Læknablaðið - 15.07.1996, Page 48
536
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Lyfjamál 50
Frá Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu
og landlækni
Lyf gegn angri
og mótlæti
Ljóst er af þessum myndum, aö
sérhæfðir blokkarar serótónín
endurupptöku eru hrein viðbót
við önnur geðdeyfðarlyf, sem er
þvert á móti því sem sumir
læknar hafa haldið fram.
Mikill áróður er rekinn fyrir hin-
um nýju lyfjum. Þau eru kynnt
sem hinn eini sanni „lífselixír"
sem bætir fólki hvers kyns ang-
ur og mótlæti, deyfð og drunga
hversdagsleikans.
Því er jafnvel haldið fram að 20-
30% þeirra sem leita til heimilis-
læknis þarfnist þessara lyfja
vegna lífsleiða og depurðar.
Er nú svo komið að fólk þarfnast
þessa „lífselixírs" til þess að
mæta angri og mótlæti daglegs
lífs svo sem kvíða vegna skatta/
víxlaskulda, rafmagns- og mat-
arreikninga, óánægju vegna
erfiðs yfirmanns í starfi, hvers-
dagslegs samskiptaerfiðleika,
leiðinlegra nágranna og svo
framvegis.
Vissulega gerum við öll mistök,
en við verðum að læra af
reynslunni. Sams konar áróður
var rekinn í upphafi benzó-
díazepín-tímabilsins. Enginn
vafi leikur á því að læknar fóru
offari í ávísun á þau lyf.
Förum með gát.
Mkr Söluverðmæti geðdeyfðarlyfja N06A