Kjarninn - 26.09.2013, Síða 22
05/06 kjarninn trúmál
af íbúum Íslands telja sig
evangel ískt kristna er þörfin fyrir
því að deila hinum góðu tíðindum
fagnaðare rindisins meira knýj-
andi en nokkru sinni áður,“ segir í
færslunni. Mannegren bætir við að
það sé ekki öllum trúuðum auðvelt
að bjóða vinum sínum á hátíðina.
„Það er óvíst hvernig fólk bregst
við slíku boði. En þetta þvingar
fólk til að trúa á guð frekar en að
trúa á aðferðir.“
Stóra áskorunin sem mætir
aðstandendum Hátíðar vonar, að mati færsluhöfundarins
Trevor Freeze, er ekki að finna það fólk sem á að bjóða á
hana, heldur að finna út hvar það stendur andlega. Síðan
tiltekur hann að um 85 prósent Íslendinga tengist Þjóð-
kirkjunni, sem sé mótmælenda kirkja. „Sannir átrúendur
hafa beðið mánuðum saman, og í einhverjum tilfellum
árum saman, og vonast eftir því að vakning verði á meðal
þjóðarinnar. Frá því um vorið 2008, skömmu fyrir efnahags-
hrunið, hefur hópur 15 til 30 manns beðið saman í hádeginu
á hverjum miðvikudegi til guðs um að bregðast kröftuglega
við,“ segir Freeze. Koma Franklin Graham er, samkvæmt
samtökunum, svar við kalli þessa hóps.
Peningarnir í trúnni
BGEA eru engin smá samtök. Eignir þeirra námu samtals 347,8
milljónum dala, 41,5 milljörðum króna, í lok árs 2012. Til sam-
anburðar má nefna að eignir Haga, stærsta smásala á Íslandi,
voru 25,7 milljarðar króna um síðustu áramót, eða 62 prósent
af eignum BGEA. Samtökin skulda auk þess lítið og eigið fé
þeirra, það sem eftir stendur þegar búið er að draga skuldir
frá eignum, er 270,8 milljónir dala, 32,4 milljarðar króna. Og
það renna miklir peningar inn í BGEA á hverju ári. Í fyrra var
velta þeirra 98,5 milljónir dala, 10,3 milljarðar króna. Níu af
hverjum tíu krónum sem samtökin öfluðu sér voru framlög.
Í norður-Kóreu
Graham-fjölskyldan hefur
byggt upp traust samband við
norður-kóreska ráðamenn á
síðustu tveimur áratugum.
Hér er Franklin með Kim Yong
Dae, varaforseta þingsins,
árið 2009.