Læknablaðið - 15.12.1998, Side 116
1012
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Fréttatilkynning frá VÍB
og Lífeyrissjóði lækna
Lífeyrissjóður lækna hefur
samið við VIB um rekstur
sjóðsins. VÍB, Verðbréfamark-
aður Islandsbanka hf., hefur
tekið við rekstri Lífeyrissjóðs
lækna frá og með 1. nóvember
1998 samkvæmt samningi við
stjóm sjóðsins sem var undir-
ritaður 29. október síðastlið-
inn. Markmiðið með samn-
ingnum er að tryggja sjóðfé-
lögum góða ávöxtun og úrvals
þjónustu og ráðgjöf. Jafnframt
er stefnt að verulegri lækkun á
rekstrarkostnaði Lífeyrissjóðs
lækna og að rekstur lífeyris-
sjóðsins verði eins hagkvæmur
og kostur er þannig að sem
mest af ávöxtuninni skili sér til
sjóðfélaga.
Rekstrarsamningur Lífeyr-
issjóðs lækna og VÍB er
stærsti fjárvörslu- og rekstr-
arsamningur sem hefur verið
gerður hér á landi. Samkvæmt
skýrslu bankaeftirlits Seðla-
banka íslands var Lífeyris-
sjóður lækna 13. stærsti líf-
eyrissjóður landsins í árslok
1997 með eignir upp á 7,6 ma.
kr. og tæplega 1.100 virka
sjóðfélaga.
Skrifstofa og afgreiðsla Líf-
eyrissjóðs lækna verður hjá
VÍB á Kirkjusandi og geta
Frá undirritun samnings Lífeyrissjóðs lœkna og VÍB. Aftari röð frá
vinstri: Páll Þórðarson framkvœmdastjóri LI, Grétar Olafsson stjórn
Lífeyrissjóðs lœkna, Björn Jónsson VÍB og Gunnar Baldvinsson VÍB.
Fremri röð frá vinstri: Þorkell Bjarnason stjórn Lífeyrissjóðs lœkna,
Eiríkur Benjamínsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs lcekna, Sig-
urður B. Stefánsson framkvœmdastjóri VIB og Vilborg Lofts aðstoð-
arframkvœmdastjóri VIB.
sjóðfélagar og aðrir sem eiga
erindi við sjóðinn snúið sér
þangað. Jafnframt verða veitt-
ar upplýsingar á skrifstofu
Læknafélags íslands við
Hlíðasmára 8, Kópavogi.
Formaður stjórnar Lífeyris-
sjóðs lækna er Eiríkur Benja-
mínsson og framkvæmda-
stjóri er Gunnar Baldvinsson.
VÍB sérhæfir sig í eigna-
stýringu og ávöxtun fjármuna
fyrir einstaklinga, fyrirtæki og
sjóði. Heildarfjármunir í
vörslu og ávöxtun hjá VIB eru
nú um 63 milljarðar. Fram-
kvæmdastjóri er Sigurður B.
Stefánsson.
Nánari upplýsingar veita
Eiríkur Benjamínsson for-
maður stjórnar, vinnusími 560
1000 og Sigurður B. Stefáns-
son framkvæmdastjóri VIB í
síma 560 8900.
Öldungadeild LÍ
Jólafagnaðurinn verður á Kornhlöðuloftinu Bankastræti 2, fimmtudagskvöldið 17. des-
ember kl. 18:00.
Jólahlaðborö
Skemmtiatriði verða um Karl Michael Bellmann í texta og tónum.
Eigum von á að Bergþór Pálsson verði meðal tónlistarmannanna.
Þátttaka tilkynnist Guðrúnu á skrifstofu LÍ sími 564 4100.
Allir öldungar, makar þeirra og læknaekkjur velkomin.