Kjarninn - 26.09.2013, Síða 8

Kjarninn - 26.09.2013, Síða 8
03/06 kjarninn Húsnæðismál Í þeim var opnað fyrir þann möguleika að búseturétthafar gætu sagt upp búseturétti sínum með sex mánaða fyrirvara. Ef ekki tækist að selja búseturéttinn átti rétthafinn rétt á því að fá hann greiddan frá húsnæðisamvinnufélaginu tólf mánuðum eftir að þeir sex mánuðir voru liðnir. Á þessum tíma uppfærðist virði réttarins í takt við vísi- tölu neysluverðs. Daníel Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að stemning hafi myndast á meðal félaga innan Búmanna til að reyna að breyta þessu. Fólki hafi fundist vísitala neysluverðs ekki hafa mælt nægilega vel hækkun á húsnæðisverði. Bent var á að í Noregi, þar sem húsnæðissam- vinnufélög eru mjög algeng, hefði verið horfið frá vísitölu- tengingu og yfir í að meta búseturétt á markaðsvirði árið 1980. Á árinu 2006 var samþykkt á aðalfundi Búmanna að breyta samþykktum félagsins á þann veg að kaupskylda þess yrði afnumin og að heimilt yrði að selja búseturétt á mark- aðsverði. Þetta þýddi í raun að Búmönnum bar ekki lengur nokkur skylda til að kaupa búseturétt af þeim félagsmönnum sem vildu losna úr íbúðum sínum. Þess í stað þurftu félags- mennirnir sjálfir að selja búseturéttinn á frjálsum markaði, og á markaðsverði, eða gera aðrar ráðstafanir gengi það ekki eftir. Þetta fyrirkomulag var haft í gildi í tilraunaskyni út árið 2006 og svo fest í sessi snemma árs 2007. Það gilti þó bara um búseturétti sem seldir voru eftir að samþykktunum var breytt. Enn ríkti kaupskylda á þeim íbúðum sem Búmenn höfðu selt rétt að fyrir þann tíma, en það eru í dag um 65 prósent allra íbúða félagsins. Til að ganga úr skugga um að Búmönnum væri stætt á þessari breytingu var sent inn erindi til félagsmála- ráðuneytisins. Í niðurstöðu þess, sem var send Bú mönnum 29. ágúst 2006, segir að „ráðuneytið hefur nú yfirfarið breytingar þær sem gerðar hafa verið á samþykktum Bú- manna og er niðurstaðan sú að þær rúmist innan laga um húsnæðissamvinnufélög“. Ráðuneytið, sem var þá undir stjórn framsóknarmannsins Magnúsar Stefánssonar, lagði því blessun sína yfir þessar breytingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.