Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Síða 21
DV Lífstíll miðvikudagur 16. maí 2007 21 LífsstíLL Foreldrahlutverkið Það leynist viss fegurð í erfiðleikunum sem tilheyra því að vera foreldri. Þegar við eignumst börn endurlifum við eigin æsku, endurmetum sambandið við foreldra okkar og lærum af börnunum okkar og styðjumst við eigin reynslu. Foreldrar ættu að treysta því að þeir séu færir um að ala upp börn, burtséð frá því hvernig lífi þeir lifa. Giftir eru heilbrigðari BúðarFerð gættu þess að verða ekki fórnarlamb tískunnar. Það er um að gera að þróa sinn persónulega stíl sem byggist á fötum sem henta eigin vexti. Þú getur fylgt tískunni með því að kaupa nýjan topp eða flotta skó. gerðu ekkert í flýti og reyndu að vera búin að ákveða þig áður en þú ferð í búðir. kíktu í fataskápinn. Skoðaðu tískublöð og netið til þess að átta þig á hvað er í tísku og lesa góð ráð. mátaðu fötin áður en þú kaupir þau. Það er þess virði að eyða fimm mínútum í mátunarklefanum, það tekur meiri tíma að þurfa að fara aftur í búðina og skipa því sem þú keyptir. hættuleG eFni Heimilið er yfirfullt af kemískum efnum sem geta verið hættuleg heilsunni. mörg hreinsiefni sem við geymum í eldhússkápnum innihalda eiturefni. Það er hægt að ná jafngóðum árangri og spara peninga með því að nota umhverfisvæn efni, svo sem sítrónusafa, edik, salt og sóda. Ef þér leiðast heimilisstörfin er upplagt að hafa í huga að átökin sem fylgja þeim brenna fullt af hitaeining- um og geta jafnvel sparað ferð í líkamsræktarsalinn. Ættu þeir sem eru í heilsuátaki að íhuga hjónaband? Kostir þess að búa í hamingjusömu hjónabandi hafa verið rækilega rannsakaðir í gegnum árin. Samkvæmt tölfræðinni lifir fólk sem er í hamingju- sömu hjónabandi lengur en þeir sem búa einir. Það fær sjaldnar hjartasjúkdóma, krabbamein og aðra hættulega sjúkdóma og á stærri vinahóp sem það getur leitað til ef eitthvað bjátar á. Rannsókn sem var gerð við Harvard-háskóla sýndi að það eru 20 pró- sent minni líkur á því að giftar konur deyi af völdu hjartasjúkdóma, af eigin völdum eða skorpulifur en konur sem búa einar. Kostir giftra karla eru enn fleiri því það eru tvisvar til þrisvar sinnum minni líkur á að þeir deyi af þessum sökum en einhleypir menn. Tölfræðin sýnir líka að fólk sem býr í hjónabandi eigi síður á hættu að verða fórnarlömb heimilisofbeldis, kynferðislegs ofbeldis og annarra ofbeldisglæpa. Jákvætt hjónaband sem byggir á traustum grunni og opnum tjáskiptum eykur bæði andlega og tilfinn- ingalega vellíðan. Ein rannsóknin sýnir klárlega að hamingja karla og kvenna í hjónabandi sé marktækt meiri en þeirra sem eru ógiftir og og hamingja þeirra haldist til dauðadags. En þótt kostirnir séu augljósir er erfitt að henda reiður á ástæðu þess að gift fólk lifi heilbrigðara lífi og sé hamingjusamara en einhleypt fólk. Margir sérfræðingar telja ástæðuna þá að hjónaband byggist á sambúð og fjárhagslegu öryggi og að gift fólk lifi við betri félagslegar aðstæður en þeir sem eru einhleypir. Það eina sem gefur til kynna að betra sé að vera einhleypur en að vera í hjóna- bandi hefur með þyngdina að gera. Rannsóknir sýna að fullorðið gift fólk, sérstaklega karlar, séu þyngri og þjáist oftar af offitu en einhleypir karlar. Einnig eru minnstar líkur á því að fólk sem hefur aldrei gengið upp að altarinu eigi eftir að þjást af offitu. Nú þegar sumarið er gengið í garð eru þeir sífellt fleiri sem velja sér aðra fararskjóta en bif- reiðarnar. Æ algengara er að fólk hjóli í vinnuna og skilji bílinn eftir heima en einnig er farið að sjást til línuskautafólksins renna sér eftir gang- brautunum. Auk þess að vera sniðugur fararmáti á styttri vegalengdum eru línuskautar líka frábær og