Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 11

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 915 með kvikasilfursmæli eftir að minnsta kosti fimm mínútna hvíld, sykurþol var kannað (90 mínútna sykurþolspróf), gefin voru 50 grömm af glúkósa og blóðsýni voru tekin auk annarra rannsókna. I blóðsýnunum var mælt magn heildarkólesteróls og þríglýseríða (20). Spurt hafði verið uin reykingar í spurningalistanum sem þátttakendur höfður fengið sendan (18). í síðari heimsókninni var framkvæmd nákvæm læknisskoðun og þá var blóðþrýstingur mældur aftur. Upplýsingar um látna voru fengnar frá Hag- stofu Islands. Farið var yfir dánarvottorð fram til 31. desember 1994 og úrskurðað um dánar- orsök á grundvelli þeirra. Að auki var farið yfir krufningarskýrslur og fyllri upplýsinga leitað á þann hátt. Krufningarhlutfall var55% (17). Tölfrœði: Til útreikninga var notað hlutfalls- legt áhættulíkan Cox (Cox proportional haz- ards model) sem er eitt form af aðhvarfsgrein- ingu (regressional analysis). Aðhvarfsgreining er notuð til að meta töluleg tengsl milli magn- bundinna breytna og meta þannig hvaða gildi háða breytan (dauðsfall) tekur miðað við spá- breytumar (menntun og áhættuþættir) og er menntun því notuð til að spá fyrir líkum á dauðsfalli. I fjölþáttagreiningu hefur verið vandasamt að tengja lifun við tíma, þar sem einhverjir þátttakenda í rannsókn geta verið á lífi þegar gögnin eru skoðuð, eða hafa látist af öðrum orsökum en þeim sem eru til athugunar hverju sinni. I áhættulíkani Cox er reiknað út áhættuhlutfall (hazard ratio) sem er hlutfallsleg áhætta á endapunkti á hverjum gefnum tíma. Ahættuhlutfallið er einungis háð óháðu breyt- unum (hér menntun og áhættuþættir) en ekki tíma. Áhættuhlutfallið gefur þá hlutfallslegar líkur á endapunkti á ákveðnum tíma fyrir þá sem hafa lifað fram að þeim tíma og er óháð tímanum sem liðið hefur. í þessu líkani er gert ráð fyrir að áhættutíminn sé mislangur, þannig að tekið er tillit til þeirra sem koma síðar inn í rannsóknina. Þannig er jafnað út vægi þeirra atvika sem gerast snemma eða seint og gert ráð fyrir að allt sem hafi áhrif á endapunkta geri það óháð tímalengd frá heimsókn einstaklings- ins. Áhættutími reiknaðist frá fyrstu heimsókn til loka rannsóknar eða að endapunkti, eftir því hvort varð á undan. Endapunktur í þessari rannsókn var dauðsfall. Til að kanna hvort tengsl væru milli mennt- unarstöðu og dauðsfalla af völdum kransæða- sjúkdóma voru hóparnir bornir saman með að- hvarfsgreiningu Cox. Hópur 4 (barnaskólapróf eða minni menntun) var lagður til grundvallar. Reiknað var út áhættuhlutfall hópa 1, 2 og 3 miðað við hóp 4 og leiðrétt var ýmist fyrir aldri og skoðunarári eða aldri, skoðunarári og áhættuþáttum að auki. Áhættuþættir í þessari rannsókn voru heildarkólesteról og þríglýseríð í blóði, slagþrýstingur, sykurþol og reykingar. Miðað var við að áhættuhlutfall hóps 4 væri 1,0. Ef áhættuhlutfallið í hinum hópunum var marktækt hærra en 1,0 var hættan á dauðsfalli meiri en hjá hópi 4 en minni ef talan var mark- tækt lægri en 1,0. Allir útreikningar töldust marktækir ef p<0,05 í tvíhliða prófi. Gefin voru upp 95% vikmörk að auki fyrir áhættu- hlutfallið. Metið var hvort einhver tengsl væru milli óháðu breytnanna menntunar og áhættuþátta og háðu breytunnar dauðsfalls. Var það gert með kí-kvaðratsprófi. Ef marktekt er fyrir hendi eru líkur á að munur á dánartíðni hóp- anna sé til staðar fyrir tilviljun minni en 5%. Einnig var metið hvort marktæk samfelld til- hneiging væri fyrir hendi í tengslum menntunar og dánaráhættu, þannig að samband menntunar og dánartíðni væri annað hvort stígandi eða hnígandi. Ef stuðull tilhneigingar er marktækt hærri en 1,0 fylgir hærri dánartíðni aukinni menntun sem stuðlinum nemur en lægri dánar- tíðni ef stuðullinn er marktækt lægri en 1,0. Að síðustu var skoðuð samvirkni menntunar og skoðunarárs og þannig reynt að meta hvort áhrifin af mismunandi menntun væru breytileg með tilliti til tíma, það er að segja hvort áhrifa menntunar gætti minna eða meira eftir því sem lengra liði á rannsóknartímann. Niðurstöður Þátttakendur voru alls 18.912 einstaklingar, 9.139 karlar og 9.773 konur. Fjölda í hverjum hópi má sjá í töflum I og II ásamt þeim fjölda látinna í hverjum hópi sem lagður var til grund- vallar í útreikningum. Dauðsföll af völdum kransœðasjúkdóma: Áhættuhlutfall hópa 1-3 var alls staðar lægra en í hópi 4 (tafla III). Samband menntunar og dánartíðni var marktækt bæði hjá körlum og konum þegar einungis var leiðrétt fyrir aldri og skoðunarári. Þegar leiðrétt var fyrir áhættuþátt- um að auki (tafla IV) var sambandið enn til staðar hjá báðum kynjum, en ekki lengur töl- fræðilega marktækt hjá konum. Tilhneiging til hækkandi dánartíðni með minnkandi menntun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.