Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 72
970
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
„Það er heldur ekkert ein-
falt. Það þarf að breyta mörgu.
Eitt er að auka fræðslu og
hvatningu til læknanema. Það
mætti lengja þann tíma sem
þeir fá á heilsugæslustöð.
Núna fá þeir að ég held tvær
vikur samtals sem er ekki
nema brot af þeim tíma sem
þeir verja á sjúkrahúsunum.
Mér finnst einnig koma til
greina að taka aftur upp þann
sið að skylda unglækna til
þess að taka hluta af kandí-
datsári sínu á heilsugæslu-
stöð. Þetta var við lýði hér á
landi og í mörgum nágranna-
löndum okkar eru menn
skyldugir til að vera þrjá til
sex mánuði af kandídatsárinu
í héraði. í Svíþjóð eru það sex
mánuðir.
En það er ljóst að þróuninni
verður ekki snúið við nema
allir leggist á eitt. Eins og
ástandið er núna er langt frá
því að endurnýjun stéttarinnar
geti talist eðlileg. Þetta er
verkefni fyrir læknadeild,
ráðuneytið, landlækni og ekki
síst samtök íslenskra lækna,
bæði hér á landi og þeirra sem
starfa erlendis,“ segir Sigurð-
ur Halldórsson.
-ÞH
Læknar þurfa að rækta
stjórnunarhlutverk sitt betur
- var aðalerindi Bjargar Þorsteinsdóttur læknanema
við Alþjóðafélag lækna þegar hún ávarpaði
aðalfund samtakanna á dögunum
Alþjóðafélag lækna, World
Medical Association, hélt
aðalfund sinn í Ottawa í
Kanada um miðjan október.
A þeim fundi hélt Björg
Þorsteinsdóttir læknanemi
ræðu fyrir hönd Alheims-
samtaka læknanema,
IFMSA en hún var forseti
þeirra samtaka síðastliðið
ár. Það gerist ekki á hverj-
um degi að íslenskur lækna-
nemi ávarpi fund þessara
virtu samtaka og lék okkur
forvitni á að vita hvaða er-
indi Björg átti á fundinn.
„Ástæðan fyrir því að mér
var boðið á þennan fund er sú
að samtök okkar, IFMSA, eru
að taka upp sambýli við Al-
þjóðafélag lækna á skrifstof-
um þess í Genf í Sviss. Nýr
aðalritari félagsins, dr. Delon
Human frá Suður-Afríku, hef-
ur mikinn áhuga á samtökun-
um og hefur beitt sér í þessu
máli. Hann ákvað að helga
þennan fyrsta aðalfund sinn
spurningunni: Hvað geta al-
þjóðasamtök lækna gert fyrir
aðildarfélög sín? Til þess að
ræða þetta mál valdi hann
fullorðinn og reyndan mann
úr Alþjóðafélaginu, nýkjörinn
forseta félagsins og svo mig
sem fulltrúa framtíðarinnar.
Hlutverk mitt var að ræða
það hvernig læknar og lækna-
nemar geta best unnið saman.
Eg ákvað að fjalla um nauð-
syn þess að þjálfa lækna til
forystu í heilbrigðismálum og
þörfina fyrir aukna stjómun-
armenntun lækna. Þetta hefur
verið mikið rætt meðal ís-
lenskra lækna jafnt og á al-
þjóðavettvangi. Hér áður fyrr
þótti það reyndar sjálfsagt að
læknar væru stjórnendur en
það hefur verið að breytast.“