Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 54
954
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
ingu hennar. Þetta ástand helst
í hendur við nýliðunina sem
þarf að bæta. En ef við lítum á
skipulag heilbrigðismála í
öðrum löndum þá virðist
manni þeim best fyrir komið
þar sem skilin á milli frum-
þjónustu og sérfræðiþjónustu
eru nokkuð skýr. Þetta er enn í
ólestri hjá okkur, við þurfum
að koma betra skipulagi á það
hvernig við veitum heilbrigð-
isþjónustu. Einhvers konar
stýrikerfi þarf að vera til stað-
ar meðan opinberir aðilar
borga kostnaðinn að mestu
leyti. Annars fer hún enda-
laust úr böndunum og verður
dýrari en hún þarf að vera.
Þetta verkar á báða bóga því
ef heimilislæknar eru að sinna
störfum annarra sérfræðinga
og öfugt þá er enginn að sinna
því sem hann er menntaður til.
Þarna þarf að vera eðlileg
verkaskipting. Það mætti eins
segja að ef skortur væri á
hjartalæknum þá geti bæklun-
arlæknar bara tekið að sér
störf þeirra. Það sér hver mað-
ur að í slíku er ekki heil brú og
það sama gildir um skilin á
milli heimilislækninga og
annarra sérfræðigreina.
Eg er hins vegar bjartsýn
fyrir hönd heimilislækning-
anna. Þar eru mestu atvinnu-
möguleikarnir fyrir unga
lækna. Ef vel er búið að
heilsugæslunni, vinnuaðstað-
an góð, kjörin bærileg og
sæmilegur friður ríkir milli
heimilislækna og annarra sér-
fræðinga þá er hún vænlegur
kostur fyrir ungt fólk. Þeir
sem kynna sér heimilislækn-
ingar sjá að þær eru ekki nein-
ar kveflækningar heldur getur
hver læknir sinnt sínum
áhugasviðum innan þessarar
breiðu sérgreinar," sagði Katr-
ín Fjeldsted.
Úthlutað úr
vísindasjóði
Þess má geta í lokin að á af-
mælisfagnaði FIH 7. nóvem-
ber síðastliðinn var fyrsti for-
maður félagsins, Eyjólfur
Haraldsson, gerður að heið-
ursfélaga en hann er sá sjötti
sem hlýtur þá nafnbót, hinir
eru Guðmundur Helgi Þórðar-
son, Svíinn Calle Bengtsson
og Kanadamaðurinn Michael
Brennan, auk þeirra Þórodds
Jónassonar og Þorsteins Sig-
urðssonar sem eru látnir. Þá
var í fyrsta sinn úthlutað úr
vísindasjóði félagsins þriggja
mánaða styrk til heimilis-
læknis sem gerir honum kleift
að helga sig rannsóknum. Sá
sem hann hlaut er Vilhjálmur
Ari Arason.
-ÞH
Sigurður Guðmundsson nýr landlæknir
Sigurður Guðmundsson
tekur við embætti land-
læknis þann 1. desember.
Sigurður er fæddur í
Reykjavík 1948, hann
lauk stúdentsprófi frá MR
1968 og kandídatsprófi
frá læknadeild HÍ 1975.
Sigurður hóf sérfræðinám
í lyflækningum á Borgar-
spítalanum, en hélt síðan
til Bandaríkjanna þar sem
hann lauk sérfræðiprófi í
almennum lyflækningum
og síðar í smitsjúkdóm-
um. Doktorsprófi lauk
Sigurður frá læknadeild
Háskóla íslands 1993.
Sigurður hefur starfað sem
sérfræðingur í smitsjúkdóm-
um hér á landi frá 1985 og
sinnt marghátta kennslu- og
vísindastörfum, dósent við
læknadeild HI í lyflæknis-
fræði frá 1989 og formað-
ur framhaldsmenntunar-
ráðs læknadeildar frá
1993, að auki hefur Sig-
urður sinnt ýmsum trún-
aðarstörfum á vegum
sjúkrahúsa, læknadeildar
HI, samtaka lækna og
heilbrigðisyfirvalda.
Sigurður hefur ritað
fjölda fræðigreina einn og
í samvinnu við aðra og
átti hann sæti í ritstjórn
Læknablaðsins frá 1987
til 1996.
Læknablaðið býður
Sigurð Guðmundsson
landlækni velkominn til
starfa og ámar honum alls vel-
farnaðar á nýjum starfsvett-
vangi.