Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 44
946
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
er þó mikilvægt að ítreka að
embættið sem slíkt hefur ekki
breyst, það hefur sama laga-
lega og stjórnsýslulega ramm-
ann. Eg verð að viðurkenna að
það fer um mig hlýr straumur,
en jafnframt leiði, þegar ég
hugsa til þess hve tekist hefur
að halda embættinu sjálfstæðu
á sama tíma og verulega hefur
dregið úr stjómsýslulegum og
faglegum áhrifum heilbrigðis-
stétta, því miður. Tökum
stjórnun ríkisspítala sem
dæmi. Fyrir 20-30 árum var
hún á þann veg að ráðherra sat
á toppnum, síðan kom stjóm
sjúkrahússins og þá yfirlækn-
ir, forstjóri og hjúkrunarfor-
stjóri. Nú er málum þannig
fyrir komið að ráðherra er
æðstur, síðan kemur stjórn
sjúkrahússins, þá forstjóri
sjúkrahússins, því næst sviðs-
stjórar, loks í fimmta þrepi
koma yfirlæknir og hjúkrun-
arforstjóri. Þessu var laumað
inn í gegnurn bandorm í þing-
inu fyrir einu og hálfu ári.“
- Sérkennileg skepna band-
ormurinn ...
„ ...og erfið við að eiga,
vegna þess að frumvörp sem
fara í gegnum bandorminn við
þriðju umræðu fjárlaga em
eiginlega aldrei send út til um-
sagnar. Eg vissi þó af þessu og
fór niður á þing, Félag hjúkr-
unarfræðinga vissi af þessu og
fulltrúar þeirra fóru niður á
þing og börðu þar hurðir, en
þessu var rúllað í gegn um-
ræðulaust. Afleiðingin er sú
að í dag er forstjórinn valda-
mesti maður sjúkrahússins.
Sviðsstjórar sem næstir koma
í valdapýramídanum hafa
enga stoð í lögum, tilvera
þeirra byggir ekki á neinum
lagagrunni, ég held að þeir
hafi verið settir inn meira og
minna til að fjarlægja yfir-
lækninn og hjúkrunarforstjór-
ann. Þannig gætir áhrifa fag-
stétta minna og minna á
stjórnun og ég tel það mjög
varhugaverða breytingu. Eg
spyr, hvaðan koma nýjar hug-
myndir í læknisfræði? Þær
koma síður frá forstjóranum,
hann hefur ekki menntun til
þess, þær koma ekki frá hag-
fræðingnum eða viðskipta-
fræðingnum, heldur frá lækn-
inum og fagliðinu og ég er
hræddur um að ýmsar nýjar
tillögur eigi ekki upp á pall-
borðið hjá þessum stjómend-
um.“
- Er þetta ekki sama stjóm-
unarlega áráttan og sjá má
annars staðar, að halda að
leysa megi öll mál með
ákveðinni stjórnun?
„Það hefur verið breytt um
stíl, í stað þess að reyna að
leysa málin í samvinnu og
samráði við starfsmenn er
komin tilskipanastjóm. Ætli
þetta fylgi ekki markaðnum?
Er ekki alltaf verið að kenna
fólki einhverja stjórnun? Svo
þegar menn koma til baka út-
skrifaðir með ágætiseinkunn
af stjórnunarnámskeiðum þá
fyrst fer allt norður og niður,
hafi þeir ekki meðfædda stjóm-
unarhæfileika. Menn verða
því að halda vöku sinni og ég
verð að segja að ég var ég
hissa á því hvað læknafélagið
tók seint við sér í þessu máli,
þótt það hafi staðið sig frá-
bærlega vel núna í sambandi
við gagnagrunnsmálið og
fleiri mál.“
Eftirlitsmaður, umboðs-
maður og ráðgjafi
- Landlæknir á að gæta rétt-
ar sjúklinga en einnig hags-
muna heilbrigðisstarfsfólks
og standa jafnframt við hlið
stjórnvalda sem faglegur ráð-
gjafi. Er unnt að halda sviðun-
um aðgreindum, verður mað-
ur ekki svolítið klofinn?
„Eg hef reynt að einfalda
þetta fyrir mér. Landlæknir er
eftirlitsmaður heilbrigðis-
stétta, og eftirlitshlutverkið er
ekki beinlínis skemmtilegt
einsog lesa má hjá Gogol.
Landlækni ber að sjá til þess
að heilbrigðisstéttir fari eftir
landslögum, það er læknalög-
um og öðrum stéttarlögum
sem gilda fyrir allar heilbrigð-
isstéttir. í öðm lagi ber land-
lækni að fylgjast með því að
starfsaðstaða heilbrigðis-
starfsfólks sé við hæfi. Hvað
sjúklinga áhrærir lít ég á land-
lækni sem umboðsmann, ég á
að taka við kvörtunum og
kærum og vinna úr þeim, huga
að þjónustunni við fólkið. I
öðru hlutverkinu er ég eftir-
litsmaður, í hinu umboðsmað-
ur og ég lít þannig á að þetta
geti farið og fari saman. Fyrir
ráðherra og ríkisstjórn er ég
faglegur ráðgjafi og á reglu-
lega fundi með heilbrigðisráð-
herra. En það er rétt að oft á
tíðum er þetta býsna erfitt og
svo kann að vera að ganga
mín hafi ekki alltaf verið þráð-
bein eftir nýju stjómsýslulög-
unum og sjálfsagt hef ég mis-
stigið mig. Það þarf mikinn
kjark til þess að viðurkenna
mistök en ég hef pínt mig til
að gera það, hafi svo borið
undir.“
- En endað á réttum stað,
þótt tekið hafi verið hliðar-
skref -
„Já, á meðan maður nær inn
á línuna aftur held ég að hlið-
arspor sé oftast hægt að fyrir-
gefa. Það er verra að ná ekki
inná aftur.“
Landlæknir verður að
vera læknir
- Kemur til greina að land-