Læknablaðið - 15.12.1998, Side 64
964
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Neytendur orðnir
vakandi
- Hvaða lærdóma geta lækn-
ar dregið af Bristolmálinu?
„Það er mjög gott dæmi um
það sem getur gerst þegar ekki
er fylgst með því á reglubund-
inn hátt hver er árangurinn af
læknisfræðilegum inngripum,
hver svo sem þau eru. Þetta
gerist í sambandi við sýkinga-
varnir á spítölum, aukaverk-
anir lyfja og ýmislegt annað.
En þetta undirstrikar það að
þótt þetta dæmi sé ljótt þá
miðast gæðaþróunarvinna
ekki við það að leita að mis-
tökum. I henni er lögð áhersla
á að þróa það sem vel gengur
en getur gengið betur. Mis-
takaleitin á hins vegar alltaf
að vera fastur liður í starfsemi
allra heilbrigðisstofnana, hún
var meginþáttur í gæðaþróun-
arstarfinu hér á árum áður en
er nú bara partur af henni."
- Sú spurning hefur líka
vaknað eftir að Bristolmálið
kom upp hvernig eigi að haga
eftirlitinu með starfsemi lækna.
„Já, því eftirliti er náttúru-
lega sinnt með ýmsum hætti.
Eitt af því sem læknar og sam-
tök þeirra eru að gera víða um
heim er að þróa það sem kall-
að hefur verið leiðbeinandi
reglur um læknisstörf. Þar eru
teknir einstakir sjúkdómar og
flokkar sjúkdóma og búnar til
leiðeiningar um meðferð
þeirra sem þó ber ekki að líta
á sem kokkabók sem fara eigi
eftir í einu og öllu. Þetta er
rammi sem er faglega forsvar-
anlegt að vinna innan og ef
menn vilja fara út fyrir hann
þurfa þeir að geta stutt það
faglegum rökum.
Annað sem gert er og hefur
lengi verið gert er að fylgjast
með því hver árangur er. Það
er kannski ekki alltaf gert
nógu vel, einkum þegar illa
gengur. En það er til góða að
þekking á læknisfræði er
orðin miklu almennari en hún
var og neytendur eða sjúk-
lingahópar eru orðnir vakandi
fyrir því hvort þeir fái nógu
góða þjónustu. Þeir geta líka
farið inn á netið og lesið sér til
um það við hverju megi búast
af neikvæðum áhrifum eða
aukaverkunum tiltekinna að-
gerða. Þetta setur pressu á
lækna og aðrar heilbrigðis-
stéttir sem er í sjálfu sér ágætt
þótt það geti gengið út í öfgar.
Hins vegar á að vera í skipu-
riti allra heilbrigðisstofnana
einhver aðili sem fylgist með
þessu. Þar leika læknar að
sjálfsögðu stórt hlutverk og
það hefur kallað á þá gagnrýni
að þar sé læknamafían að
þagga öll mál niður. En það
held ég að sé ekki rétt, þvert á
móti held ég að læknar hafi
séð hag sinn í því að ræða
svona mál opið og leysa þau
farsællega."
Einkunnagjöf er ekki
leiðin
- En hvernig líst þér á þá
hugmynd að gefa læknum og
sjúkradeildum einkunnir og
jafnvel birta þær á netinu eins
og nú er rætt í sumum lönd-
um?
„Það líst mér ekki vel á því
það sem þá gerist er að læknar
forðast erfiðu tilfellin og leita
inn á hættuminni svið þar sem
auðveldara er að fá góða eink-
unn en færri og færri þora að
taka hitt að sér. Við sjáum af-
skræmingu á þessu í Banda-
ríkjunum þegar litið er til þess
sem læknar þurfa að greiða í
áhættutryggingar. Þar eru gíf-
urlegir fjármunir í húfi og til-
hneigingin er sú að læknar
forðist sérgreinar þar sem
áhættan er mikil því þá eru
þeir að kalla yfir sig dýrar lög-
sóknir. Þetta er ekki rétt þróun
því það sem gerist er að þjón-
ustan dregst saman á þessum
sviðum. Einkunnagjöf getur
aldrei orðið algildur mæli-
kvarði á færni eins læknis,
þetta er miklu flóknara mál en
svo."
- Þú ræddir í upphafi um
frumkvæði læknafélaganna í
gæðamálum. Hvert á hlutverk
þeirra að vera í því að ýta
undir gæðaþróun?
„Gæðaþróun er fyrst og
fremst grasrótarstarf og í því
hafa sérgreinafélögin mjög
þýðingarmiklu hlutverki að
gegna sem er að semja svona
klínískar leiðbeiningar eins og
ég nefndi áðan. Læknafélögin
hafa líka fræðsluhlutverki að
gegna, að sjá til þess að lækn-
um standi alltaf til boða
fræðsla um nýjustu þekkingu í
læknavísindum. Þá má nefna
eftirlitshlutverkið. Hins vegar
fer grasrótarstarfið fram inni á
sjúkrastofnunum þar sem
læknar vinna með öðrum fag-
hópum og félögin geti stutt
við það."
- Og hafa læknafélögin
sýnt þessu gæðastarfi áhuga?
„Mörg sérgreinafélög
lækna vinna mjög myndarlega
í þessu og þá ekki síst FÍH. LÍ
vinnur að stóru málunum með
ráðuneytinu. En stundum
finnst mér sum félög lækna
fara sér hægt og þau mættu
alveg bretta upp ermarnar og
leggja metnað sinn í gæða-
málin. Það verður líka að við-
urkennast að aðrar heilbrigð-
isstéttir hafa sýnt lofsvert
frumkvæði og á stundum
meira en læknar, til dæmis
hjúkrunarfræðingar. En lengi
má gera betur," sagði Högni
Oskarsson.
-ÞH