Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 88

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 88
986 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 til nýtingar heilbrigðisupplýs- inga sem ekki eru mögulegar með notkun dreifðra gagna- grunna án þess að öryggis- sjónarmiðum sé varpað fyrir róða. í frumvarpi HTR til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði eru íjölmörg atriði sem nauðsynlegt er að gera athugasemdir við. Hér verða gerðar athugasemdir við fimm grundvallaratriði sem stjórn L.I. telur ábótavant: 1. Persónuvernd. 2. Upplýst samþykki þátttak- enda og samþykki lækna. 3. Takmarkanir á aðgengi annarra vísindamanna að gagnagrunninum. 4. Eftirlit með rannsóknum rekstrarleyfishafa. 5. Sérleyfi til reksturs mið- lægs gagnagrunns. 1) Persónuvernd Samkvæmt frumvarpinu á að fullnægja persónuvernd með þrefaldri dulkóðun og ýmsum aðgengishindrunum eftir að gögn eru komin í mið- læga gagnagrunninn. Ráðgjafi stjórnar L.í. um persónuvernd tölfræðigagna, Dr. Ross And- erson, telur að dulkóðun gegni veigalitlu hlutverki til per- sónuverndar í fyrirhuguðum gagnagrunni en að fullnægj- andi persónuvernd upplýsinga náist fyrst og fremst með um- fangsmiklum aðgangshindr- unum. í frumvarpi HTR um gagnagrunn á heilbrigðissviði er lögð megináhersla á dul- kóðun en engin tilraun gerð til að útfæra frekar eðli eða um- fang aðgangshindrana. Ráð- gjafi L.í. telur í raun líklegt að verði eðlilegum skilyrðum um fullnægjandi aðgangshindran- ir hlítt muni grunnurinn ekki nýtast til þeirra arðsemisverk- efna sem ætlaður rekstrarleyf- ishafi (þ.e. íslensk erfðagrein- ing) stefnir að. Með öðrum orðum, því meiri sem að- gangshindranir eru, þeim mun lakari eru viðskiptalegar for- sendur. Fullnægjandi per- sónuvernd upplýsinga er al- gjört skilyrði fyrir því að læknar og aðrar heilbrigðis- stéttir geti starfað eftir lögum um gagnagrunn. Að öðrum kosti er verið að brjóta gegn ákvæðum 15. gr. læknalaga nr. 53/1988 um þagnarskyldu og ennfremur gegn 10. gr. laga um réttindi sjúklinga, svo og gegn 4 mgr., 2. gr. sömu laga frá I. júlí 1997. Stjórn L.l. telur nauðsyn- legt að áður en frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði verður að lögum verði sett fram nákvæm áætlun um það hvernig öryggi gagna verði tryggt. I þeirri áætlun þyrfti að koma fram hvaða upplýs- ingar verða skráðar, hvaða að- gangshindranir muni gilda við úrvinnslu gagna og hvernig þessum reglum verður fram- fylgt. Aðeins á þennan hátt er samhliða hægt að meta öryggi gagnagrunnsins og gagnsemi hans. Nauðsynlegt er að slíkt mat fari fram áður en frum- varp til laga um gagnagrunn verður samþykkt því ef niður- staðan verður sú að uppsetn- ing og útfærsla fullnægjandi öryggiskerfis sé ekki fram- kvæmanleg eru lög um mið- lægan gagnagrunn óþörf. 2) Upplýst samþykki Alþjóðalög krefjast þess að við vísindarannsóknir sé leit- að eftir upplýstu samþykki þátttakenda og frávik frá þeirri reglu ekki veitt nema þegar mjög brýnar ástæður eru til („for exceptional reasons“) eins og fram kemur í yfirlýs- ingu „Data Protection Com- missioners of EU and EES“ frá september 1998. L.í. erþó Ijóst að erfitt er að íramfylgja ætíð kröfum um upplýst sam- þykki. Ef fallið er frá því veigamikla atriði er nauðsyn- legt að tryggja eins vel og kostur er að ekki verði brotið á rétti sjúklings. I fyrirliggj- andi frumvarpi er einstakling- um gefinn kostur á að neita því að upplýsingum um þá sé komið í miðlægan gagna- grunn. Fjölmargir einstakling- ar hafa hins vegar ekki nægar forsendur til að taka slíka ákvörðun og framfylgja henni. Stjórn L.I. telur því nauðsynlegt að læknir sjúk- lings hafi sem umboðsmaður hans rétt til að neita afhend- ingu heilsufarsupplýsinga. Frumvarpið kveður á um að heilbrigðisstofnanir í samráði við læknaráð og faglega stjórnendur viðkomandi stofnana geti veitt almennt leyfi til öflunar upplýsinga úr sjúkraskýrslum. Þessi heimild tekur ekkert mið af ófyrirséð- um aðstæðum einstakra sjúk- linga heldur tekur mið af heildinni sem er óásættanlegt. Til viðbótar neitunarrétti læknis sjúklings er nauðsyn- legt að auka eftirlit Vísinda- siðanefndar með notkun sér- leyfishafa á upplýsingum úr gagnagrunninum til að tryggja rétt sjúklingsins gagnvart óeðlilegri nýtingu gagna. Þetta atriði er þeim mun mik- ilvægara þar sem ekki er kraf- ist upplýsts samþykkis sjúk- lings og að gögnin verða not- uð í viðskiptalegum tilgangi. Eftirlit Vísindasiðanefndar þarf að vera í það minnstajafn veigamikið og gildir almennt í vísindarannsóknum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.