Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Blaðsíða 4
Miklar truflanir
á Stöð 2
Mikillar truflunar hefur orðið
vart á útsendingum Stöðvar 2 í
vissum stöðum í
Keflavík og í Vog-
um á Vatnsleysu-
strönd. Þetta hef-
ur valdið mörgum
áhorfendum
óánægju. Jakob
Ingi Jakobsson,
íbúi í Keflavík,
segist vera að
gefast upp á þjónustunni hjá
fyrirtækinu. „Þeir svara okkur
ekkert og sinna þessu ekki á Stöð
2,“ segir Jakob Ingi. „Þegar ég
reyni að hringja inn í þjónustu-
verið lendi ég bara í biðröð og
er tilkynnt að ég sé númer 201 í
röðinni,“ segir Jón.
Skarphéðinn Guðmundsson,
upplýsingafulltrúi 365, kunni
engar skýringar á truflununum en
segir það miður að Jón hafi ekki
náð sambandi. „Það eru auðvit-
að mistök okkar megin sem við
verðum að vinna í,“ segir Skarp-
héðinn.
„Þetta byrjaði með fikti en endaði
í vitleysu,“ sagði Snæbjörn Magnús-
son hótelrekandi í Laugarási í Árborg.
Hann var dæmdur í sjö mánaða, skil-
orðsbundið fangelsi, fyrir stórfellda
kannabisræktun. Héraðsdómur Suð-
urlands fann hann sekan um stór-
fellda ræktun en á heimili hans fund-
ust 163 kannabisplöntur, tól og tæki til
ræktunar auk þess sem hann stal raf-
magni.
Það var í desember á síðasta ári
sem lögreglu barst ábending um að
Snæbjörn stundaði kannabisræktun
á hóteli sínu í Árborg. Rannsóknar-
lögreglan kom að heimili hans og fann
megna kannabislykt koma frá glugga
einum á hótelinu. Tveimur dögum
síðar lagði lögreglan til atlögu. Snæ-
björn var samvinnufús og sýndi þeim
rýmið sem hann notaðist við ræktun-
ina. Þar fundust fyrrnefndar plöntur
auk fjölda lampa, afklipptum skunk
ásamt kannabislaufum.
„Ég eignaðist tvö fræ og ég setti
fræin í mold fyrir forvitnissakir,“ segir
Snæbjörn í dómsorði og lét hann þessi
orð falla í yfirheyrslum lögreglunn-
ar. Í framburði hans fyrir Héraðsdómi
Suðurlands segist hann ekki hafa haft
í hyggju að selja afurðir plantnanna.
Hann segir að forvitnin hafi dregið
hann áfram í ræktuninni en sú for-
vitni hafi hreinlega hlaupið með hann
í gönur. Aðspurður hvernig hann
hafi aflað sér upplýsingar um ræktun
kannabis segist hann hafa viðað þeim
upplýsingum að sér á netinu. Í raun
þyrfti enga visku til þess að hans sögn,
kannabis yxi bara og yxi.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir að
framburður Snæbjörns sé í alla staði
ótrúverðugur. Þar segir orðrétt: „All-
ar þessar skýringar ákærða eru ótrú-
verðugar og þykir dóminum ekki mark
takandi á þeim. Þá er með ólíkindum
að til að svala forvitni um það hvern-
ig kannabisplanta vaxi, skuli vera not-
aðar yfir 160 plöntur, af minna má nú
læra.“
Héraðsdómur fann hann í kjölfarið
sekan um ræktun og að hafa stolið raf-
magni frá Rarik. Hann var dæmdur í
sjö mánaða fangelsi fyrir forvitnina en
refsingu er frestað og fellur hún niður
haldi hann skilorð í tvö ár. valur@dv.is
mánudagur 2. júlí 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Byrjaði á tveimur fræjum en endaði með á annað hundrað kannabisplantna:
Forvitni bar kannabisræktanda ofurliði
Kannbis Hóteleigandi var dæmdur fyrir að rækta á annað hundrað kannabisplantna
í árborg á síðasta ári.
Fá að sitja í stjórn
Samkeppniseftirlitið hef-
ur orðið við beiðni Símans að
ógilda ákvörðun sína um að
stjórnarmenn, forstjóri eða fram-
kvæmdastjórar fyrirtækisins
fái ekki að sitja í stjórn Íslenska
sjónvarpsfélagsins, sem rekur
Skjá Einn.
Eftir að Samkeppniseftirlit-
ið féllst á beiðni Símans er for-
stjóra eða einum framkvæmda-
stjóra Símans nú heimilt að sitja
í stjórn Íslenska sjónvarpsfélags-
ins. Skilyrðin fyrir stjórnarset-
unni tóku gildi þann 1.júlí í fyrra
vegna samruna fyrirtækjanna.
Taka 28
milljarða lán
Fjárfestingafélagið FL Group
undirritaði á föstudag 28 millj-
arða króna lánssamning til
þriggja ára við Morgan Stanley
vegna fjármögnunar á hluta-
bréfaeign félagsins í Glitni. Eftir
því sem fram kemur í fréttatil-
kynningu frá félaginu
hefur FL Group nú
fjármagnað alla
hlutafjáreign sína
í Glitni með lang-
tímalánum.
Hlutur FL Group
í Glitni er
stærsta
eign fé-
lagsins.
