Læknablaðið - 15.07.1996, Page 30
522
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
vefjarannsóknir og krufningar. Fjöldi galla og
gerð þeirra voru skráð og reiknað var nýgengi,
bæði á einstökum árum og í fimm og 10 ára
tímabilum, fyrir og eftir að venjubundin 18-19
vikna ómskoðun þungaðra kvenna hófst.
Niðurstöður: Miðtaugakerfisgallar voru
mistíðir eftir árum. Greiningar á meðgöngu
voru ekki gerðar á fyrsta fimm ára tímabilinu
en fjölgaði síðan verulega, einkum eftir til-
komu almennrar ómskoðunar í fyrri hluta
þungunar eftir 1984. Fjöldi greindra tilvika
varð mestur á síðasta fimm ára tímabilinu og
fór í 2,2 á 1000 fæðingar. Greining leiddi þá
oftast til fóstureyðingar. Tíðni fæddra barna
með miðtaugakerfisgalla lækkaði á sama tíma í
0,8 á 1000 fæðingar. Greining annarra galla en
klofningsgalla batnaði bæði í meðgöngu og eft-
ir fósturlát eða fæðingu. í um 60% tilvika
greindust gallarnir með ómun á fyrri hluta
meðgöngu, einkum stærri gallar, nema klofinn
hryggur sem greindist ekki nema í 40% tilvika.
Ályktun: Greining meðfæddra miðtauga-
kerfisgalla hefur batnað eftir að venjubundin
ómskoðun var hafin hér á landi. Heilaleysi (an-
encephalus) sést nú vart við fæðingu. Ekki
tókst þó að sjá um þriðjung af þeim göllum sem
geta leitt til örkumla, svo sem klofinn hrygg.
Nauðsynlegt er því að bæta enn greiningu mið-
taugakerfisgalla á fyrri hluta meðgöngu með
markvissri þjálfun starfsfólks og notkun staðl-
aðs skoðunarmáta, en einnig er skipuleg skim-
un með mælingu alfafósturprótíns í sermi
þungaðra kvenna æskileg.
Inngangur
Meðfæddir gallar í miðtaugakerfi leiða oft-
ast til alvarlegrar fötlunar eða dauða. Áhersla
hefur því verið lögð á það undanfarin ár að
finna þessa galla svo snemma á meðgöngu, að
fóstureyðingu verði við komið sé þess óskað.
Omskoðun á meðgöngu og mæling hækkaðs
alfafósturprótíns í sermi eða legvatni eru að-
ferðir sem beita má til greiningar. Hér á landi
hófust ómskoðanir hjá verðandi mæðrum á ár-
inu 1975 en skipulögð skimun ekki fyrr en á
árunum 1984-1985. Mælingar alfafósturprótíns
í legvatni hófust hér árið 1977 og voru fyrst í
stað aðeins notaðar í völdum tilvikum, einkum
þar sem fyrri saga benti til hættu á miðtauga-
kerfisgalla. Efnið hefur jafnan verið mælt í leg-
vatni þegar legvatnsástungur eru gerðar til að
leita að litningagöllum. Vægi ómskoðana hefur
þó vaxið hratt síðasta áratuginn, enda nær
skipulögð ómskoðun nú til nær allra þungaðra
kvenna á landinu.
Nýgengi miðtaugakerfisgalla hjá nýburum
hefur lækkað í vestrænum löndum á síðustu
tveimur áratugum, en betri greiningarmögu-
leikar í meðgöngu og fjölgun fóstureyðinga
vegna fósturgalla skýrir lækkunina þó ekki
nema að hluta (1-7).
Ekki hefur verið Ijóst hve algengir þessir
gallar eru hér á landi, né heldur í hve miklum
mæli fósturgreining og fóstureyðingar hafa
haft áhrif á nýgengi þeirra við fæðingu. Þessi
atriði voru könnuð á tímabili sem tók til fyrstu
20 ára fæðingaskráningar á íslandi.
Efniviður og aðferðir
Fæðingartilkynningar frá 1. janúar 1972 til
31. desember 1991 voru yfirfarnar og allir með-
fæddir miðtaugakerfisgallar skráðir. Sjúkra-
skrár kvenna sem misst höfðu fóstur eða eign-
ast barn með slíka galla á öllum fæðingastofn-
unum landsins voru skoðaðar og upplýsingar
landlæknisembættisins um fóstureyðingar á
sama tímabili kannaðar. Leitað var upplýsinga
um fósturlát eftir 16. viku meðgöngu þar sem
þessara galla varð vart og skýrslur Rannsókna-
stofu Háskóla íslands í meinafræði kannaðar
til staðfestingar á eðli og gerð gallanna. Við-
bótarupplýsingar fengust úr sjúkraskrám
Barnaspítala Hringsins og úr gagnasafni
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Ekki
var alltaf unnt að staðfesta eðli og gerð gall-
anna með athugun á niðurstöðum meinafræði-
rannsókna fyrstu árin og voru greinargóðar
upplýsingar úr sjúkraskrám þá látnar ráða.
Skráð var hvers eðlis gallinn var og hvenær
hann greindist, aldur móður, meðgöngulengd í
heilum vikum, hvort meðgöngu lauk með fæð-
ingu, fóstureyðingu eða fósturláti, fjöldi fyrri
fæðinga móður, hvort gallinn varð í fyrstu eða
síðari þungun og hvort hann var greindur með
ómun á meðgöngu eða við skoðun á fóstri eftir
fæðingu eða fósturlát.
Miðtaugakerfisgöllum var skipt í sex flokka:
Heilaleysi (anencephalus), klofinn hrygg með
og án vatnshöfuðs (spina bifida), vatnshöfuð
(hydrocephalus) án klofins hryggjar, heila-
haulun (encephalocele), samhvelun (holopros-
encephalus) og aðra galla. Lokaðir minni hátt-
ar gallar á hrygg (spina bifida occulta) voru
ekki taldir með.
Fimm ára tímabil voru borin saman, en einn-
ig tímabilin 1972-1983 og 1984-1991, fyrir og