fjögurra klukkustunda frá byrj- un einkenna en einn fékk meðferð sex til átta

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.