Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Page 12
miðvikudagur 16. maí 200712 Fréttir DV STRÍÐ OG ÖRBIRGÐ Þrátt fyrir dauða eins helsta her- stjórnanda Talibana, Mullah Dad- ullah, í átökum um síðustu helgi, er ekki talið að afleiðingarnar verði langvarandi. Mullah Dadulla var einn harðasti og grimmasti her- stjórnandi Talibana og enginn velk- ist í vafa um að þar er skarð fyr- ir skildi. En talið er nokkuð víst að það tómarúm sem hann skilur eftir sig verði fyllt snarlega, en það hef- ur verið raunin hingað til í þeim átökum sem hafa staðið linnulítið yfir síðan Bandaríkin leiddu banda- menn sína í stríð gegn hryðjuverk- um og hröktu Talibana frá völdum árið 2001. Fornt og blandað samfélag Afganistan er af sagnfræðing- um og fræðimönnum talið eitt elsta landbúnaðarsamfélag sögunnar og fornleifarannsóknir- og uppgröftur hafa rennt stoðum undir þá skoð- un að menn hafi búið þar í 50.000 ár. Afganistan er staðsett á milli Miðausturlanda, Mið-Asíu og Ind- landsskagans og hefur staðsetning- in gert það að verkum að erlendir herir hafa frá örófi alda barist um landið. Meðal þeirra voru Mong- ólar, Persar, Grikkir, Tyrkir, Bretar, Sovétmenn og núna síðast Banda- ríkjamenn. Mörg ríki hafa reynt, en fáum hefur tekist að brjóta land og þjóð undir sig. Afganska þjóð- in er samansett af mörgum ólíkum trúarhópum og ættbálkum og hafa átök þeirra í millum einnig sett svip sinn á sögu þjóðarinnar. Innrásir, átök og stöðugleiki Mongólar undir stjórn Gengh- is Kahn, réðu ríkjum í Afganistan upp úr 1219 og lögðu landið í rúst og í kjölfarið fylgdu innrásir ann- arra þjóða og stríðsherra. Eftir alda- löng átök og róstur urðu lyktir þær að stór hluti Afganistans laut stjórn Bretlands, en landið hlaut að lokum sjálfstæði árið 1919. Lengsta tímabil stöðugleika í sögu afgönsku þjóð- arinnar var frá 1933 til 1973, en þá var landið undir stjórn Zahirs Shah konungs. Árið 1973 steypti mágur Zahirs Shah, Sardar Daoud Kahn, honum af stóli í blóðugri byltingu og ríkti til 1978, en þá voru hann og öll hans fjölskylda myrt og við stjórnartaumunum tók ríkisstjórn hliðholl Sovétríkjunum. Undir hæl Sovétríkjanna Eftir valdaránið 1973 tóku við ár óvissu og óstöðugleika. Banda- ríkin hófu þjálfun og fjármögnun andspyrnuhópa með aðstoð leyni- þjónustu Pakistans og var hlutverk þeirra að berjast gegn stjórnvöld- um í Afganistan. Að lokum fór svo að Sovétríkin réðust inn í Afganist- an í desember 1979. Um 100.000 sovéskir hermenn tóku þátt í inn- rásinni og nutu þeir stuðnings jafn- margra afganskra hermanna sem voru hliðhollir kommúnistastjórn- inni. Til ársins 1989 börðust Sov- étmenn og bandamenn þeirra við íslamska hermenn, mújaheddin, sem nutu stuðnings Bandaríkjanna. Undir stjórn Sovétríkjanna flúðu meira en fimm milljónir Afgana til Pakistan og Íran, sem og annarra landa. Tölur um þá sem féllu á þess- um árum eru á reiki, en talað er um að allt frá sex hundruð þúsund til tveggja milljóna Afgana hafi fallið og landið var í rústum. Tómarúm og Talibanar Þegar sovéskir herir höfðu yfir- gefið Afganistan myndaðist ákveð- ið tómarúm. Hinir ýmsu hópar mújaheddin börðust um hituna og Afganistan varð bitbein stríðsherra í blóðugum átökum sem náðu há- marki árið 1994 þegar allt að tíu þúsund manns voru drepnir í Kab- úl. Sú óreiða og spilling sem fylgdi í kjölfar brotthvarfs Sovéthersins varð jarðvegurinn sem Talibanar spruttu upp úr. Þeir náðu völdum í Kabúl 1996 og í lok ársins 2000 réðu þeir lögum og lofum í hartnær öllu landinu. Talibanar innleiddu mjög stranga útfærslu af íslamskri trú, sem var hvergi tíðkuð í hinum mús- límska heimi. Konum var bannað að stunda vinnu, stúlkum var mein- uð menntun og boð og bönn og höft einkenndu stjórnarfarið. Og hörð- um refsingum var beitt umsvifa- laust. Kommúnistum var útrýmt, hendur eða fætur höggnir af þjóf- um og ópíumrækt var aflögð. Ellefti september og Osama bin Laden Undir stjórn Talibana varð Afganistan griðastaður Osamas bin Laden og nóta hans í al Kaída- samtökunum. Eftir árásirnar á tví- buraturnana í New York þann 11. september árið 2001 krafðist Banda- ríkjastjórn framsals Osamas bin La- den, en Talibanar höfnuðu kröf- Afganistan hefur í gegnum aldirnar verið bitbein stríðsherra og annarra þjóða. Saga landsins hefur einkennst af róstum, styrj- öldum og óstöðugleika og er það í dag eitt fátækasta og vanþróaðasta ríki í heimi. Daglega berast þaðan fréttir af skærum og mannfalli. Osama bin Laden hefur verið í felum þar, Talibanar heyja vopnaða og blóðuga baráttu gegn gæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna og herjum Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra KOLbEInn þOrSTEInSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hamid Karzai kosinn forseti afganistans árið 2004.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.