Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Síða 21
AF HAGLEIK LÆKNISHANDA - 19
Krosshús, Akranesi, byggt 1883. í þessu húsi
framkvœmdi Bjöm fyrstu augnaðgerðir sínar.
Fyrstu skjálgaðgerðina, sem greinir frá í bók
Björns gerir hann 22. febrúar 1893 á 18 ára pilti úr
Reykjavík með skjálg inn á við (strabismus
convergens) og eru augun réttstæð eftir aðgerðina.
Skömmu áður en Björn flyzt til Reykjavíkur
leggur hann í tvísýna aðgerð við augnvöðvalömun,
en árangurinn er ekki góður til langframa, sem
vænta má af þeirrar tíðar tækni:
Ung stúlka, 22 ára heimasæta í Viðey, leitar til
hans með lömun á hliðlægum réttilvöðva (paralysis
abducens). Gerir hann á henni tvær aðgerðir. Fyrst
er gerður sinaskurður á miðlægum réttilvöðva án
árangurs, en síðan er gerð framfærsla á sama
augnvöðva með þeim árangri að tvísýnin er horfin,
er hún fer heim. Er þetta fyrsta skráða heimildin
um tilfærslu augnvöðva (fremlægning). Þessi sama
stúlka leitaði til Björns rúmlega þremur árum síðar
og kvartaði um tvísýni. Er athyglisvert að hann
reynir prismagleraugu og ráðleggur rafmagnsmeð-
ferð (electricitet) (Dagbók B, 30.09.93 og 04.02.97,
einnig vitnað í bók A bls. 74).
Arið 1893, er Björn sat enn á Akranesi, bættust
fleiri sjúkdómsgreiningar við þær, er um getur í
áVsskýrslu til landlæknis frá árinu áðurogeru þessar
helztar: Ectropion (úthverling augnaloka), blen-
orrhoe sacci lacrimalis(ígerð í tárapoka), holdsveiki
í augum, retinitis (sjónubólga), scleritis (hvítu-
bólga), staphyloma corneae post keratitis (glæru-
gúlpur eftir glærubólgu), og glaucoma secundarium
(fylgigláka).
Arið 1893 bókfærir Björn 76 sjúklinga með
augnsjúkdóma og þar að auki 114 með sjónlags-
galla, og pantar hann gleraugu fyrir þá alla
Af framansögðu sést að vagga íslenzkra augn-
lækninga er á Skipaskaga. Þar eru fyrstu aðgerðir
gerðar á augum og þangað þurfti fólk að leita, ef það
þurfti á meiri háttar augnlæknishjálp að halda. Frá
miðju sumri 1890 til ársloka 1893 þurftu landsmenn
að fara til Akraness, ef þeir voru haldnir þeim
kvillum í augum, sem héraðslæknar réðu ekki viðog
til þess að fá mæld gleraugu eftir kúnstarinnar
reglum, var þetta eina ráðið. Eins og samgöngum
var háttað í þá daga var það miklum erfiðleikum
bundið fyrir almenning.
Héraðslæknisembættinu á Akranesi gegndi Björn
til ársloka 1893 eða í 3‘/2 ár.
Augnlæknir í Reykjavík
I ársbyrjun 1894 sezt Björn að í Reykjavík ogfæst
nær eingöngu við augnlækningar eftir það. A þessu
tímabili var ekki hægt að stunda lækningar hér á
landi nema fyrir embættislækna eða hljóta til þess
opinberan styrk.
Alþingi veitti Birni 2000 kr. ársstyrk til þess að
hann gæti flutzt til Reykjavíkuroggefiðsigallan við
augnlækningum. „Gekk það fullörðugt, en tókst þó,
mest fyrir harðfylgni Isafoldar“, segir Sigurður
Hjörleifsson, læknir og ritstjóri Norðurlands [24].
Hélt Björn þessum styrk meðan hann lifði. Skilyrði
fyrir styrknum var, að hann hefði á hendi kennslu í
augnsjúkdómum við læknaskólann og fcrðaðist á
sumrin með strandferðaskipunum kringum landið,
til þess að almenningur ætti sem hægast með að ná
til hans. I blaðinu Fjallkonan 17. janúar 1894birtist
eftirfarandi fréttapistill:
„Björn Olafsson, augnlœknir, sem hefir veriö
aukalœknir á Akranesi, hefir nú sez.1 að hér í bœnum,
samkvœmt gerðum síðasla alþingis, og munu allir kunna
þinginu þökk fyrir, því hér er hann miklu betur settur. Til
hans scekja sjóndaprir og btindir menn víðsvegar af
landinu, og hefir hann lœknað marga að meira eða minna
leyli, og gert ekki allfáa alblinda rnenn heilskygna, er
sumir hafa verið gamalmenni. Síðast laknaði hann
þannig í sumar jjóra alblinda menn“ [42].
Er fyrsti augnlæknirinn sezt að í Reykjavík er
höfuðstaðurinn aðeins sjávarþorp. Ibúatala bæjar-
ins í árslok 1890 var 3886, árið 1900 voru bæjarbúar
6682 og í árslok árið 1910 var íbúatala bæjarins
komin upp í 11.600 [25]. Til samanburðar skal þess
getið að íbúatala landsins var árið 1890 70.927. Við
manntalið 1901 var tala landsmanna 78.470 ogárið
1910 85.183 [26, 27, 28].
Er Björn hefur störf í höfuðstaðnum 8. janúar
1894 var Schierbeck landlæknir, en hann fer
alfarinn utan í byrjun júlímánaðar sama ár. Tekur
dr. Jónas Jónassen þá að sér embætti hans, en hann