Kjarninn - 26.09.2013, Page 7

Kjarninn - 26.09.2013, Page 7
02/06 kjarninn Húsnæðismál H ópur fólks sem býr í íbúðum sem húsnæðis- samvinnufélagið Búmenn á í Grindavík hefur reynt að losna út úr íbúðum sínum um nokkurt skeið og fá endurgreitt búsetturéttar- gjald sem það greiddi og hleypur á nokkrum milljónum króna í hverju tilviki fyrir sig. Hópurinn hefur vísað í landslög þessu til stuðnings og segir að þar komi skýrt fram að hægt sé að segja upp búseturétti og að Bú- mönnum sé skylt að kaupa hann af þeim þegar svo ber undir. Félagið hefur neitað þessu og vísar í breytingar á samþykkt- um sem það samþykkti árið 2006 því til stuðnings. Þar var kaupskylda þess afnumin og það sett á herðar íbúanna að selja búseturétt sinn á frjálsum markaði. Tækist það ekki þyrftu þeir að fyrirgera greiðslu fyrir hann. Íbúarnir í Grindavík töldu að þessar breytingar hefðu verið illa kynntar fyrir þeim þegar samningar voru gerðir og stæðust auk þess ekki lög. Þeir leituðu til félags- og húsnæðis ráðuneytisins eftir úrlausn þegar Búmenn neituðu að verða við kröfum þeirra. Ráðuneytið ákvað í þessari viku að taka undir með íbúunum. Búmenn verða að kaupa hlutinn þeirra ef þeir segja upp búsetusamningi. Niðurstaðan gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir rekstur Búmanna. Breytingar skömmu fyrir hrun Búmenn var stofnað árið 1998 og félagar eru um 2.000 talsins. Hugmyndin var að búa til húsnæðissamvinnufélag sem myndi byggja íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Íbúarnir greiða 10-30 prósent af byggingarkostnaði húsnæðisins og Búmenn taka lán hjá Íbúðalánasjóði til 50 ára fyrir því sem vantar upp á til að greiða verktakanum sem byggir. Félagið sendir síðan íbúum mánaðarlegan greiðsluseðil vegna þeirra gjalda sem falla mánaðarlega á híbýli þeirra. Á meðal þess sem er innifalið í þeirri greiðslu eru afborganir lána, fasteignagjöld, tryggingar, viðhaldssjóður, hússjóður og þjónustugjald. Reksturinn er ekki ágóðastarfsemi. Það er því enginn að taka arð út úr félaginu. Ný lög um húsnæðissamvinnufélög voru sett árið 2003. Húsnæðismál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is smelltu til að skoða fundargerð aðalfundar Búmanna frá 12. júní 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.