Læknablaðið - 15.12.1998, Side 115
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
1011
Ný stjórn
Á aðalfundi Félags íslenskra húðlækna sem
haldinn var 14. nóvember síðastliðinn var kosin
ný stjórn. Er hún þannig skipuð: Kristín Þóris-
dóttir formaður, Steingrímur Davíðsson ritari
og Birkir Sveinsson gjaldkeri.
Yfirlýsing frá stjórn
Læknafélags íslands
og Páli Þórðarsyni
framk væmdastj ór a
félagsins
Á fundi stjórnar félagsins þann 20. október
síðastliðinn óskaði framkvæmdastjórinn eftir
því, að gerður yrði við hann starfslokasamning-
ur. Stjóm félagsins hefur á fundi sínum í dag,
27. október 1998, fallist á þá málaleitan. Jafn-
framt hefur stjórnin óskað eftir að fram-
kvæmdastjórinn haldi áfram störfum um ótil-
tekinn tíma og hefur hann fallist á það.
Áskrifendur
Læknablaðsins
Vinsamlegast athugið að þeir áskrif-
endur blaðsins sem enn skulda áskrift fyrir
1998 eru beðnir gera skil sem allra fyrst
annars sjáum við okkur ekki annað fært en
að stöðva dreifingu á blaðinu til viðkom-
andi frá og með áramótum.
Hægt er að borga áskriftina með póst-
gíró nr. 516651, VISA og Eurocard eða
hafa samband á skrifstofu blaðsins.
Lækningastofa
- flutningur
Hef flutt lækningastofu mína frá Marargötu
2 á Læknastofuna Álftamýri 5,
sími 520 0100.
Svavar Haraldsson
sérgrein bæklunarskurölækningar
Desemberuppbót
á laun lækna
í desember 1998 skal greiða læknum
desemberuppbót á laun sem hér segir:
Heimilis- og heilsugæslulæknar
kr. 41.858.
Sjúkrahúslæknar kr. 28.052.
Læknavefur
Nú er lokið uppsetningu lokaðs svæðis
á heimasíðu Læknafélags íslands þar
sem ætlunin er að koma upp umræðu-
hópum og síðum fyrir tilkynningar og
ýmis málefni sem einungis eiga erindi
til lækna.
Svæðið er verndað bæði með notenda-
orði og lykilorði og geta læknar einir
fengið aðgang að því. Aðgangsorð
verða persónuleg fyrir hvern og einn.
Til að fá aðgangsorð þarf að hafa
samband við Margréti Aðalsteinsdóttur
á skrifstofu Læknafélags íslands á
tölvupósti, netfang: magga@icemed.is,
í síma 564 4100 eða í bréfsíma 564
4106.
Iðgjald til Lífeyris-
sjóðs lækna
Eitt stig fyrir árið 1998 er kr. 207.000,-
Þannig að lágmarksiðgjald til að viðhalda
réttindum, það er 1/3 úr stigi, er kr.
69.000,-.
Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins,
eru beðin að inna það af hendi sem fyrst.