Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 961 Aðrir lækna hafa kannski ekki sinnt þessu með jafn skipulegum hætti og við. Ég veit þó af einstökum læknum og hópum lækna sem hafa áhuga á gæðastarfi. En ég er ekki að halda því fram að við heimilislæknar séum búnir að skapa einhvern fullkominn heim. Við reynum hvað við getum í fullvissu þess að með því að vilja bæta sig sé hálfur sigurinn unninn.“ - Hvaða tól og tæki notið þið í gæðastarfi? „Aðferðirnar eru ýmsar en það er oft talað um þrjú hug- tök þegar meta á gæði heil- brigðisþjónustu, það er upp- bygging eða umgjörð (á ensku structure), framkvæmd eða vinnuferlið (e. process) og ár- angur (e. outcome) en það síð- astnefnda felur í sér það sem sjúklingarnir fá út úr kerfinu og er það sem allt snýst um. Okkar starf hefur að mestu snúist um fyrsta iiðinn, umgjörðina. Við höfum til dæmis bætt allt skýrsluhald, sjúkraskrár og þess háttar. Einnig hefur verið mikil upp- bygging á heilsugæslustöðv- um, sérstaklega á landsbyggð- inni og núna í Reykjavík. En það sem kannski vantar er að skoða betur hvernig við vinn- um störfin okkar, sjálft vinnu- ferlið og svo útkomuna, ár- angurinn af starfinu. Tækin sem við notum eru til dæmis þjónustukannanir. Hvað finnst fólkinu um þjón- ustuna? Það er búið að gera margar þjónustukannanir inn- an heilsugæslunnar og á sjúkra- húsunum á vegum landlækn- isembættisins. Þetta er tiltölu- lega einföld aðferð. Svíar hafa þróað aðferð sem þeir kalla Guide Medicine eftir Michel- in handbókunum frægu. Það felst í því að skoðunarmenn á vegum heimilislækna koma í óvænta heimsókn á heilsu- gæslustöðvar og kynna sér húsnæðið, hvernig aðgengi er, hver opnunartíminn er, hvort hægt sé að ná í lækni á öðrum tímum og svo framvegis. Ég get nefnt nærtækt dæmi hjá okkur hér í Fossvoginum en við gerðum úttekt á síma- þjónustunni. Það er dæmi um einfalt verkefni sem krefst þátttöku allra starfsmanna en slík verkefni eru mörg.“ Grasrótin og stjórnendur mætist - Þið voruð með gæðafund í byrjun nóvember þar sem þið fenguð erlenda gesti. Hvað voru þeir að boða? „Já, við fengum þrjá gesti frá Englandi, Svíþjóð og Portúgal og þeir lögðu allir áherslu á svonefnda gæða- hópa sem á ensku nefnast Quality Circles. Við höfum kallað það gæðaráð á vinnu- stöðum. Þeir sögðu að til þess að ná árangri þyrftu gæðaráð- in að vera þverfagleg. Vita- skuld væru til dæmi um svo sérhæfð verkefni að einungis læknar gætu unnið þau. En við vitum að mjög margt starfs- fólk hefur afskipti af hverjum sjúklingi, ekki bara læknar og hjúkrunarfræðingar, og allt þetta fólk þarf að eiga fulltrúa í gæðaráðunum. Það kom líka fram á þess- um fundi að í æ fleiri löndum eru sett lög sem kveða á um það að gæðastarf verði að eiga sér stað, það sé ekki nóg að fela það áhugasömum einstak- lingum heldur verði stjórn- endur og grasrótin að mætast einhvers staðar. Frumkvæðið verði að koma frá stjórnvöld- um. Svíinn Leif Persson kynnti á fundinum nýja handbók á ensku sem nefnist Tools and Methods for Quality lmprove- ment in General Practice. Hún er sett upp eins og mat- reiðslubók gæðastarfsins þar sem lýst er forréttum, aðalrétt- um og eftirréttum sem eru í raun verkefni sem unnin eru í hinum ýmsu löndum Evrópu. Þarna fæst gott yfirlit yfir þann fjölbreytileika sem er að finna í álfunni á sviði gæða- þróunar. Þessa bók er hægt að kaupa fyrir lítinn pening, áhugamenn geta haft samband við mig. Svíar eru framarlega í gæðastarfi og þeir hafa búið til einskonar „læknatösku" eða verkfæratösku með mörg- um skúffum þar sem í eru ýmsar aðferðir sem hægt er að beita við gæðaþróun.“ Einblínum ekki á skemmdu eplin - Gæðaþróun virðist oft snúa mest að vinnubrögðum fólks en hreyfir hún ekki líka við sjálfu skipulagi og upp- byggingu heilbrigðisstofn- ana? „Jú, svo sannarlega gerir hún það. Gæðastarf krefst þess að menn geri sér grein fyrir því hvert þeir vilja stefna og þá hlýtur skipulag þjónust- unnar að koma við sögu. Það á bæði við skipulag heilbrigðis- mála á landsvísu, á héraðsvísu og innan einstakra heilbrigð- isstofnana, sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva, læknastofa eða annarra stofnana þar sem fag- fólk á heilbrigðissviði starfar. í raun er þetta lagskipt ferli því það snýr einnig að ein- staklingnum þar sem beitt er frammistöðumati og fleiri að- ferðum.“ - Er hljómgrunnur fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.