Læknablaðið - 15.07.1996, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
519
Table III. Comparison offive patients who received thrombolytic tlierapy with streptokinase in Egilsstaðir district.
Sex Age Cardiac disease Location of infarct Hours until treated Complications during treatment Enzyme peak (hours) CK peak CK- MB peak Successful results Results confirmed by
1 male 75 yes inferior 2-3 no n/a 478 61 yes EKG
2 male 65 no anterior 3-4 reperfusion arrythmias 9 1655 421 yes coronary angiography
3 male 30 no posterio- inferior 3-4 no n/a 1470 222 yes coronary angiography
4 male 71 yes anterior 6-8 no 30 951 n/a no EKG
5 female 67 no anterior 1-2 no 12 2627 292 yes EKG / echo- cardiography
klukkustundum eftir að einkenni byrjuðu. AU-
ir sjúklingar voru fluttir á bráðasjúkrahús eftir
að meðferð var veitt. Hjá tveimur sjúklingum
voru staðfest jákvæð áhrif segaleysandi með-
ferðar og líkleg hjá tveimur öðrum. Einn sjúk-
lingur hafði líklega ekki gagn af meðferð, enda
langur tími liðinn frá upphafi einkenna þar til
meðferð var hafin.
Aætla má að umtalsverður tímasparnaður
hafi náðst með því að veita meðferð strax í
héraði fyrir flutning á bráðasjúkrahús. Að
meðaltali sparast að minnsta kosti tvær til þrjár
klukkustundir í hverju tilfelli ef miðað er við
flutning til Reykjavíkur eða Akureyrar með
sjúkraflugi. Þessi tími getur skipt sköpum í því
hversu góður árangur næst af segaleysandi
meðferð (9-11).
Hin skoska GREAT rannsókn þar sem veitt
var segaleysandi meðferð með anístreplasa
strax við grun um kransæðastíflu, gaf til kynna
talsverðan árangur umfram hefðbundna með-
ferð á sjúkrahúsi (9). Aðstandendur þeirrar
rannsóknar áætluðu að tíminn sem sparaðist
með því að gefa segaleysandi meðferð áður en
komið var á sjúkrahús væri að meðaltali 139
mínútur. Þeir gáfu sér einnig að með þessari
aðferð væri unnt að bjarga um 48 af hverjum
1000 sjúklingum sem voru meðhöndlaðir. Tvær
samskonar rannsóknir, EMIP og MITI, gáfu
hins vegar ekki eins góðar niðurstöður og
GREAT rannsóknin, eða 18 (EMIP) og 24
(MITI) sjúklinga sem unnt væri að bjarga af
hverjum 1000 sjúklingum sem fengu meðferð
(12,13). Þar var þó tímasparnaðurinn ekki eins
mikill og í GREAT rannsókninni, 60 (EMIP)
og 33 (MITI) mínútur að meðaltali (12,13). Af
þessu má áætla að því fyrr sem meðferð er
hafin þeim mun betri er árangurinn og færri
látast úr sjúkdómnum. Hafa ber í huga að það
eru ekki einungis mannslíf sem vinnast heldur
er dregið stórlega úr þeim skaða sem verður á
hjartavöðvanum af völdum dreps. Það hefur
síðast en ekki síst áhrif á sjúkleika og langtíma-
horfur sjúklinga eftir kransæðastíflu.
Ekki má hjá líða að minnast á mikilvægi þess
að láta sjúkling taka aspirín (Magnyl) strax og
grunur vaknar um kransæðastíflu. Jákvæð
áhrif þess á horfur sjúklings eru óumdeilanleg
(!)•
Eingöngu hefur verið notaður streptókínasi
við segaleysandi meðferð í Egilsstaðalæknis-
héraði. Sú afstaða var tekin í byrjun þar sem
streptókínasi er lang ódýrasta segaleysandi
meðferðin og kostnaður er ekki mikill við fyrn-
ingu á lyfinu, þar sem notkun er lítil og óáreið-
anleg. Vissulega má benda á rannsóknir sem
sýna aðeins betri árangur af notkun annarra
lyfja (3) en vafasamt er hvort sá munur sé það
mikill að það réttlæti kostnaðaraukann. Mis-
munurinn á verði segaleysandi lyfja, streptó-
kínasa (Streptaser) annars vegar og anístrep-
lasa (Eminaser) og alteplasa (Actilyser) hins
vegar, er um fjórfaldur (14). Niðurstöður rann-
sókna benda frekar til þess að það að hefja
meðferð 30-60 mínútum fyrr sé mun mikilvæg-
ara til að bjarga mannslífum og draga úr sjúk-
leika en val á segaleysandi lyfi (3,11).
Egilsstaðalæknishérað er eitt víðfeðmasta
læknishérað landsins. Við bestu aðstæður get-
ur tekið allt að tvær klukkustundir að aka til
þeirra staða innan héraðsins sem fjærst eru.
Við það tapast mikilvægur tími þar til hægt er
að veita segaleysandi meðferð ef hún á við. Því
er hugsanlegt að endurskoða ætti afstöðu til
segaleysandi meðferðar og veita hana strax þar
sem sjúklings er vitjað ef vegalengdir eru mikl-
ar. Til eru nokkrar rannsóknir þar sem notaðar
voru hreyfanlegar hjartaeiningar (mobile cor-
onary care units) til að veita segaleysandi með-
ferð og lofar árangur þeirra góðu (15). Varla
yrði um slíkt að ræða í dreifbýlinu á íslandi en
setja mætti upp meðferðaráætlun sem miðast