Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Side 18
miðvikudagur 11. júlí 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Van der Meyde lofar betrun andy van der meyde leikmaður Everton hefur lofað því að bæta hegðun sína og segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að spila vel með liðinu á næsta tímabili. Tími hans hjá liðinu hefur einkennst af meiðslum og þykir hann helst til mikið einbeita sér að skemmtanalífinu í stað þess að æfa. Visa-bikarinn í kVöld Þrír leikir fara fram í viSa-bikarnum í kvöld. Þróttur tekur á móti bikarmeist- urum keflavíkur á valbjarnarvelli, Þór fær Fylki í heimsókn á akureyrarvelli og á kópavogsvelli fer fram nágranna- slagur á milli Breiðabliks og Hk. leikirnir fara allir fram klukkan 19.15 og verður spennandi að sjá hvort fyrstu deildarliðunum tekst að velgja úrvalsdeildarliðunum undir uggum. Eins er leikur kópavogsliðanna athyglisverður og spurning hvort Hk- menn ná að hefna ófaranna síðan í síðasta leik liðanna nú fyrir skömmu. dregið verður í átta liða úrslit viSa- bikarsins í hádeginu á föstudag. Hættir nedVed Hjá juVentus? Pavel Nedved, leikmaður juventus, íhugar nú að hætta að leika knattspyrnu með juventus. Ástæður þess eru að forráðamenn juventus vilja ekki ganga að launakröfum leikmannsins. Samningur hans rann út eftir síðasta tímabil en allt útlit var að hann yrði allavega eitt ár til viðbótar hjá juventus. Nú er allt í lausu lofti með það. „Ef tilboð juventus er ekki á þeim nótum sem við viljum eru allar líkur á því að hann hætti að leika með félaginu. Eins og staðan er í dag þá hefur juventus ekki komið með neitt tilboð,“ sagði umboðsmaður kappans. breytti Víti og rauðu spjaldi í Hornspyrnu Orðatiltækið að ekki þýði að deila við dómarann átti svo sannarlega ekki við í leik metrómanna og Strumpanna í utandeildinni í fótbolta á mánudagskvöldið. Þannig var að metrómenn fengu hornspyrnu og upp úr henni var skallað að marki Strumpanna. Á línunni stóð leikmaður Strumpanna sem varði boltann með hendinni. dómari leiksins dæmdi réttilega vítaspyrnu og rak leikmanninn af velli. Þessum dómi mótmæltu Strumparnir og eftir smá umhugsun ákvað dómarinn að sleppa því að dæma víti, sleppa rauða spjaldi leikmannsins sem varði á línu og í staðinn fengu metrómenn aðra hornspyrnu. Hvar segir svo að ekki þýði að deila við dómarann? Vildi Vera Hjá real Madrid david Beckham hefur lýst því yfir að hann vildi vera áfram hjá real madrid. Hann sagði ennfremur að hann hafi séð eftir ákvörðuninni að semja við la galaxy. Beckham samdi við la galaxy eftir að ramon Caldreon, forseti real madrid, hafði tilkynnt honum að samningar við hann yrðu ekki endurnýjaðir. „Ég sá mér alveg fært að vera lengur hjá madrid. Ég held að ég gæti spilað þrjú tímabil í viðbót í spænsku deildinni en þegar félagið tilkynnti mér um ákvörðun sína í byrjun árs þá tók ég þá ákvörðun um að halda til Bandaríkjanna,“ sagði Beckham. Hann viðurkenndi að hann hafi séð eftir ákvörðuninni daginn sem madrid varð meistari. Handknattleiksdeild ÍR hefur kært HSÍ vegna mótafyrirkomulags í efstu deildum karla. ÍR vill ekki að B-lið félaganna fái þátttökuleyfi í efstu deild. Dómur féll í málinu á dögun- um, HSÍ í vil. ÍR-ingar hafa áfrýjað úrskurðinum til ÍSÍ. Forráðamenn Handknattleiks- deildar ÍR hafa kært þá ákvörðun mótanefndar HSÍ að leyfa B-liðum félaganna að taka þátt í efstu deild karla. Eins og staðan er í dag þá eru 23 lið skráð til leiks næsta vetur og því ljóst að leikið verður í þrem- ur deildum. Dómstóll HSÍ dæmdi á dögunum í málinu og dæmdi HSÍ í vil. ÍR-ingar hafa aftur á móti áfrýj- að dómnum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Það er því ekki hægt að raða upp leikjum í fyrstu og annarri deild handboltans fyrr en endanlegur úr- skurður dómstólsins liggur fyrir. Verði úrskurðurinn ÍR í vil er ljóst að þau sjö B-lið sem tilkynnt hafa þátt- töku næsta vetur fá ekki að vera með. Gerist það verður leikið í tveimur deildum á komandi tímabili. Róbert Geir Gíslason, starfsmað- ur mótanefndar HSÍ, segir að í aug- um sambandsins sé staðan óbreytt og leikið verði í þremur deildum næsta vetur. „Það hefur ekkert lið tekið skráningu sína tilbaka frá því í vor. Dómsmálið er í gangi og er það meining ÍR-inga að B-liðin eigi að taka þátt í sérkeppni en ekki að taka þátt í deildakeppninni. Það er ekki okkar túlkun á málinu. Dómstóllinn dæmdi okkur í hag og í raun er það sú