Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 44

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 44
946 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 er þó mikilvægt að ítreka að embættið sem slíkt hefur ekki breyst, það hefur sama laga- lega og stjórnsýslulega ramm- ann. Eg verð að viðurkenna að það fer um mig hlýr straumur, en jafnframt leiði, þegar ég hugsa til þess hve tekist hefur að halda embættinu sjálfstæðu á sama tíma og verulega hefur dregið úr stjómsýslulegum og faglegum áhrifum heilbrigðis- stétta, því miður. Tökum stjórnun ríkisspítala sem dæmi. Fyrir 20-30 árum var hún á þann veg að ráðherra sat á toppnum, síðan kom stjóm sjúkrahússins og þá yfirlækn- ir, forstjóri og hjúkrunarfor- stjóri. Nú er málum þannig fyrir komið að ráðherra er æðstur, síðan kemur stjórn sjúkrahússins, þá forstjóri sjúkrahússins, því næst sviðs- stjórar, loks í fimmta þrepi koma yfirlæknir og hjúkrun- arforstjóri. Þessu var laumað inn í gegnurn bandorm í þing- inu fyrir einu og hálfu ári.“ - Sérkennileg skepna band- ormurinn ... „ ...og erfið við að eiga, vegna þess að frumvörp sem fara í gegnum bandorminn við þriðju umræðu fjárlaga em eiginlega aldrei send út til um- sagnar. Eg vissi þó af þessu og fór niður á þing, Félag hjúkr- unarfræðinga vissi af þessu og fulltrúar þeirra fóru niður á þing og börðu þar hurðir, en þessu var rúllað í gegn um- ræðulaust. Afleiðingin er sú að í dag er forstjórinn valda- mesti maður sjúkrahússins. Sviðsstjórar sem næstir koma í valdapýramídanum hafa enga stoð í lögum, tilvera þeirra byggir ekki á neinum lagagrunni, ég held að þeir hafi verið settir inn meira og minna til að fjarlægja yfir- lækninn og hjúkrunarforstjór- ann. Þannig gætir áhrifa fag- stétta minna og minna á stjórnun og ég tel það mjög varhugaverða breytingu. Eg spyr, hvaðan koma nýjar hug- myndir í læknisfræði? Þær koma síður frá forstjóranum, hann hefur ekki menntun til þess, þær koma ekki frá hag- fræðingnum eða viðskipta- fræðingnum, heldur frá lækn- inum og fagliðinu og ég er hræddur um að ýmsar nýjar tillögur eigi ekki upp á pall- borðið hjá þessum stjómend- um.“ - Er þetta ekki sama stjóm- unarlega áráttan og sjá má annars staðar, að halda að leysa megi öll mál með ákveðinni stjórnun? „Það hefur verið breytt um stíl, í stað þess að reyna að leysa málin í samvinnu og samráði við starfsmenn er komin tilskipanastjóm. Ætli þetta fylgi ekki markaðnum? Er ekki alltaf verið að kenna fólki einhverja stjórnun? Svo þegar menn koma til baka út- skrifaðir með ágætiseinkunn af stjórnunarnámskeiðum þá fyrst fer allt norður og niður, hafi þeir ekki meðfædda stjóm- unarhæfileika. Menn verða því að halda vöku sinni og ég verð að segja að ég var ég hissa á því hvað læknafélagið tók seint við sér í þessu máli, þótt það hafi staðið sig frá- bærlega vel núna í sambandi við gagnagrunnsmálið og fleiri mál.“ Eftirlitsmaður, umboðs- maður og ráðgjafi - Landlæknir á að gæta rétt- ar sjúklinga en einnig hags- muna heilbrigðisstarfsfólks og standa jafnframt við hlið stjórnvalda sem faglegur ráð- gjafi. Er unnt að halda sviðun- um aðgreindum, verður mað- ur ekki svolítið klofinn? „Eg hef reynt að einfalda þetta fyrir mér. Landlæknir er eftirlitsmaður heilbrigðis- stétta, og eftirlitshlutverkið er ekki beinlínis skemmtilegt einsog lesa má hjá Gogol. Landlækni ber að sjá til þess að heilbrigðisstéttir fari eftir landslögum, það er læknalög- um og öðrum stéttarlögum sem gilda fyrir allar heilbrigð- isstéttir. í öðm lagi ber land- lækni að fylgjast með því að starfsaðstaða heilbrigðis- starfsfólks sé við hæfi. Hvað sjúklinga áhrærir lít ég á land- lækni sem umboðsmann, ég á að taka við kvörtunum og kærum og vinna úr þeim, huga að þjónustunni við fólkið. I öðru hlutverkinu er ég eftir- litsmaður, í hinu umboðsmað- ur og ég lít þannig á að þetta geti farið og fari saman. Fyrir ráðherra og ríkisstjórn er ég faglegur ráðgjafi og á reglu- lega fundi með heilbrigðisráð- herra. En það er rétt að oft á tíðum er þetta býsna erfitt og svo kann að vera að ganga mín hafi ekki alltaf verið þráð- bein eftir nýju stjómsýslulög- unum og sjálfsagt hef ég mis- stigið mig. Það þarf mikinn kjark til þess að viðurkenna mistök en ég hef pínt mig til að gera það, hafi svo borið undir.“ - En endað á réttum stað, þótt tekið hafi verið hliðar- skref - „Já, á meðan maður nær inn á línuna aftur held ég að hlið- arspor sé oftast hægt að fyrir- gefa. Það er verra að ná ekki inná aftur.“ Landlæknir verður að vera læknir - Kemur til greina að land-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.