Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
939
Fræðileg ábending
Drer* * sem afleiðing röntgengeislunar
í skyggningu
Ásmundur Brekkan
Það hefur lengi verið þekkt, að linsa augans
er næm fyrir jónandi geislun, svo sem röntgen-
geislun við skyggningu eða geislameðferð.
Þetta er það vel þekkt, að verulegar varúðarráð-
stafanir hafa um marga áratugi verið viðhafðar
til að verja augu sjúklinga geislun, einkum í
geislalækningum, og einnig við myndatökur og
skyggningar. Nú eru skyggningar verulega af-
lagðar miðað við það sem var fyrr á árum og
undir venjulegum kringumstæðum eru áhættur
á drermyndun eða starblindu alveg hverfandi í
vanabundinni vinnu á röntgen- og myndgrein-
ingadeildum.
Hins vegar hefur komið upp nýr áhættuhóp-
ur á síðasta hálfum öðrum áratugi.
A þessum árum hefur hjarta- og æðaþræð-
ingum og einkum hvers konar innanæðaaðgerð-
um fleygt mjög fram og slíkum rannsóknum og
aðgerðum fer mjög fjölgandi um allan hinn
svonefnda vestræna heim. Þar eiga hlut að máli
fjölmargir hjarta- og æðalæknar auk röntgen-
lækna. Auk þessara aðgerða og rannsókna hef-
ur notkun röntgenskyggninga stóraukist, bæði í
beinaskurðlækningum, ýmsum innankviðarað-
gerðum, þvagfæralækningum og víðar. Þannig
hefur áhættuhópur lækna, sem geta orðið fyrir
geislaskemmdum í augum, stóraukist. Flestar
ofantaldar aðgerðir eru tíma- og oft geislunar-
frekar og þrátt fyrir róttækar ráðstafanir fram-
leiðenda hefur ekki tekist að gera úr garði tækja-
búnað, sem gerir skyggnivinnu nánast áhættu-
lausa.
I grein í Læknablaðinu 1995 er bent á og var-
að við þessarri áhættu (1) og nú í októbermán-
uði á þessu ári kom neðanrituð aðvörun í mán-
aðarblaði sænska röntgenlæknafélagsins (2).
Höfundur er prófessor emeritus
* Drer (cataract)
Enda þótt markhópurinn sé ekki ýkja stór hér-
lendis varðar málið hann og aðra læknislega
samskiptaaðila og þykir mér því rétt að birta
þessa aðvörun orðrétt þýdda hér.
„Á tímabilinu frá 16.02.98 til 30.04.98 var
mældur geislunarskammtur á augu í tengslum
við 26 rannsóknir og aðgerðir á æðum (utan
hjarta) (æðarannsókn án aðgerða, æðaútvíkk-
anir, innlögn stoðneta segalosun og fleira) hjá
einum röntgenlækni og alltaf á sömu rannsókn-
arstofu. Tækjabúnaður þar var Siemens Angio-
scope DSA með Polytron. Geislavarnaskermar
voru bæði á borði og hangandi úr lofti og not-
aðir eftir því sem mögulegt var. Mælingar voru
gerðar með TLD-geislaskammtamæli, sem kom-
ið var fyrir á vinstri kjálka gleraugnaspangar.
Niðurstöður voru; heildargegnlýsingartími
455 mínútur, það er 18 mínútur að meðaltali á
hverja rannsókn. Heildargeislaskammtur mæld-
ist 172 mGy!
Athugasemdir
1. Mesti leyfilegi ársskammtur á augu eru 150
mGy!
2. Læknar verða fyrir háum geislaskömmtum í
aðgerðarannsóknum, en á það er bent hér,
vegna þess að fyrri samningsákvæði um lengd
fría vegna geislavinnu hafa verið numin úr
gildi.
3. Harold Coons, alþjóðlega virtur amerískur að-
gerða-röntgenlæknir, hefur nýlega orðið að
hætta störfum vegna dreraskemmda eftir geisl-
un.
4. Það er þannig sérlega mikilsvert, að sams-
konar mælingar verði framkvæmdar víðar
um landið hið fyrsta hjá einstaklingum, sem
starfa við aðgerðir af þessu tagi.
5. Geislavarnaskermar þeir, sem notaðir eru í
dag, og hanga úr lofti (og er meðal annars
ætlað að vernda augu) eru samkvæmt okkar