Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 105

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 105
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 100! Iðorðasafn lækna 106 Skútabólga Karl Kristinsson, læknir, hafði samband og vildi minna lækna á íslenska heitið skúta- bólga í stað þess að sletta erlenda fræðiheitinu sinusitis. I læknisfræðiheitum Guð- mundar Hannessonar má fletta upp sinusitis og finna tvær íslenskar þýðingar, afhols- bólga og skútabólga. Það síðara er merkt V.J., sem þýðir að það er komið úr Sjúkdóma- og dánarmeinaskrá Vilmundar Jónssonar, landlæknis. Heitið sinus er komið úr latínu og var upphaflega notað um dældir og bugðulaga holrými af ýmsu tagi, svo sem fellingar, flóa, dali, innri rými og jafnvel um hola felustaði. Viðskeytið -itis er hins vegar úr grísku. Því var upphaflega skeytt aftan við ýmis líffæraheiti til að tákna sjúklegt ástand eða sjúkdóm, en er nú eingöngu bundið við bólgusjúkdóma í viðkomandi líffærum. Sinus kemur fyrir í mörgum læknisfræðiheitum og er þá notað um ýmsar dældir, holur og farvegi eða göng. Við nýj- ustu útgáfum líffæra-, vefja- og fósturfræðiheitanna ákvað Orðanefnd læknafélaganna að samræma íslensku þýðingarn- ar og nota heitið skúti, þegar um væri að ræða fyrirbæri sem líktust opnum hellisskúta, en stokkur, þegar fyrirbærin væru líkari hellisgangi og ekki opin út á yfirborð. Sinus coronarius, stofnbláæð hjart- ans, verður þannig krans- stokkur og sinus tympani, hvilft í hljóðholinu aftan- verðu, verður hljóðholsskúti. Læknisfræðiorðabók Sted- mans lýsir sinusitis þannig: inflammation of the lining membrane of any sinus, espe- cially of one of the paranasal sinuses (bólga í himnu skúta eða stokks af hvaða tagi sem er, sérstaklega einhvers af hjánefsskútunum). Vísað er í það sem Alþjóðleg og íslensk líffæraheiti Jóns Steffensens nefna afholur nefs, sinus max- illaris, sinus frontalis, sinus ethmoidalis og sinus spheno- idales, sem nú hafa í nýrri útgáfu líffæraheitanna fengið heitin kinnkjálkaskúti (eða kjálkaskúti), ennisbeinsskúti (eða ennisskúti), sáldbeins- skútar (eða sáldskútar) og fleigbeinsskúti. Samheitið yfir bólgu í slímhúð eins eða fleiri af þessu hjánefsskútum er sem sagt skútabólga. Þetta er lipurt heiti sem full ástæða er til að nota. Hvirfilhorf í framhaldi af umræðu í tveimur síðustu pistlum um calvaria, benti Magnús Snæ- dal, málfræðingur, á það að í líffæraheitunum kæmi fyrir ís- lenska heitið hvirfilhorf sem væri þýðing á latneska heitinu norma verticalis, en það er skráð sem samheiti við calv- aria. Með heitinu norma er verið að vísa til þess sem sést líffærafræðilega þegar horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Norma verticalis nær til dæm- is yfir það sem sést af höfuð- kúpunni þegar horft er beint ofan á hvirfilinn og norma occipitalis er það sem sést þegar horft er beint aftan á hnakkann. Um calvaria er notað íslenska heitið kúpuhvolf, eins og fram kom í 104. pistli, en einnig mætti nefna þetta hvirfilkúpu. Hjarni Til gamans benti Magn- ús einnig á heitið hjarn- skál sem hann hefði rekist á í einhverju af ritum Gísla Konráðssonar, sagnarit- ara og skálds (1787-1877). Liprara væri þá hjarnaskál, en sennilega eru bæði heitin betur fallin til að nota í skáld- legar kenningar en í hina kerf- isbundnu líffærafræði. Þau minna þó á að hjarni er gamalt heiti í íslensku, augljóslega skylt danska heitinu hjerne og þýska heitinu hirn. í Lexi- con poeticum er bent á að það hafi verið notað í kenningar til að tákna höfuðið eða höfuð- kúpuna, svo sem byggðir hjarna og hjarnaklettur. í líf- færafræðiheitunum er hjarni nú notað um stóra heilann ein- göngu, cerebrum. Litli heil- inn, cerebellum, er hins vegar nefndur hnvkill. Vargvilla Otrúlegustu beiðnir berast. Þýðandi nokkur bað um að- stoð við að þýða heitið lycan- thropy, geðröskun sem kemur fram í því að maður telur sig úlf eða er talinn geta breytt sér í úlf. Lycos er úr grísku og þýðir úlfur, en anthropos er maður. Þetta fyrirbæri mun vera hægt að flokka með því sem nefnist hugvilluraskanir, delusional disorders. Vargur og úlfur eru samheiti. Undirrit- aður stakk því upp á að fyrir- bærið yrði nefnt vargvillu- röskun eða vargvilla. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.