Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 7

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 911-2 911 Ritstjórnargrein Gæðastjórnun og gæðaeftirlit í heilbrigðisþjónustu Hvemig og til hvers? Á árunum 1990-1995 voru framkvæmdar hjartaskurðaðgerðir á börnum við sjúkrahús í borginni Bristol á Englandi. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þar sem slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á stórum sjúkrahúsum út um allan heim. Það sérstaka við hjartaskurðað- gerðirnar á sjúkrahúsinu í Bristol var hins veg- ar að árangur aðgerðanna og dánartölur voru langtum lakari en hjá sambærilegum stofnun- um víða um heim. Þegar svæfingalæknir á sjúkrahúsinu benti á að árangurinn væri óvið- unandi sögðu skurðlæknamir sem framkvæmdu aðgerðirnar að árangurinn myndi batna með vaxandi fæmi og reynslu. Nokkru síðar var svæfingalæknirinn látinn fara af sjúkrahúsinu. Á þessu fimm ára tímabili var þetta tiltekna sjúkrahús með allt að fimmfalt hærri dánartölur en önnur bresk sjúkrahús þar sem sams konar aðgerðir vom framkvæmdar. Er ljóst var hvem- ig í hlutunum lá var starfsemi þessari hætt og sjúklingar sendir annað til lækninga og skurð- læknarnir voru síðan sóttir til ábyrgðar. Missti annar þeirra lækningaleyfið tímabundið og hinn ævilangt. Við mat á hvort svipta bæri læknana leyfum þótti mjög mikilvægt að þeir voru taldir hafa gefið ófullnægjandi og misvísandi upplýs- ingar um árangur og áhættur aðgerða sinna. En hvemig snertir þetta mál okkur hér á ís- landi? Þetta ætti að vekja okkur til umhugsunar vegna þess að við þurfum að kaupa þjónustu fyrir hjartveik börn að verulegu leyti erlendis frá og einnig út frá þeim almennu atriðum í samskiptum lækna og sjúklinga sem þetta hreyf- ir við. Á síðastliðnum tveimur ámm hafa hjartaskurðaðgerðir á íslenskum bömum með hjartagalla að hluta til farið fram hérlendis, en flókin og erfið vandamál höfum við sent til meðhöndlunar erlendis, annað hvort til Eng- lands eða Bandaríkjanna. Höfum við fengið dyggan stuðning Tryggingastofnunar ríkisins í því að bjóða sjúklingunum ávallt það sem við teljum bestu þjónustu hverju sinni, fremur en að falla fyrir gylliboðum sjúkrahúsa víða um hinn vestræna heim sem sækjast eftir þessum aðgerðum þar sem þær eru mjög dýrar og þar með hugsanlega ábatasamar fyrir viðkomandi sjúkrahús. Þá höfum við einnig samið um af- slátt við þau erlendu sjúkrahús sem við skipt- um við og þannig reynt að halda kostnaðinum niðri eftir föngum. Það er ljóst að við getum hæglega sinnt hluta aðgerðanna hér á landi með góðum árangri en við þurfum áfram að skipta við erlend sjúkrahús um ófyrirsjáanlega framtíð. Sagan frá Bristol um lækningar og árangur þeirra vekur upp ýmsar spurningar sem erfitt getur verið að svara. Lækningar snúast ekki um prósentur heldur um hvern og einn sjúkling og það er nokkuð ljóst að þeir læknar sem þarna unnu voru vel menntaðir og höfðu engan áhuga á að veita sínum sjúklingum annars flokks þjónustu. Hins vegar er það ekki ásættanlegt fyrir sjúklingana að ytri aðstæður, eins og til dæmis búseta leiði til þess að þeir fái annars flokks þjónustu. Vert er að velta fyrir sér nokkrum atriðum í þessu sambandi - Hvernig skal meta þekkingu og færni lækna? - Hvernig á að leggja mat á störf þeirra og hvernig á því eftirliti að vera háttað? - Hvernig eiga læknar að útskýra áhættu til- tekinna aðgerða fyrir sjúklingum sínum? - Eiga sjúklingar að hafa aðgang að árangri til- tekinna aðgerða á sjúkrastofnun, til dæmis á netinu? Líklega eigum við ekki fullnægjandi svör við þessum spurningum í dag en engu að síður er okkur skylt að leitast við að svara þeim þannig að sjúklingarnir beri áfram fullt traust til okkar sem lækna. Samband læknis og sjúk- lings byggist á trausti, læknirinn treystir á að upplýsingar frá sjúklingi séu réttar og sjúkling- urinn treystir því að þær upplýsingar um sjúk- dóma, úrræði og meðferð sem læknirinn er að veita, séu réttar. Það má segja að samband læknis og sjúk- lings sé á breytingarskeiði, sjúklingar eru ekki lengur ógagnrýnir og hlutlausir þiggjendur læknishjálpar heldur eru þeir virkir þátttakend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.