Kjarninn - 26.09.2013, Síða 14

Kjarninn - 26.09.2013, Síða 14
02/05 kjarninn skotland T æpt ár er enn þar til Skotar taka um það ákvörðun hvort þeir verða sjálfstætt ríki eða halda áfram að vera hluti af Bretlandi. Þrátt fyrir að langt sé í þjóðaratkvæðagreiðsluna hinn 18. september 2014 er kosningabaráttan löngu hafin. Hér í Skotlandi er málið orðið fyrirferðarmikið, skoðana- kannanir birtast mjög reglulega og fjölmiðlar segja samvisku samlega frá öllum nýjustu vendingum í þessum málum. Innihald þessara kannana er kannski ekki síst ástæða þess að kosningabaráttan er farin á fullt, því að sjálfstæðissinnar eiga undir högg að sækja og talsvert þarf að breytast til þess að Skotar verði á leið til sjálfstæðis á þessum tíma á næsta ári. Raunar hafa sjálfstæðissinnar verið í minnihluta í Skotlandi svo áratugum skiptir; um það bil 30 prósent þjóðarinnar hafa viljað sjálfstæði og það hefur ekki mikið breyst þrátt fyrir að atkvæðagreiðslan nálgist og umræðan verði meiri. Enn segjast tæplega 60 prósent ætla að kjósa gegn sjálfstæði, um 30 prósent hyggjast segja já og tíu prósent eru óákveðin. Samkvæmt könnunum er fólk sem býr á ríkmannlegri svæðum almennt fylgjandi óbreyttu ástandi en á svæðum þar sem tekjur eru lægri er meiri stuðningur við sjálfstæði. Sömu sögu má segja þegar afstaða fólks er skoðuð eftir vinnu; þeir sem eru atvinnulausir eru líklegri til að styðja sjálfstæði en þeir sem eru í fullri vinnu. Þrátt fyrir þetta er engan bilbug að finna á já-fólki í Skotlandi. Um síðustu helgi gekk mikill fjöldi fólks um mið- borg Edinborgar til stuðnings sjálfstæði. Gangan endaði á hinni sögufrægu Calton-hæð og ekki er hægt að segja annað en að mikil gleði hafi ríkt meðal viðstaddra. Veðrið var gott og að sögn skipuleggjendanna hjá regnhlífarsamtökunum Yes Scotland mættu um tuttugu til þrjátíu þúsund manns. Lögreglan taldi þó ekki nema um átta þúsund, og líklega var raunverulegur fjöldi nær því. Þetta er talsvert meira en í fyrra, þegar lögreglan sagði um fimm þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni en skipuleggjendur tíu þúsund. Skotland Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@kjarninn.is smelltu til að heimsækja heimasíðu sambandssinna smelltu til að heimsækja heimasíðu sjálfstæðissinna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.