Kjarninn - 26.09.2013, Síða 11

Kjarninn - 26.09.2013, Síða 11
06/06 kjarninn Húsnæðismál uppsögn hennar yrði ekki viðurkennd og hún þyrfti ann- aðhvort að bera ábyrgð á greiðslu af íbúðinni sem hún bjó í, selja búseturéttinn sinn á frjálsum markaði eða fyrirgera þeim fjármunum sem hún hafði greitt fyrir búseturéttinn. Guðlaug var ekki sátt og leitaði til lögmanns. Sá sendi bréf til Búmanna í júlí þar sem því er alfarið „hafnað sem röngu að Búmönnum hsf., sé stætt á því að halda eftir búseturéttar- gjaldi umbjóðanda míns, enda liggur fyrir að um lögbundna eign umbjóðanda míns er að ræða“. Daníel svaraði bréfinu fyrir Búmenn um miðjan ágúst síðastliðinn. Í svarinu ítrekaði hann fyrri afstöðu og í niðurlaginu segir að litið yrði svo á að frá og með 1. septem- ber síðastliðnum væri samningssambandi félagsins og Guð- laugar lokið. Hún myndi ekki lengur bera skyldu til að greiða búsetugjald, nokkurs konar leigu, en á móti myndi félagið ekki greiða henni krónu af þeim fjármunum sem hún hefði lagt inn í það. Guðlaug gafst ekki upp og sendi greinargerð til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðisráðherra, þar sem hún fór yfir það sem hún kallaði „framkomu Búmanna hsf. gegn íbúum Víðigerði 13,14,15,16,17,20 í Grindavík“. Í henni rakti hún mál sitt og annarra íbúa í Víðigerði með sömu rökum og hún hafði gert gagnvart framkvæmdastjóra Búmanna. ráðuneytið tekur undir með íbúum Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Félags- og húsnæðis- ráðuneytið tekið undir afstöðu Guðlaugar og þess hóps sem hún er í forsvari fyrir. Ráðuneytið telur að samþykktir Búmanna, sem koma í veg fyrir að félagið verði að kaupa búseturétt af þeim sem vilja losna við slíkan, fari gegn lögum um húsnæðissamvinnufélög og að mikilvægt sé að þær verði teknar til endurskoðunar. Þessari skoðun ráðuneytisins hefur verið komið á framfæri við forsvarsmenn Búmanna. Guðlaug Gunnarsdóttir segir þetta vera gleðitíðindi fyrir þann hóp sem hún kemur fram fyrir. „Lög eru lög og það verða allir að fara eftir þeim. Félög sem og einstaklingar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.