stórskemmtileg hreyfing fyrir alla fjölskyld- una. Blaðamaður hafði samband við Margréti Þórðardóttur línuskautasérfræðing hjá Útilífi í Glæsibæ og forvitnaðist aðeins um línuskauta- kaup og hvað ber að varast þegar nýir skautar eru keyptir. Byrjendaskautar fyrir byrjendur. „Við sérhæfum okkur í sölu á Rollerblade- línuskautum og það nýjasta sem hefur komið frá þeim er svokallaður 4D rammi sem gerir fólki kleift að stilla skautana eftir því hversu hratt þú vilt fara,“ segir Margrét. „Það sem fólk þarf helst að hafa í huga þegar nýir skautar eru keyptir er að hafa þá ekki of stóra. Áður tíðkaðist að kaupa einu númeri of stóra skauta en með þróuninni á sokknum inni í skautunum er það orðið algjör óþarfi.“ Margrét segir annað mjög mikilvægt vera að gæta þess að fara ekki of geyst og fjárfesta alls ekki í skautum sem maður ráði ekki við. „Ef um er að ræða algjöra byrjendur er alls ekki ráðlegt að fara beint í dýrustu og flottustu skautana sem renna hraðast. Það getur bara hreinlega verið stórhættulegt og til eru sérstakir byrjendaskaut- ar með minni hjólum sem renna þar af leiðandi hægar en stærri hjólin.“ Mismunandi skautar fyrir börn og fullorðna Mikið úrval er af línuskautum og segir Mar- grét það vera mismunandi hvort skautarnir séu fyrir karlmenn, kvenmenn eða börn. „Barnalín- uskautarnir eru oftast stækkanlegir svo ef vel er farið með þá á barnið að geta notað skautana í mörg ár. Gert er ráð fyrir grennri fæti í kvenskaut- unum auk þess sem þeir eru grennri yfir hæl og rist.“ Hún segist hins vegar ekkert banna kven- fólki að nota karlmannsskauta, þetta sé meira spurning um þægindin og þar sem línuskautar eiga að liggja þétt að fæti mæli hún ekki með því. Hlífðarbúnaður mikilvægur. Þeir sem eru orðnir vanir og óhræddir á línu- skautum vilja oft fá sér svokallaða „freestyle“- skauta sem geri þeim kleift að gera ýmsar brellur sem erfitt er að gera á venjulegum skautum. „Þá er hægt að renna sér eftir handriðum og því um líkt. Hjólin eru minni en á venjulegum skautum svo þeir fara alls ekki of hratt.“ Skautar af þessu tagi eru mjög vinsælir hjá yngri kynslóðinni og vill Margrét brýna fyrir fólki að nota alltaf hlífð- arbúnað en sérbúnaður er hannaður fyrir fólk á freestyle-skautum. „Það er alltaf nauðsynlegt að nota hlífar og eru sérstakar línuskautahlífar alls ekki óþægilegar. Best er að nota úlnliðs-, oln- boga- og hnéhlífar og hjálm og þá helst sérstakan línuskautahjálm.“ Margrét segir línuskautahjálm- ana betur verja hnakkann en reiðhjólahjálm- ar þar sem reiðhjólafólk eigi meiri hættu á að detta fram fyrir sig meðan línuskautafólk dettur frekar aftur fyrir sig. Að lokum bendir Margrét á skemmtilegar línuskautaleiðir í Nauthólsvíkinni og við Sæbrautina auk þess sem Laugardalurinn er alltaf skemmtilegur. Krista@dv.is Í ræktina eFtir vinnu Besti tíminn til þess að fara í líkamsrækt er um og eftir klukkan fimm. vöðvarnir eru heitir eftir daginn og þá er minni hætta á meiðslum. rannsóknir hafa sýnt að fólk getur reynt lengur og meira á sig á þessum tíma dags því lungnastarf- semin er í hámarki síðdegis og á kvöldin. Líkamsrækt á þessum tíma dags hefur líka góð áfrif á sálarlífið. Þeir sem fara í ræktina eftir vinnu losa sig við uppsafnaða streitu dagsins og þá er líka minni hætta á því að þeir borði yfir sig þegar kemur að kvöldmatnum. Á sumrin sjást sífellt fleiri renna sér á línuskautum, bæði börn og fullorðnir. Margrét Þórðardóttir, línuskautasérfræðingur hjá Útilífi, segir úrvalið af skautum vera mikið og mikilvægt að nota hlífðarbúnað. frábær ferðamáti Margrét Þórðardóttir ráðleggur fólki við kaup á skautum. Hlífðarbúnaður Sérstakur búnaður fyrir línuskautafólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.