Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 21

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 923 Table I. Age, gender and type of cerebral ischemia in patients who were admitted to the Department of Neurology and Rehabilitation Medicine and Department of Intemal Medicine at Reykjavík City Hospital. Neurology and Rehabilitation N (%) Intemal Medicine N (%) Mean age (SD) 68.5 74.4 Male:female ratio 59:43 25:44 Transient ischemic attack 23 (23) 13 (19) Cerbral infarct 79 (79) 56 (81) Total 102 69 farið yfir sjúkraskrár þeirra. Þetta ár lögðust þeir sem leituðu til spítalans vegna bráðs heila- blóðfalls annað hvort inn á endurhæfinga- og taugadeild eða lyflækningadeild. Þeir sem höfðu heilablæðingu og þeir sem ekki höfðu nýtt heilablóðfall við innlögn voru útilokaðir frá rannsókninni. Einstaklingar með heiladrep og skammvinna heilablóðþurrð (transient cerebral ischemia) reyndust 171 og lögðust 102 (60%) á endur- hæfinga- og taugadeild, en 69 (40%) á lyflækn- ingadeild (tafla I). Einstaklingar sem grunaðir voru um heila- blóðfall voru fyrst skoðaðir á slysa- og bráða- móttöku Borgarspítalans. Þar voru fram- kvæmdar blóðrannsóknir, tekið hjartalínurit og í flestum tilvikum tölvusneiðmynd af höfði. Þeir voru einnig skoðaðir af taugalækni sem mælti fyrir um ítarlegri rannsóknir. Einstak- lingar sem í upphafi voru taldir hafa góðar end- urhæfingarhorfur og höfðu ekki sjúkdóma sem þörfnuðust meðferðar á lyflækningadeild voru lagðir á endurhæfinga- og taugadeildina. Þar var skipulega leitað að sjúkdómum í hálsæðum og hjarta, auk þess sem tekin var afstaða til þess hvort um smáæðasjúkdóm í heila gæti verið að ræða. Heiladrep og blóðþurrðarköst voru flokkuð með tilliti til orsaka á eftirfarandi hátt: 1. Sjúkdómur í hálsslagœðum: Þegar ein- kenni voru frá næringarsvæði innri hálsslagæð- ar og marktæk þrenging eða lokun í sömu æð við ómskoðun og/eða æðamyndatöku og ef ekki fundust í hjarta viðurkenndar ástæður fyrir heilablóðfalli. 2. Hjartasjúkdómur: Þegar sýnt var fram á hjartasjúkdóm sem viðurkennt er að getur valdið heilaáfalli eða hjartakvilla sem hefur verið tengdur við heilaáfall og ekki var til stað- ar marktæk þrenging eða lokun í innri hálsslag- æð sem gat skýrt einkenni. 3. Smáœðasjúkdómur: Þegar klínísk ein- Table II. Causes of cerebral ischemia in 102 patients admitted to the Department of Neurology and Rehabilitation Medicine at Reykjavík City Hospital in 1994. Transient Cerbral infarction ischemic auack N (%) N (%) Carotid artery disease 13 (16) 4 (17) Cardiac embolism 21 (27) 2 (9) Lacunar syndrome 16 (20) 1 (4) Unspecific 29 (37) 16 (70) Total 79 23 kenni voru af þeirri gerð sem talin eru dæmi- gerð fyrir áfall vegna smáæðasjúkdóms og tölvusneiðmyndarrannsókn mælti ekki gegn því og hvorki var til staðar marktæk þrenging né lokun í hálsslagæð eða hjartasjúkdómur sem gæti skýrt áfallið. 4. Osértœk orsök: Þegar ofangreind skilyrði voru ekki fyrir hendi var orsök talin ósértæk þótt í flestum tilvikum megi gera ráð fyrir að æðakölkunarsjúkdómur hafi verið undirrótin. Abending fyrir ómun af hálsæðum voru ein- kenni frá næringarsvæði innri hálsslagæðar hjá sjúklingum sem ekki höfðu frábendingu fyrir hálsslagaæðaaðgerð. Ómun af hálsæðum var framkvæmd af röntgenlæknum spítalans og notast var við Acuson 128 XPlOn með 7 MHz línulegum ómhaus (5 MHz í dopplex-ham) (11,12). Marktæk þrengsli voru skilgreind sem 70% þrenging á flæðismælingum eða við skoð- un á æðaholrúmi með æðamynd (12). Abending fyrir hjartaómun var klínískur grunur um hjartasjúkdóm. Sjúklingar með gáttatif og þeir sem höfðu frábendingar fyrir blóðþynningu voru ekki ómskoðaðir. Ómun af hjarta var framkvæmd af hjartasérfræðingum spítalans með doppler tækni Acuson 125X og var sama tæki notað bæði við ómun í gegnum brjóstvegg og í gegnum vélinda en með mismunandi ómhaus og ómtíðni. Loftbólupróf var framkvæmt til að útiloka op milli gátta (atrial septal defect). Niðurstöður A endurhæfinga- og taugadeild greindust 102 einstaklingar með heilablóðþurrð. Heila- drep höfðu 79 einstaklingar og 23 skammvinna heilablóðþurrð. Greindar orsakir heilablóð- þurrðar sjást í töflu II. Sjúkdómar íhálsœðum: Hjá 72 einstaklingum sem grunur lék á að hefðu hálsæðasjúkdóm fannst orsök heilablóðþurrðar með ómun og æðamyndatöku hjá 17 (24%).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.