Flýr af netinu
Helgi Rafn Brynjarsson sem
sakaður hefur verið um að hafa
orðið valdur að dauða hunds-
ins Lúkasar með hrottafengnum
hætti á Akureyri, hefur neyðst
til þess að loka tveimur blogg-
síðum á netinu sem hann kom
að. Fjöldi alvarlegra hótana um
líkamsmeiðingar og jafnvel morð
hafa borist manninum, meðal
annars í gegnum bloggsíðurnar.
Helgi Rafn hefur neitað staðfast-
lega að hafa misþyrmt hundin-
um. Atburðurinn er sagður hafa
verið tekinn upp á myndband.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sjóvá til að greiða manni tæpar níu milljónir króna í
bætur vegna geðröskunar sem hann varð fyrir vegna umferðarslyss. Maðurinn getur
ekki séð um sig sjálfur að öllu leyti og breyttist úr virkum einstaklingi í óvirkan eftir
slysið að sögn lækna.
TÓLF ÁRA BARÁTTA
„Þetta er löng og ströng barátta,
það er góður sigur að vinna mál-
ið,“ segir Óðinn Elísson, héraðs-
dómslögmaður. Óðinn er lögmað-
ur karlmanns sem vann fyrir helgi
mál gegn Sjóvá eftir að hafa lent í
bílslysi fyrir tólf árum síðan. Mik-
il barátta hefur verið í þessi tólf ár
um að fá réttláta málsmeðferð og
að andlegt ástand mannsins væri
tekið með sem afleiðing af slysinu.
Manninum voru dæmdar rúmar
átta og hálf milljón í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir helgi.
Maðurinn getur ekki séð um
sig sjálfur að öllu leyti samkvæmt
greinargerð tveggja lækna sem
fengnir voru til að meta hann og
dómurinn tók gilda. Þar sagði að
áverkar sem maðurinn hlaut í slys-
inu hefðu orðið til þess að hann
breyttist úr virkum einstaklingi í
óvirkan.
Flókið mál og mikil bið
„Það skiptir auðvitað miklu máli
fyrir manninn að vinna málið loks-
ins, því hann er mjög illa farinn og
óvinnufær,“ segir Óðinn. „Málið er
einfaldlega að hann lendir í slysi
árið 1995. Það er keyrt inn í hlið-
ina á bílnum hans, þetta var talsvert
harður árekstur. Einkennin fara að
þróast eftir slysið og eins og í mörg-
um svona slysum getur liðið lang-
ur tími þar til einkennin koma fram
að fullu. Í þessu máli er svo margt
sem kemur inní sem dregur mál-
ið á langinn. Maðurinn var metinn
og lögmenn hans voru ekki ánægðir
með niðurstöðu fyrsta matsins. Við
dómkváðum matsmenn og getum
vel unað niðurstöðunni sem kem-
ur úr því mati, því þá er meðal ann-
ars tekið tillit til andlegra afleiðinga
slyssins en tryggingafélagið sætti sig
ekki við það. Tryggingafélagið dóm-
kvað yfirmatsmenn og þeir kom-
ust að þeirri niðurstöðu að andlegi
þátturinn væri ekki vegna slyss-
ins. Þeir vildu meina að um væri að
ræða skyndilegan geðklofa sem við
gátum engann veginn fallist á,“ seg-
ir Óðinn.
Þetta var því orðið snúið og ansi
langt mál en áfram hélt þófið. „Því
næst tók við ákveðið samingaþóf
við tryggingafélagið en ekkert gekk.
Þá var málinu stefnt fyrir dómstóla
og síðan leitað til læknaráðs. Álit
læknaráðs var fengið á því hvaða
mat er réttast. Það tók mjög langan
tíma en læknaráðið komst að þeirri
niðurstöðu að matið sem ég bað
um og við vildum styðjast við, þar
sem tekið er tillit til andlegra afleið-
inga af slysinu, er tekið til greina. Í
framhaldi af því er málið flutt og
fyrir helgi kom dómur þar sem er
fallist algjörlega á okkar sjónarmið
og honum dæmdar fullar bætur og
verulegir dráttarvexti,“ segir Óðinn.
Andlegar afleiðingar með
Óðinn segir að málið sé sérstakt
á margan hátt. „Þetta er því mjög
ánægjulegt og að mörgu leyti sérstakt
mál því um það var deilt hvort langvar-
andi líkamlegir verkir geti haft andleg-
ar afleiðingar og því er slegið föstu í
þessum dómi,“ segir Óðinn. „Þetta er
því mjög ánægjulegt og það reyndi á
marga lögfræðilega þætti í þessu máli,“
segir Óðinn.
Helsta ástæðan fyrir því hversu
lengi málið hefur dregist er sú að það
er mjög flókið. „Það þurfti að afla
margra matsgerða,“ segir Óðinn. „Eðli
málsins var einnig slíkt að áverkarn-
ir voru lengi að koma fram og tíminn
var til að byrja með alls ekki að vinna
gegn manninum heldur frekar með
honum. Síðar kom betur í ljós hversu
alvarlegir þessir áverkar voru í raun,“
segir Óðinn.
KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSD.
blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is
Óðinn Elísson mikill sigur er í höfn hjá
Óðni eftir að dómur féll í Héraðsdómi
reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans
rúmar átta og hálfa milljón í skaðabætur
vegna umferðarslys og andlegra áverka
sem hann hlaut í kjölfar slyssins.