Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
967
mjög slaklegri stjómarfram-
kvæmd í Heilbrigðisráðuneyt-
inu. Það er verið að setja
reglugerð um ferliverk í því
yfirlýsta augnamiði að jafna
muninn á milli sjúkrahúsanna
og þeirra sem önnuðust slik
verk utan þeirra. Síðan setur
ráðuneytið sjúkrahúsunum
sérstakar leiðbeiningar um
gjaldtöku sem eru í beinni
andstöðu við reglugerðina!
Þetta leiddi til þess að að-
gerðarkostnaðurinn hækkaði
margfalt hjá þeim sem voru að
reyna fyrir sér á eigin vegum
meðan ekkert gjald var tekið
inni á kvennadeildunum.
Það er fleira ámælisvert í
framferði ráðuneytisins eins
og það birtist í þessu máli. Þar
má nefna tímann sem mála-
reksturinn tók. Arni vísar mál-
inu til Samkeppnisstofnunar í
mars 1993 en fær ekki úrskurð
fyrr en þremur árum seinna.
Astæðan var seinagangur og
tafir hjá ráðuneytinu. Þessi
dómur hlýtur að leiða til þess
að Samkeppnisstofnun geti
gripið fyrr inn í atburðarás
sem þessa áður en það er um
seinan.
Það sem er líka athyglisvert
í dómi Hæstaréttar er að hann
lætur sér ekki nægja að áfell-
ast stjórnsýslu ráðuneytisins
fyrir það að hún bitni á sam-
keppnisstöðu sjálfstætt starf-
andi lækna heldur er beinlínis
tekið fram að hún bitni á hin-
um fjölmörgu sjúklingum
Arna, á þeim sé brotinn réttur
með því að honum var gert
ókleift að stunda sína starf-
semi. "
- En hvaða áhrif hefur þetta
á framkvæmd heilbrigðismála?
Þarf ráðuneytið ekki að endur-
skoða hana á einhvern hátt?
„Jú, ráðuneytið þarf að
skoða stjórnsýslu sína gaum-
gæfilega út frá þessum dómi.
Ráðuneytið þarf að vinna á
þeim grundvelli að atvinnu-
starfsemi í heilbrigðisþjónustu
heyrir undir samkeppnislög og
nýtur verndar þeirra laga. Að
þessu þarf ráðuneytið að gæta
mjög vel og fara varlegar í það
að raska gildandi reglum sem
læknar og aðrir byggja starf-
semi sína á. Þetta leiðir að
mínum dómi til þess að lækn-
ar sem starfa á eigin veguni
ættu að búa við meira réttarör-
yggi en hingað til," segir Sig-
urbjörn Magnússon hæstarétt-
arlögmaður.
Aminning til ráðuneytisins um að mismuna
ekki rekstrarformum
- segir Ólafur F. Magnússon heimilislæknir
Ólafur F. Magnússon
heimilislæknir tekur undir
með Sigurbirni í því að
dómurinn sé fagnaðarefni
fyrir sjáifstætt starfandi
lækna. „Eg tel að hann sé
áminning til heilbrigðisyfir-
valda um að mismuna ekki
rekstrarformum í framtíð-
inni," segir hann. En mun
þessi dómur hafa mikil áhrif
á stöðu sjálfstætt starfandi
lækna?
„Ég held að í nánustu fram-
tíð hafi þetta ekki bein áhrif á
stöðu sjálfstætt starfandi
heimilislækna þar sem okkar
rekstur er að ýmsu leyti frá-
brugðinn stofurekstri sérfræð-
inga. Okkur er ætlað að sinna
víðtækari þjónustu en þeim og
hún verður að vera í einhvers
konar samstarfi við Trygg-
ingastofnun ríkisins. Við þurf-
um að leysa úr fjölda mála í
gegnum síma og halda utan
um sjúkraskrár og læknabréf,
svo nokkuð sé nefnt. Okkar
starf felur í sér mikla skýrslu-
gerð og pappírsvinnu og það
er útilokað að yfirfæra þessa
hluti yfir á vinnu sérfræðinga
sem getur að verulegu leyti
verið bein akkorðsvinna. Það
getum við ekki og verðum að
hafa fastan samning við
Tryggingastofnun til þess að
koma á þeirri þjónustumið-
stöð sem heimilislæknir rek-
ur."
- Nú eru ákveðnar hömlur á
því hver getur opnað lækna-
stofu, viðkomandi þarf að fá
til þess leyfi hjá ráðuneytinu
og héraðslæknir þarf að sam-
þykkja það. En eru slíkar tak-
markanir ekki orðnar að sam-
keppnishömlum eftir að búið
er að staðfesta að heilbrigðis-