Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 102
1000
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur
Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni
Læknablaðinu barst til eyrna að á Þjóðminjasafni íslands
leyndist margs konar fróðleikur um læknisráð frá fyrri tímum
sem alþýðufólk hefði beitt þegar sjúkdómar og slys herjuðu á
það. Eins og við greindum frá í síðasta blaði hefur það orðið
að samkomulagi við Hallgerði Gísladóttur á þjóðháttadeild
safnsins að blaðið birti eftirleiðis sýnishorn af þessum al-
þýðufróðleik í sérstökum dálki, lesendum til fróðleiks og
ánægju. Gaman væri að heyra hvað læknum finnst um þessi
læknisráð, til dæmis hvort þeir geti lesið eitthvað út úr þeim
sem skilja má í Ijósi nútímaþekkingar á læknisfræði.
Fyrst koma nokkur lœknis-
ráð af Suðurlandi:
Við hálsbólgu var ráð að
skafa hlandstein úr koppi og
smyrja í barða og skó sjúk-
lingsins, í þá hlið sem sneri að
ilinni. Hægt var að nota fram-
leist á sokk sjúklingsins á
sama hátt. Honum þá snúið
við.
Það var gamalt ráð við sjó-
sótt að stinga augu úr ýsu úti á
sjó og borða þau hrá.
Griðungsgall var haft til
þess að lækna hlustarverk, sett
í hlustina. Gall er mjög gott til
þess að lækna brunasár.
Líkkistunagli hafður til að
leggja við tannpínu og bora í
tannholu.
Og þá eru nokkur lœknis-
ráð af Vesturlandi og Vest-
fjörðum:
Á sár voru settar tuskur og
bundið með bandi utan um.
„Grátt band græðir, en svart
band særir." Steinolía var góð
á sár. Sviðafeiti var góð til að
nudda með við strengjum, hún
var einnig notuð á rokkana.
Heimild: karlmaður úr N-lsafjarð-
arsýslu, f. 1917.
Terpentína í sykurmola er
góð við kvefi. Einnig kam-
fórudropar. Kamfórusteinn
var til að losa þela fyrir brjósti
og steinolía við bólgu. Ráð
við músasárum á kindum var
að skera mús í sundur og
leggja við sárið. Terpentína
var notuð við barnsfarasótt.
Heimild: kona úr Borgarfirði,
f. 1909.
Þorskalýsi var tekið við
svefndrunga og þyngslum í
skammdeginu.
Heimild: karlmaður úr N-ísafjarð-
arsýslu, f. 1917.
Fræknúppur hófblöðku jók
frjósemi kvenna.
Heimild: karlmaður af Snæfells-
nesi, f. 1893.
Læknablaðið á netinu:
http://www.icemed.is/laeknabladid