Læknablaðið - 15.07.1996, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
533
„Nú er nóg komið, nú er mér nóg boðið,
hingað og ekki lengra“
Mig minnir að Ævar Kvaran
hafi farið með þessa þulu í kvik-
myndinni Lénharður fógeti,
sem sýnd var fyrir um 20 árum.
Við félagarnir gerðum oft grín
að þessari romsu, þar eð okkur
fannst óþarfi að segja sama blut-
inn með þremur mismunandi
blæbrigðum.
Mér komu þessi orð aftur í
hug þar eð nú er svo komið að
það þarf að tyggja sömu hlutina
upp aftur og aftur til þess að þeir
komist til skila.
Pann 15. júní 1995 skrifuðu
Tryggingastofnun ríkisins og
Læknafélag íslands undir samn-
ing um gjaldskrá heilsugæslu-
lækna. Fyrir undirskrift bentum
við á að Hafnarfjörður, Garða-
bœr og Bessastaðahreppur
hefðu orðið útundan varðandi
neyðarhjálp. Yfirvöld lofuðu að
kippa þessu í liðinn, eða að sjá
til þess að túlkun samningsins
gilti einnigfyrir þetta svæði. Við
þetta hefur ekki verið staðið.
Síðastliðið ár höfum við hvað
eftir annað fengið endursenda
reikninga ef við ætlumst til
greiðslu við að endurlífga þessa
útskúfuðu íbúa. Við höfum
endurtekið vakið athygli yfir-
valda heilbrigðismála og sveit-
arstjórnarmanna á þessu mis-
rétti.
Ég skora hér með enn einu
sinni á sveitarstjórnarmenn að
láta þetta misrétti ekki viðgang-
ast lengur. Meðfylgjandi pistill
á því miður erindi í fjölmiðla til
þess að láta íbúa svæðisins vita
um ástandið og þann vanda sem
við stöndum frammi fyrir gagn-
vart þeim.
Virðingarfyllst
Jóhann Agúst Sigurðsson
Vaktir heilsugæslunnar
í uppnámi
Minni von fyrir sjúklinga, sem fá hjartastopp eða
lenda í stórslysum í Hafnarfírði, Garðabæ og Bessa-
staðahreppi, en aðra landsmenn.
Tryggingastofnun ætlast
ekki til að læknar reyni að
endurlífga sjúklinga eða sinni
slysahjálp á vettvangi á þessu
svæði.
Um 75 af hundraði klukku-
stunda ársins er sinnt utan
dagvinnutíma í heilbrigðis-
kerfinu, með bráðavöktum,
vöktum um kvöld, nætur og
helgar. Þess vegna er mjög
mikilvægt að þessum þætti
heilbrigðisþjónustu sé vel
sinnt. Undanfarna mánuði
hafa heilsugæslulæknar vakið
athygli heilbrigðisyfirvalda á
því að vaktsvæðið Hafnar-
fjörður, Garðabær og Bessa-
staðahreppur, með um 25 þús-
und íbúum hefur orðið útund-
an í samningum um
læknishjálp fyrir bráðaþjón-
ustu, en sérákvæði gilda fyrir
Reykjavík vegna starfsemi
neyðarbílsins þar. Læknar
svæðisins hafa endurtekið
fengið endursenda reikninga
frá Tryggingastofnun ríkisins,
þar sem tekið er fram að TR
greiði læknum á þessu sviði
ekki fyrir endurlífganir eins og
annars staðar á landinu.
Læknar svæðisins eru nú
orðnir langþreyttir á þessum
vinnubrögðum yfirvalda og
telja að ekki sé hægt að túlka
þau á annan veg en þann að
vaktlæknar á þessu svæði eigi
ekki að sinna bráðatilvikum af
þessu tagi (nema af siðfræði-
legum ástæðum, það er án
greiðslu). Strangt til tekið eru
því skilaboð yfirvalda þessi:
Samkvæmt gjaldskrá er
heilsugæslulæknum ætlað að
reyna endurlífgun og sinna
stórslösuðum um land allt
nema gagnvart Hafnfirðing-
um, Garðbæingum og Bessa-
staðabúum.