Kjarninn - 26.09.2013, Side 33

Kjarninn - 26.09.2013, Side 33
02/06 kjarninn Danmörk D anske Bank, langstærsti banki Danmerkur, hefur undanfarið verið áberandi í dönskum fjölmiðlum. Misheppnaðar auglýsingaherferðir, flótti viðskiptavina frá bankanum og nú síðast brottrekstur bankastjóra sem aðeins hafði setið í hálft annað ár. Þegar Eivind Kolding, bankastjóri Danske Bank, mætti til vinnu í höfuðstöðvum bankans við Kóngsins Nýjatorg í miðborg Kaupmannahafnar um áttaleytið að morgni mánu- dagsins 16. september átti hann sér einskis ills von. Venju- legur dagur fram undan, fjölmargir fundir á dagskrá, ekkert óvenjulegt við það, þar á meðal einn með stjórnarformanni bankans, Ole Andersen. Kolding var varla kominn úr frakkan- um á skrifstofu sinni þegar stjórnarformaðurinn bankaði og bað hann að koma strax yfir í skrifstofu sína, sem er reyndar í næsta herbergi við bankastjóraskrifstofuna. Fundur inn á skrifstofu stjórnarformannsins var stuttur; Andersen til- kynnti Kolding að stjórn bankans, sem hafði hist fyrr um morguninn, væri sammála um að segja honum upp störf- um, hér og nú. Tíu mínútum síðar var Eivind Kolding á leið heim, atvinnulaus, með starfslokasamning upp á 23 milljónir danskra króna (um 500 milljónir íslenskar) í vasanum. Eivind Kolding tók við bankastjórastarfinu hinn 15. febrú- ar 2012 og hafði því einungis gegnt starfinu í nítján mánuði. Uppsögnin mun hafa komið honum mjög á óvart, en Ole And- ersen stjórnarformaður hefur í viðtölum sagt að ákvörðunin hafi verið tekin að mjög vel athuguðu máli sem stjórnin hafi verið búin að vega og meta mánuðum saman. Kolding hafi einfaldlega ekki haft þá kunnáttu á banka málum og rekstri peningastofnana sem stjórnin telji nauðsynlega. Þetta verður að teljast einkennileg yfirlýsing í ljósi þess að Kolding hafði setið í stjórn bankans frá árinu 2001 og hafði, áður en hann tók við bankastjórastarfinu, verið formaður stjórnarinnar um skeið. Þegar Peter Straarup hætti í febrúar 2012 eftir fjórtán ár sem bankastjóri komu tveir til greina: Eivind Kolding og Thomas F. Borgen. Þótt allt væri kyrrt á yfirborðinu urðu talsverð átök innan stjórnarinnar um valið á eftirmannin Danmörk Borgþór Arngrímsson í kaupmannahöfn Danske Bank var stofnaður 1871, hét þá Den Danske Landmandsbank og varð fljótt stærsti banki á norður- löndum. Bankinn komst í þrot 1922 en var endur- reistur. núverandi heiti, Danske Bank, var tekið upp árið 2000. Bankinn hefur í áratugi verið stærsti banki Danmerkur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.