Læknablaðið - 15.07.1996, Page 38
528
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Berklavarnir — Hvert stefnir?
Þorsteinn Blöndal
ísland er í flokki landa þar sem nýgengi
berkla er hvað lægst eða um fimm tilfelli á
100.000 íbúa á ári. Þetta er afrakstur góðra og
jafnra lífskjara og góðrar heilbrigðisþjónustu.
Sterkustu vopnin gegn berklum er skjót grein-
ing og meðferð. Til að þau vopn bíti þurfa
starfsmenn íslenskrar heilbrigðisþjónustu að
þekkja sjúkdóminn og kunna til verka.
Eru blikur á lofti sem ógnað geta áframhald-
andi farsælli þróun berklavarna hérlendis?
Hvers vegna lýsti Heilsustofnun þjóðanna því
yfir 1993 að berklar væru alheimsvá?
Gífurlegir fólksflutningar frá svæðum þar
sem berklaveiki er landlæg valda því að berkl-
um eykst ásmegin m.a. í ýmsum Evrópulönd-
um þar á meðal Danmörku; einnig Bandaríkj-
um Norður-Ameríku (1, 2). Fátækt hefur líka
mikla þýðingu (3-5). Þá hafa vissir berklabakt-
eríustofnar öðlast sérstakt lyfjaviðnám, sem
stafar því miður oftast af rangri lyfjameðferð
lækna og/eða stefnuleysi í heilbrigðisþjónustu
(6) . Þetta má forðast með því að auka gæði
meðferðar og bæta fyrirkomulag berklavarna
(7) . Farsóttin eyðni gæti líka riðlað berkla-
vörnum en er enn að magni til lítilvæg víðast á
Vesturlöndum miðað við þætti eins og fólks-
flutninga, fátækt og lyfjaviðnám. Heilbrigðis-
yfirvöld eiga að fylgjast með á öllum þessum
sviðum og grípa inn í með aðgerðum þar sem
það á við.
Hérlendis hafa til skamms tíma flest tilfelli
komið upp í hópi innfæddra íslendinga, sem
tóku smit á unga aldri og eru nú um og yfir
sextugt. Ætla má að þeir sem eru undir fimmt-
ugu séu yfirleitt án útkomu á berklaprófi (8).
Þessi mynd er að breytast með stórfelldum
fólksflutningum. Samkvæmt berklaskránni
hefur hundraðshluti þeirra sem eru eða hafa
verið erlendir ríkisborgarar aukist marktækt
eða á fjórum fimm ára tímabilum frá 1975-1994
á eftirfarandi hátt: 2,9%; 4,1%; 5,6% og
23,4% 1990-1994.
Höfundur er yfirlæknir í Lungna- og berklavarnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Innflytjendur hafa stundum berkla þegar
þeir koma hingað til lands. Algengara er þó að
berklar leysist úr læðingi á fyrstu árunum eftir
flutning til nýja landsins. Orsakirnar eru marg-
víslegar og flóknar. I Bandaríkjum Norður-
Ameríku eru berklar fjórfalt algengari hjá
Mexikönum en hvítum, sexfalt algengari hjá
svörtum og ellefu sinnum algengari hjá Asíu-
búum og fólki frá Kyrrahafssvæðunum (9). I
Bretlandi og Kanada eru berklar fimmtán sinn-
um algengari hjá innflytjendum frá Asíu (9). I
Hollandi árið 1992 var nýgengi berkla 20 sinn-
um hærra hjá innflytjendum en meðal inn-
fæddra Hollendinga. Nýgengið í Noregi sama
ár var 14 sinnum hærra og í Svíþjóð 11 sinnum
hærra (2).
Á íslandi er Lungna- og berklavarnadeild
eina sérdeildin þar sem berklum er sinnt. Þar
hefur greining, eftirlit og meðferð hjá íslend-
ingum og innflytjendum með berklabakteríu-
sýkingar og berkla farið fram. Áhugi útlend-
inga á að setjast að á íslandi fór að aukast svo
um munar á níunda og tíunda áratug aldarinn-
ar. Það er vel þekkt, að unnt er að hindra að
berklar leysist úr læðingi með því að skoða
innflytjendur strax eftir komu til viðkomandi
lands (7). Þeir, sem hafa jákvætt berklapróf
fara í lungnamynd. Ef virkir berklar finnast eru
þeir meðhöndlaðir með fjöllyfjameðferð. Ef
myndin sýnir gamalt berklaör hjá innflytjanda
með útkomu er það meðferðarábending um
einlyfjameðferð. Þá verður að hafa í huga
hvaðan innflytjendurnir koma og kunna skil á
nýgengi berklaíþvílandi. Hjáþeim, sem koma
frá landi þar sem nýgengi berkla er hátt á það
við að gefa einlyfjameðferð, ef aflestur á
berklaprófi er 10 mm eða meiri og þeir eru
undir 35 ár aldri (eðlileg lungnamynd). Þeim
sem eru 35 ára eða eldri og koma frá landi með
hátt nýgengi berkla ber að fylgja eftir í 3-5 ár
með lungnaröntgen. Innflæði einstaklinga með
berklabakteríusýkingar á ekki að þurfa að
valda risi á nýgengi berkla hérlendis eins og
gerst hefur víða erlendis.
Til að berklavarnir séu virkar þarf rétta