Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 47

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 949 af fátækt og eymd. I lok nóv- ember verður haldin ráðstefna hér á landi á vegum landlækn- isembættisins þar sem meðal annars verður fjallað um þró- un í læknisfræði og nýjungar. A þessari ráðstefnu verður einnig haldinn fyrirlestur um heilbrigði og þjóðfélagsstéttir, hann byggir á rannsókn sem Matthías Halldórsson hefur gert á vegum embættisins og er liður í samnorrænni rann- sókn. Könnun okkar nær til þrjú þúsund barnafjölskyldna og þar kemur greinilega fram að hér hefur skapast stétta- munur sem hefur áhrif á heil- brigði og það er í fyrsta skipti sem við fáum það fram, en fram kemur að þriðjungur þeirra sem hafa lægstu launin fresta eða hætta við að leita læknis eða sambærilegra sér- fræðinga. Það er auðvitað ekki skemmtilegt fyrir mig að enda þannig sem landlæknir, en staðreyndirnar tala.“ - Eg lít um gluggann hjá þér og sé einstaklinga sem eru félagslega illa staddir, er þetta hluti af heilbrigðismálum? „Klárlega varða atvinnu- mál, efnahagsmál og lífskjör manna heilbrigðismál þótt tekist sé á um þau utan heil- brigðisþjónustunnar. A sínum tíma var Hlaðgerðarkoti kom- ið á fót í samvinnu við Hvíta- sunnusöfnuðinn, síðan var það Krísuvík og Krossinn og núna Byrgið. Hvað er að ger- ast þarna? Það er trúað fólk og trúfélög sem annast einstak- linga sem neðstir standa í þjóðfélagsstiganum, bygging- ar okkar eru of fínar fyrir þessa einstaklinga. Það er alveg ljóst að fáir þola svona fólk og samt er þetta hluti heilbrigðismála, sambland heilbrigðis- og félagsþjón- ustu. Öryrkjar hafa einnig leit- að mjög til mín vegna lélegra bóta, enda hefur kaupmáttur þeirra einungis hækkað um þriðjung rniðað við kaupmátt annarra." Ánægjuleg uppbygging í heilsugæslu - Hvað hefur verið ánægju- legast á starfsferlinum? „Við höfum orðið sjálf- bjarga varðandi heilbrigðis- þjónustu og liður í því er sú gífurlega uppbygging sem átt hefur sér stað í heilbrigðis- þjónustunni og auðvitað hafa tækniframfarir og nýjungar í lyflækningum haft sitt að segja. Góður árangur sem náðst hefur í forvörnum er einnig ánægjulegur svo og uppbygging hjúkrunarheimila á landsbyggðinni, þótt skortur sé á þeim í Reykjavík. Heilsu- gæslan hefur verið byggð upp og aðbúnaður er orðinn mjög góður. Þversögnin er síðan sú að nú fást fáir til að fara í heilsugæslu. Menn segja að þetta sé breyting á lífsstíl, fólk sé alið upp í þéttbýli og vilji dvelja í þéttbýli, einnig vilji ungt fólk fá að sofa á nótt- unni. Ein afgerandi breyting sem orðið hefur felst í því að hjá mér til dæmis var það þannig að Inga kom með mér hvert sem ég fór, en nú fer Inga bara ekkert með Ólafi lengur, núna vill makinn sitt. Eg heimsótti unglækna á Norð- urlöndum fyrir skemmstu og það komu til mín tveir ungir læknar og sögðu: Ólafur minn, við erum til í að fara á Djúpa- vog og Vopnafjörð en menn- irnir okkar eru lögfræðingar, geturðu útvegað þeirn vinnu á þessum stöðum? Og núna er ég að reyna að útvega lög- fræðingum vinnu á Djúpavogi og Vopnafirði. Þetta var ekki svona áður. Og sami vandinn er í öðrum greinum. Annað sem veldur skorti á heimilis- og heilsugæslulækn- um er að ýmsir hafa farið úr heimilislækningum yfir í aðr- ar sérgreinar. Unga fólkið vill hafa eitthvert svið sem það sér vel yfir. Einnig vegur þungt að læknadeildin gleymdi heimil- islækningum þegar héraðs- skyldan var felld út, þá var samin reglugerð af læknadeild og hún gleymdi algjörlega að einhverjar heimilislækningar þyrftu að vera í kandídatsnámi. Menn áttuðu sig síðan á því að þessu þyrfti að breyta og Sig- urður Guðmundsson, sem tek- ur við af mér í embætti, var hjá mér sem aðstoðarland- læknir og lagði mikla vinnu í að koma inní reglugerðina að minnsta kosti heimild fyrir menn að verja fjórum mánuð- um af aðstoðarlæknisstöðu í heilsugæslunni. í framtíðinni verður að vera skylda að að- stoðarlæknar verji einhverjum tíma í heilsugæslu." Persónuvernd er ekki tryggð í frumvarpi um miðlægan gagnagrunn - Verður þín minnst sem þess landlæknis er sat þegar verið var að koma okkur inní miðlægan gagnagrunn eða þess landlæknis sem var helsti málsvari lítilmagnans? „Vegna hvers mín verður minnst, eða hvort mín verður yfirleitt minnst, veit ég ekkert um, en eitt skal ég segja þér: þótt þú hafir unnið á einhverj- um stað segjum í 25-40 ár þá skaltu vera minnug þess að þegar þú gengur útum dyrnar og lokar, þá er oft einsog þú hafir aldrei verið á staðnum. Við lifum svo hratt að sá sem var hér í gær er gleymdur á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.