Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 14

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 14
918 LÆKNABLAÐIÐ 1998:84 ing, en breytingar höfðu ekki sést hjá körlum. Þar sem samvirkni menntunar og skoðunarárs var ekki marktæk í rannsókn okkar hafði vægi menntunarinnar í dánartíðninni ekki breyst marktækt á rannsóknartímanum og fyrrnefndar breytingar á áhættuþáttum ekki haft áhrif þar að lútandi. Menntun kemur að gagni til að lýsa þjóðfé- lagsstöðu, þar sem hún helst tiltölulega stöðug hjá flestum eftir að fullorðinsaldri er náð (1,3,5,21) en atvinna er oft breytileg og hreyf- anleiki milli stétta á æviskeiðinu getur þess vegna verið töluverður (12,21). Einnig er erfið- ara að nota tekjur eða starf þegar um er að ræða einstaklinga sem komnir eru á ellilífeyrisaldur, eru atvinnulausir eða þá sem eru heimavinn- andi eða í námi (21). Aðrir mælikvarðar á þjóð- félagsstöðu, svo sem tekjur og starf ásamt ýms- um þáttum er tengjast húsnæði eru raunar ná- tengdir menntun (1,6,9,22) og er hún því talin góður mælikvarði á efnisleg gæði og aðrar kringumstæður í lífi manna. Menntun sem flokkunaraðferð þykir einföld í notkun, þar sem hún á við alla (21) og hún þykir ekki síst eiga vel við á íslandi þar sem menntun er talin vera áreiðanlegur mælikvarði á stöðu manna en tekjur síður, til dæmis vegna hárra tekna sjó- manna (14). Aðrir þættir þjóðfélagsstöðu svo sem íbúðar- stærð hafa verið skoðaðir. Ibúðarstærð er talin vera mælikvarði á efnahag og hafði hún fylgni við hæð, þyngd og þyngdarstuðul ásamt ýms- um þáttum reykinga í hóprannsókn Hjarta- vemdar (3). Við skoðuðum hvort íbúðarstærð, mæld í fermetrum á íbúa, væri sjálfstæður áhættuþáttur í dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma og í ljós kom að hún hafði engin áhrif á mun á dánaráhættu milli hinna ólíku menntahópa, hvorki hjá körlum né konum, hvort sem leiðrétt var fyrir áhættuþáttum eður ei. Ef menntun hefur raunveruleg áhrif á afdrif fólks með kransæðasjúkdóma er fróðlegt að vita hvort einungis sé þar að verki breytilegt vægi þekktra áhættuþátta í hinum ólíku mennta- hópum eða hvort menntunin sem slík hafi sjálf- stæð áhrif. Einkum er það áhugavert vegna áhrifa umhverfis á kransæðasjúkdóma, því ef áhættuþættir koma að verulegu leyti við sögu er ástæða til að ætla að með forvörnum mætti koma í veg fyrir einhvern hluta þeirra fjölda- mörgu dauðsfalla sem verða á ári hverju (23). I ljós hefur komið að markvissar forvarnir í fyrstu og annarri röð geta haft meiri áhrif á lækkun dánartíðni í lægri þjóðfélagshópum en til dæmis læknismeðferð á sjúkrahúsi á síðari stigum sjúkdómsins (6,23,24). Með því að leið- rétta fyrir áhættuþáttum er hægt að sjá hversu mikinn þátt menntunin á í mun á dánartíðni milli hinna ólíku menntahópa. Talið hefur verið að þekktir áhættuþættir geti einungis skýrt um 50-60% af mun á algengi kransæðasjúkdóma milli stétta (3) og vonandi gæti rannsókn sem þessi stuðlað að því að mikilvægir óþekktir áhættuþættir fyndust. Það er sérstaklega athyglisvert að sjá hversu litlar breytingar urðu á mun á dánaráhættu menntahópanna þegar leiðrétt var fyrir áhættuþáttum (töflur IV og V og töflur VII og VIII), einkum hjá körlum, og einnig að samband menntunar og dánartíðni hélst í flestum tilfellum marktækt eftir að leið- rétt hafði verið fyrir áhættuþáttum. Þeir áhættuþættir sem hér hafa verið skil- greindir hafa hingað til verið taldir eiga stærst- an þátt í þróun kransæðasjúkdóma og því væri raunhæft að ætla að áhrif þeirra á mun á dánar- tíðni hinna ólíku hópa væru meiri. Ahættuþætt- irnir höfðu vissulega allmikið vægi í þessu þýði, en niðurstöðurnar sýndu að þeir áhættu- þættir sem hér koma við sögu skýrðu ekki nema að mjög litlu leyli muninn á dánartíðni hinna fjögurra menntahópa. Samkvæmt fyrri útreikningum á beta stuðl- um fyrir karla í hóprannsókn Hjartaverndar (16) ætti körlum úr hópi 4 að vera um 10% hættara við að látast úr kransæðasjúkdómi samanborið við karla í hópi 1 og konum um 20% hættara, samanborið við gefna áhættu- þætti (3), en beta stuðull metur tillag hvers áhættuþáttar í dánartíðninni. Samkvæmt niður- stöðum okkar voru þessar tölur mun hærri (29% og 112%) og munurinn þannig miklu meiri en ætla mátti af hefðbundnum áhættuþáttum. Þetta voru óvæntar niðurstöður og gefa sannarlega tilefni til nánari athugana, en tölunum fyrir konur verður að taka með fyrirvara þar sem fá- ar konur höfðu látist af völdum kransæðasjúk- dóma. í mörgum rannsóknum hefur sést sambæri- legt samband þjóðfélagsstöðu og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og krabbameina (4,10,12,22) og er því engin ástæða til annars en að ætla að líkt samband sé fyrir hendi hér á landi. Það væri því áhugavert að fylgja þessu eftir með frekari rannsóknum. Samanburður við aðrar rannsóknir: Aðrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.