niðurstaða sem við vinnum eftir,“ sagði Róbert Geir. ætlum alla leið með málið Stefán Valsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, segir að lög HSÍ séu að þeirra mati ekki góð. „Við ætlum að fara með málið alla leið. Við teljum það ekki íþróttinni til fram- dráttar að lið séu að tefla fram strák- um úr 3. flokki til að spila gegn meist- araflokksleikmönnum. Að okkar mati eru þessi lög ekki góð og það er fyrst og fremst ætlun okkar að vekja athygli á því. Við viljum þessari íþrótt vel og viljum vinna að framdrætti hennar en teljum að þessi lög, sem heimila B-liðum að keppa í deildakeppninni, séu ekki handboltanum til framdrátt- ar,“ sagði Stefán. Með því að losna við B-liðin úr deildakeppninni hafa sumir sagt að ÍR sé að reyna að fækka liðum svo einungis verði leikið í einni deild. Stefán segir að svo sé alls ekki raun- in. „Við erum ekkert fúlir yfir því að hafa fallið í fyrstu deild. Við viljum bara að í fyrstu deild verði lið sem eru svipuð að getu en ekki fjögur til fimm góð lið og svo bara fyllt upp í með einhverjum B-liðum. Við erum alls ekki að þessu til að koma okkur upp um deild, það er á hreinu,“ sagði Stefán að lokum. Athygli vekur að ÍR skráir B-lið til keppni næsta vetur og verður það í þriðju deild að öllu óbreyttu. Stefán segir að ástæða þess að þeir skrá B- lið til leiks sé til að benda á andstöðu okkar við þetta. „Við skráðum liðið til leiks og bentum á að við gætum í raun alveg eins sent 6. flokk í leik- ina. Þetta er „old boys“-liðið okkar sem við skráum til leiks en við getum sent hvern sem er til leiks. Þetta er bara gert til að ítreka andstöðu okkar í málinu,“ sagði Stefán að lokum. Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur, eins og áður segir, málið á sinni könnu núna og má búast við því að það taki dómstólinn um viku til tíu daga að kveða upp úrskurð sinn. Þegar dóm- ur hefur verið kveðinn upp verður at- hyglisvert að sjá hvað HSÍ gerir verði dómi dómstóls HSÍ hnekkt. kari@dv.is MÓTAFYRIR- KOMULAGIÐ Í UPPNÁMI Þungur á brún Það mæðir mikið á Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSí, þessa dagana. ír kærir Hsí Óvíst er hvernig mótafyrirkomu- lagið verður næsta vetur. Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, staðfesti í gær að félagið væri búið að ganga frá samningi við Javier Saviola. Hann kemur til Real Madrid frá erkifjendunum í Barcelona þar sem samningur hans var útrunninn. Schuster sagði í samtali við spænsku út- varpsstöðina Punto Radio að samningar hafi náðst við Saviola 30. júní en beðið hafi verið með tilkynninguna þar til Schuster tæki við. „Hann er ungur, getur skorað mörk og færir okkur margt annað,“ sagði Schuster. Sa- viola vill sýna forráðamönnum Barcelona að þeir hafi gert mistök að semja ekki við sig aft- ur og Schuster segist ekki geta beðið. „Þetta eru smáatriði sem koma sér vel fyrir okkur. Stuðningsmenn og fjölmiðlar brugðust vel við þegar þetta var tilkynnt,“ sagði Schust- er. Saviola sagði á síðustu leiktíð að hann myndi aldrei ganga í raðir Real Madrid og að hann væri staðráðinn í að vinna fyrir nýjum samningi hjá Barcelona. Hann fékk hins veg- ar lítið að spreyta sig hjá Barcelona. Saviola er þriðji leikmaðurinn sem geng- ur í raðir Real Madrid. Þýski varnarmaðurinn Christoph Metzelder fór í læknisskoðun í gær og verður líklega kynntur sem nýr leikmað- ur Real Madrid í dag. Þá hefur Real Madrid einnig gengið frá kaupum á varnarmannin- um Pepe frá Porto. Kaupverðið á honum er talið vera um 2,5 milljarðar króna. Hinn 23 ára gamli Pepe skrifaði undir fimm ára samn- ing við Real Madrid og aðeins er beðið eftir læknisskoðun áður en kaupin verða formlega tilkynnt. Fyrir utan þessa þrjá leikmenn mun bras- ilíski sóknarmaðurinn Julio Baptista koma aftur í herbúðir Real Madrid. Hann var í láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð. „Þegar Copa America er búið þá mun ég fara aftur til Real Madrid, félagsins sem ég er samningsbund- inn. Spánn er land sem ég kann vel við að búa í og ég mun gera allt til að leika þar á nýjan leik,“ sagði Baptista. dagur@dv.is Real Madrid er stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir komandi leiktíð á Spáni: Saviola, Pepe og Metzelder til Real javier saviola Fyrsti sóknarmaðurinn sem Bernd Schuster kaupir til real madrid. Félagið hefur einnig gengið frá kaupum á Christoph metzelder og Pepe.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.