Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 106

Læknablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 106
1002 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Lyfjamál 72 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og landlækni Hvaða lærdóm geta læknar dregið af afskráningum nýrra lyfja vegna alvarlegra aukaverkana?! Iðulega koma fram alvar- legar aukaverkanir lyfja eftir að þau hafa verið sett á mark- að. Á þessu ári hafa tvö ný- lega skráð lyf verið afskráð vegna þessa. I Lyfjamálum 69 í septemberhefti var rætt um afskráningu lyfsins Posicor (míbefradíl) vegna varasamra aukaverkana. Nú hefur annað nýskráð lyf, Tasmar (tolcap- ón), farið sömu leið. Þetta sýnir og sannar, að aldrei er of varlega farið í að taka í notkun ný lyf og ekki er sjálfgefið, að þau séu fremri þeim sem fyrir eru. Otvíræður kostur við notkun eldri lyfja er áunnin reynsla og þekking á meðferð þeirra. Ástæða er til að hvetja til íhaldsemi og varúðar á þessu sviði. Breyttar verklagsreglur varðandi útgáfu lyfja- skírteina fyrir lyf við sársjúkdómi (ATC A 02 B) Skilmerkin, sem uppfylla skal til að gefið sé út skírteini fyrir þessum lyf hafa verið þessi: Liggja skal fyrir staðfesting á vélindisbakflæði eða sár- sjúkdómi, annað hvort með magaspeglun eða röntgen- rannsókn. Hvað varðar sár- sjúkdóm skal einnig liggja fyrir, að ekki hafi verið um Helicobactersýkingu að ræða eða að lyfjameðferð gegn henni hafi ekki borið árangur. Margar umsóknir berast um lyfjaskírteini fyrir þessi lyf og ekki síst prótónpumpuhemj- ara (ATC fl. A 02 B C). Er þá á læknisvottorði iðulega látið nægja að segja, að sjúklingur hafi brjóstsviða og fyrir liggi staðfesting á vélindisbakflæði með magaspeglun. Einskis er getið um ástand vélindans að öðru leyti. Tryggingastofnun hefur nú ákveðið að nýta sér þessa heimild hvað varðar sjúklinga með bakflæði aðeins í þeim tilvikum, að staðfest sé, að viðkomandi hafi 2-3° vélind- isbólgu eða ástandið sé þaðan af verra. Vélindisbakflæði eitt sér gefi ekki tilefni til nýting- ar hennar. Lyfjaskírteini, sem þegar hafa verið útgefin fyrir þess- um lyfjum munu gilda áfram, en ný skírteini verða ekki gefln út eftir I. desember næstkomandi á ábending- unni vélindisbakflæði einni. Fréttatilkynning frá Lyfjanefnd ríkisins 18. nóvember 1998 Lyfjanefnd ríkisins hefur afturkallað tímabundið mark- aðsleyfi fyrir Parkinsonslyfi og leggur því til að stöðvuð verði notkun lyfsins. Lyfjanefnd ríkisins leggur til að notkun lyfsins Tasmar sem notað er við Parkinsons- sjúkdómi verði hætt. Öllum sjúklingum sem nota Tasmar er ráðlagt að hafa samband við lækni sinn hið fyrsta til þess að hefja meðferð með öðrum lyfjum. Það er mjög mikilvægt að sjúklingar hætti ekki að nota Tasmar á eigin spýtur. Sjúk- lingar eða aðstandendur þeirra eru beðnir um að hafa sam- band við þann lækni sem hóf meðferðina með Tasmar til þess að minnka skammt Tasm- ar smám saman á nokkrum dög- um en um leið auka skammt annarra Parkinsonslyfja. Evrópska lyfjamálastofnun- in ráðlagði í gær að hætta notkun á Tasmar eftir þrjú dauðsföll vegna aukaverkana lyfsins erlendis. Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að lyfið getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfjanefnd ríkisins hefur afturkallað tímabundið markaðsleyfi lyfs- ins á Islandi. Lyfjanefnd ríkisins er ekki kunnugt um alvarlegar auka- verkanir af völdum lyfsins á íslandi. Nefndin hefur sent umboðsmanni markaðsleyfis- hafa leiðbeiningar Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar um hvernig staðið skuli að því að hætta notkun Tasmar. Öllum apótekum hefur verið send tilkynning þar að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.