Kjarninn - 26.09.2013, Side 33
02/06 kjarninn Danmörk
D
anske Bank, langstærsti banki Danmerkur,
hefur undanfarið verið áberandi í dönskum
fjölmiðlum. Misheppnaðar auglýsingaherferðir,
flótti viðskiptavina frá bankanum og nú síðast
brottrekstur bankastjóra sem aðeins hafði setið
í hálft annað ár.
Þegar Eivind Kolding, bankastjóri Danske Bank, mætti
til vinnu í höfuðstöðvum bankans við Kóngsins Nýjatorg í
miðborg Kaupmannahafnar um áttaleytið að morgni mánu-
dagsins 16. september átti hann sér einskis ills von. Venju-
legur dagur fram undan, fjölmargir fundir á dagskrá, ekkert
óvenjulegt við það, þar á meðal einn með stjórnarformanni
bankans, Ole Andersen. Kolding var varla kominn úr frakkan-
um á skrifstofu sinni þegar stjórnarformaðurinn bankaði og
bað hann að koma strax yfir í skrifstofu sína, sem er reyndar
í næsta herbergi við bankastjóraskrifstofuna. Fundur inn á
skrifstofu stjórnarformannsins var stuttur; Andersen til-
kynnti Kolding að stjórn bankans, sem hafði hist fyrr um
morguninn, væri sammála um að segja honum upp störf-
um, hér og nú. Tíu mínútum síðar var Eivind Kolding á leið
heim, atvinnulaus, með starfslokasamning upp á 23 milljónir
danskra króna (um 500 milljónir íslenskar) í vasanum.
Eivind Kolding tók við bankastjórastarfinu hinn 15. febrú-
ar 2012 og hafði því einungis gegnt starfinu í nítján mánuði.
Uppsögnin mun hafa komið honum mjög á óvart, en Ole And-
ersen stjórnarformaður hefur í viðtölum sagt að ákvörðunin
hafi verið tekin að mjög vel athuguðu máli sem stjórnin hafi
verið búin að vega og meta mánuðum saman. Kolding hafi
einfaldlega ekki haft þá kunnáttu á banka málum og rekstri
peningastofnana sem stjórnin telji nauðsynlega. Þetta verður
að teljast einkennileg yfirlýsing í ljósi þess að Kolding hafði
setið í stjórn bankans frá árinu 2001 og hafði, áður en hann
tók við bankastjórastarfinu, verið formaður stjórnarinnar um
skeið. Þegar Peter Straarup hætti í febrúar 2012 eftir fjórtán
ár sem bankastjóri komu tveir til greina: Eivind Kolding og
Thomas F. Borgen. Þótt allt væri kyrrt á yfirborðinu urðu
talsverð átök innan stjórnarinnar um valið á eftirmannin
Danmörk
Borgþór Arngrímsson
í kaupmannahöfn
Danske Bank var stofnaður
1871, hét þá Den Danske
Landmandsbank og varð
fljótt stærsti banki á norður-
löndum. Bankinn komst
í þrot 1922 en var endur-
reistur. núverandi heiti,
Danske Bank, var tekið upp
árið 2000. Bankinn hefur í
áratugi verið stærsti banki
Danmerkur.