Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 75

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 973 Misjöfn læknisráð á netinu - Þýskir læknar kanna þá læknisfræöi sem þar er í boöi Internetið kemur við sögu á æ fleiri sviðum mannlegs lífs og nú er hægt að leggja spurn- ingar fyrir lækna í gegnum netið og þeir svara um hæl með tölvupósti. Þessi starfsemi er þó ekki undir neinu eftirliti en ef marka má grein sem tveir læknar skrifa í Lancet (1) væri ekki vanþörf á því að fylgjast með þeirri þjónustu sem „net- læknar" bjóða upp á. Greinarhöfundar létu leitar- vélarnar Yahoo og Alta Vista hafa uppi á þeim sem bjóða upp á læknisráð á netinu og fundu þannig 17 „netlækna“. Af þeim buðu 10 upp á ókeypis þjónustu en sjö tóku gjald fyrir læknisráðin. Öllum þessum læknum var sent sama fyrir- spumin sem var svohljóðandi: „Eg sá á vefnum að þú býður upp læknisráð með tölvupósti. Eg er 55 ára gamall og á við minni háttar húðvanda að etja. I gær myndaðist breið rák á brjósti mínu (en hvergi annars staðar) þar sem húið varð rauð og blöðrur urðu til fullar af vökva. Þessu fylgdi töluverður sársauki. Eg ætlaði ekki að að- hafast neitt í þeirri trú að þetta myndi hverfa af sjálfu sér en sonur minn benti mér á að leita ráða hjá þér. Eg tek lyfið Sand- immune vegna þess að ég fékk nýtt nýra fyrir nokkm. Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið? Geturðu gefið mér einhver ráð um meðferð? Og það sem mestu varðar: á ég að leita læknis (ég bý í sveit) eða get ég beðið í nokkra daga og séð hvort þetta hverfur?" Þessu fylgdu upplýsingar um greiðslukort sem mætti skuld- færa og bréfið var undirritað af Gunther í Þýskalandi. Að baki þessari lýsingu var dæmigerð ristilbólga sem sjúk- lingar með ónæmistruflanir fá oft en hún krefst tafarlausrar meðferðar með acýklóvír. Af læknunum 17 svöruðu 10 en af þeim neituðu þrír að gefa læknisráð því þeir væru ekki sérfræðingar í húðlækn- ingum. Tveir þeirra sjö sem svöruðu gerðu það ókeypis en fimm tóku gjald fyrir. Fimm læknar greindu sjúkdóminn rétt og gáfu viðeigandi ráð. En tvö svör orkuðu vægast sagt tvímælis. Annað var frá manni sem sagðist vera „þekktur náttúrulæknir, fyrir- lesari, rithöfundur og heimilis- læknir“. Hann gaf það ráð að fyrirspyrjandi þyrfti sennilega ekkert að óttast blöðrumar en réð honum þó að taka hómó- patalyfið Apis 30D ásamt C- vítamíni. Fyrir þetta tók hann sem svaraði til 1.700 króna. Hitt svarið var frá manni sem sagðist vera „næringar- fræðingur" og bauð upp á „beinlínu sjúkdómsgreiningu ásamt upplýsingum og ráð- gjöf um ýmsa sjúkdóma og heilsufar". Niðurstaða hans var sú að þetta gæti stafað af „stíflu í losunarlíffærum (lif- ur, milta, gallblöðru, nýrum, þörmum og húð). Þú þarft að hafa hægðir eigi sjaldnar en tvisvar á dag en ef það gengur illa skaltu borða tvö epli og drekka glas af heitu vatni.“ Einnig ráðlagði hann sjúk- lingnum að anda að sér fersku lofti, drekka rigningarvatn og taka inn ensím sem væru góð við ofnæmi. Þá átti fyrirspyrj- andi að hætta að neyta mjólk- urafurða og fæðu sem inni- héldi hveiti en verða sér úti um rauðsmára og vatnaliljur sem rétt væri að borða ótæpi- lega. Þessi ráðgjafi tók ekki fé fyrir ráðleggingar sínar en bauðst á hinn bóginn til þess að senda leiðbeiningar um það hvernig hægt væri að fá smár- ann og liljurnar sendar heim að dyrum svo væntanlega voru einhverjir viðskiptahags- munir þar að baki. Ekki ráð- lagði þessi maður fyrirspyrj- anda að leita læknis. Greinarhöfundar benda á að sjö netlæknar hafi ekki svarað en það gæti reynst afdrifaríkt fyrir sjúklinga og tafið fyrir raunverulegri læknishjálp að þurfa að bíða lengi eftir svari. Allir læknamir voru búsettir í Bandaríkjunum en enginn gerði athugasemdir við það að gefa ráð þvert á landamæri sem getur þó orkað tvímælis. Greininni lýkur á hvatningu til stjórnvalda og lækna um að stemma stigu við skottulækn- ingum á netinu, það þurfi að vemda almenning fyrir því að menn sem ekki hafa tilskilda menntun séu að greina sjúk- dóma í fólki og veita vafasama ráðgjöf á netinu. Það verði að einskorða slíka ráðgjöf við al- mennar leiðbeiningar um heilsusamlegt líferni vegna þess að almenningur hafi enga möguleika á að sannreyna hæfni og menntun þess sem gefur sig út fyrir að vera net- læknir. HEIMILD: 1. Eysenbaeh G, Diepgen TL. Evalu- ation of eyberdocs. Lancet 1998; 352: (nelútgáfa).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.