Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 42
532
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Umræða og fréttir
Vangaveltur um kjarasamning
Að undanförnu hafa læknar
sem sinna ferliverkum inni á
sjúkrahúsum áþreifanlega verið
minntir á nýgerðan kjarasamn-
ing um sérfræðilæknishjálp milli
Læknafélags Reykjavíkur og
Tryggingastofnunar ríkisins
sem samþykktur var á söguleg-
um félagsfundi í mars síðast-
liðnum, þar sem forystumenn
LR og Sérfræðingafélags ís-
lenskra lækna hvöttu fundar-
menn til að samþykkja samn-
inginn, ella væri voðinn vís. A
fundinum gerði talsmaður
ungra lækna tilraun til að koma
vitinu fyrir sérfræðingahópinn
og fella samninginn vegna
ákvæðanna í 1. grein hans, en
hafði ekki erindi sem erfiði.
Ekki skal farið nánar út í það
mál hér enda aðrir og mér yngri
til þess miklu hæfari.
Tilefni skrifa minna nú er
hinsvegar ákvæði f. liðar 3.
greinar sem tekur til þeirra
lækna sem vinna ferliverk inni á
sjúkrahúsi (stofnun) en þeim er
gert að „veita sérstakan afslátt
af reikningum sínum miðað við
einingafjölda og stöðugildi hjá
stofnun“. Við uppgjör reikn-
inga aprílmánuðar reyndi fyrst á
þetta ákvæði og kom þá í ljós
fáránleg skerðing á launum
vegna fyrsta ársfjórðungs 1996.
Rétt er að taka fram að auk
þessarar skerðingar greiða
læknarnir sjúkrahúsinu að sjálf-
sögðu aðstöðugjald (algengt
40%) svo og almennan afslátt til
TR (oft 5-15%). Skerðingar-
ákvæðið gildir bæði fyrir þá sem
þiggja föst laun og hina sem
vinna „per ydelse“. Akvæðið
veldur því einnig að læknar vita
ekki hversu mikið (eða lítið)
þeir muni fá fyrir læknisverkið
þegar það er unnið og hefði ein-
hverjum einhvern tíma dottið í
hug köttur og sekkur af minna
tilefni. Af þessu má ljóst vera að
TR og já-menn umrædds kjara-
samnings hafa sameinast um að
hefta ferliverkaþjónustu inni á
spítölunum og verður ekki ann-
að séð en þeim hafi tekist það
„samstarfsverkefni“ bærilega.
Á Vesturlöndum og víðar
hefur sú þróun orðið á síðustu
10-15 árum að ferliverkaþjónust-
an hefur stóraukist inni á
sjúkrahúsunum eða í nánu sam-
bandi við þau og má líkja þess-
um breytingum við byltingu í
heilbrigðisþjónustunni. Á
mörgum sjúkrahúsum í Banda-
ríkjunum til dæmis nema ferli-
vistaraðgerðir (ambulant) allt
að 50-60% allra aðgerðanna.
Fjölda meðalstórra aðgerða,
flóknar rannsóknir og lyfjameð-
ferð er nú hægt að gera sem
ferliverk vegna tengingarinnar
við spítala og spara þannig gríð-
arlegt fjármagn.
Búast má við að ein af afleið-
ingum þessa samnings verði sú
að með tímanum rísi hér upp
mismunandi litlar skurðstofur
úti um hvippinn og hvappinn til
að sinna þeim verkefnum sem
nú er verið að stjaka út af
sjúkrahúsunum. Biðlistar munu
lengjast til dæmis í bæklunar-
skurðlækningum, en það gerir
kannski ekkert til. Brýnt er að
um þetta mikilvæga mál fari
fram fagleg umræða innan LR
þar sem menn velti því fyrir sér
hvort hér sé um æskilega þróun
að ræða eða hvort við eigum að
taka mið af reynslu þeirra þjóða
sem lengst eru komnar á þessu
sviði.
Þótt fulltrúar ríkisvaldsins
(TR) séu sjálfsagt sáttir við
frammistöðu sína í samninga-
gerðinni skil ég ekki samhengið
á milli ákvæða fjárlaganna um
auknar sértekjur sjúkrahúsanna
og þessa samnings sem beinlínis
gengur gegn því að markmið
laganna náist.
Löngum hafa sérfræðingar
talið sig knúna til að gefa eftir í
samningum vegna hótana ríkis-
ins um tilvísanaskyldu og er
núgildandi samningur engin
undantekning þar á samanber
13. grein hans. Áberandi er að
nú gerast þær raddir háværar
sem sætta sig ekki lengur við
slíka málamiðlun, þykir hún
einfaldlega orðin of dýru verði
keypt. Flestum eru og í fersku
minni hinar hatrömmu deilur
milli sérfræðinga og heilsu-
gæslulækna á síðasta ári sem
veiktu mjög læknasamtökin og
sköðuðu ímynd stéttarinnar.
10. júní 1996
Viðar Hjartarson