Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Side 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Side 30
28 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA Björn gerir allmargar aðgerðir til lagfæringar á þessum kvillum. Lýsir hann sumum þeirra all ítarlega í sjúkraskrám sínum og nær oft góðum árangri og stundum ágætum. Athyglisverðir eru húðflutningar, er hann framkvæmir. Flytur hann skinnbætur teknar af innanverðum upphandlegg og græðir þær við augnalokin eftir að hafa losað um samvexti og herping. Er Björn fyrstur íslenzkra lækna, er flytur húð úr einum stað á annan. Er hann þar, sem í svo mörgu, langt á undan sinni samtíð, og það er ekki fyrr en hálfri öld síðar að sambærilegar lýta- aðgerðir eru gerðar aftur hér á landi, svo neinu nemi. Fyrsta skinnflutning sinn gerir Björn þegar árið 1894 á 60 ára bónda af Vatnsleysuströnd, er haíði fengið ígerð í kinn og drep hlaupið í. Myndaðist síðan svo mikill örvefur að hann varð afskræmdur í framan, munnurinn skakkur og efri vörin dregin upp á við, neðra augnalokið dregið niður á við og snéri slímhúðin út rauð og þrútin. Eftir viðeigandi undirbúningsaðgerð fletti Björn húðlappa af upphandlegg og græddi á kinnina og auk þess flutti hann til húð af gagnauga (transplant „ved Drejning“) og tókst þar með að láta augnalokið falla að auganu. Aðgerðin var gerð í staðdeyfingu með því að sprauta kókaíni í vefinn. 12. saga. Björn gerir húðfiutning bæði á fullorðnum og börnum. 113. sögu er sagt frá fimm ára telpu frá Norðfirði, er leitað var með til hans 1897 vegna úthverfingar augnaloks, sem var afleiðing ígerðar, er hún haíði fengið. Einnig hafði hún vagl á glæru ogskjálg. Efra augnalokið var alveg umsnúið og augnahárin nær því föst undir augnabrún og var stórt ör yfir allt augnalokið og gat sjúklingur ekki lokað auganu og snéri slímhúðin út, rauð og þrútin. I svæfingu var fiuttur húðlappi tekinn af innanverðum upp- handlegg sjúklingsins eftir að viðeigandi undir- búningsaðgerð hafði verið gerð á augnalokinu. Greri lappinn vel við augnalokið, en ekki var hann saumaður. Björn er með fyrstu læknum hérlendis er beitir smitgát við aðgerðir sínar. I aðgerðarlýsingunni segir: „hendur, operations- felt og verkfæri steriliseruð, þá þvegin í soðnu vatni, svo þurrkuð með steril Gaze og svo enginn vökvi látinn komast í sárið“. Girni (sublimat catgut) var notað til að sauma handleggssárið. Þremur vikum eftir þessa aðgerð gerir hann skjálgaðgerð og getur telpan þá vel lokað auganu, „en ekki opnað það enn fyllilega, lappinn nokkuð þykkur, en fer þó í fellingar við opnun augans“. Konu, sem Björn gerði húðflutning á, hefur greinarhöfundur haft til meðferðar. Hún lést 84 ára gömul árið 1973. Mörgum árum áður en vitað var um sjúkradag- bækur Björns, sagði hún höfundi, er hún laust innan við fermingaraldur fékk ígerð í efra augnalok vinstra auga. Atti hún heima á Vatnsleysuströnd. Ekki náðist í lækni í Keflavík fyrr en fjórum dögum eftir að hún veiktist og var augað þá sokkið og stakk læknirinn á igerðinni. Eftir nokkurn tíma kom herpingur í efra augnalokið með mikilli örmyndun og gat hún af þeim sökum ekki lokað auganu og þurfti sífellt að hafa bundið um það. Nokkrum mánuðum síðar var farið með hana til Björns augnlæknis í Reykjavík, er framkvæmdi húðflutning á efra augnalok. Sagði hún höfundi að aðgerðin hefði verið gerð í svæfingu heima hjá venzlafólki hennar, er bjó við Bergstaða- stræti. Var skurðborðið þrjár kommóður, sem var raðað saman. Að sögn sjúklings voru fjórir eða fimm læknar eða læknanemar með Birni, er aðgerðin var gerð. Er höfundur skoðaði þessa konu árið 1954 var skinnbótin fremur lítið áberandi, en nokkuð þykk, ljósari en húðin í kring og náði yfir allt augnalokið frá augnahárum upp að augabrún og deplaði hún auganu eðlilega. Konan hafði enn góða sjón á vinstra auga, en hægra var alblint vegna gláku, er hún kom til skoðunar árið 1972. Er höfundur fór að blaða í sjúklingabókum Björns Olafssonar, en hann fékk þær í hendur í nóvember 1970, fannst saga þessa sjúklings og kemur frásögn konunnar vel heim við sjúkra- og aðgerðarlýsingu Björns. Sjá 14. sögu. Þar sem skapnaðaraðgerðir Björns áaugnalokum og andliti eru svo merkilegt brautryðjandastarf á sviði skurðlækninga hér á landi, væri freistandi að birta nokkrar sögur til viðbótar, en verður ekki gert hér. Er athyglisvert hversu nákvæmlega hann lýsir aðgerðum sínum er bera vitni um handlagni og lærdóm. Hann hikar ekki við að endurtaka aðgerðir, unz árangur næst. Eitt af mörgu, sem háði fyrri tíðar skurðlæknum voru deyfingar, því þá voru ekki fundin þau lyf, sem auðvelda aðgerð í staðdeyfingu. Minnzt hefur verið á kókaininndælingu í vef. Björn notar deyfingaraðferð Schleich’s. Er hún í því fólgin að dæla saltvatnsupplausn (oft blandaða kókaíni) í húð, sem skorið er í [31.05.94, 19.10.97, 11.05.97]. Deyfingaraðferð þessari beitir hann árið 1897 (19. október) og eru þá aðeins liðin þrjú ár frá því Carl Ludvig Schleich, þýzkur skurðlæknir

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.