Kjarninn - 26.09.2013, Qupperneq 54

Kjarninn - 26.09.2013, Qupperneq 54
É g vissi ekkert í minn haus þar sem ég stóð fyrir utan Nettó á Grandanum, klyfjuð tuskum og hreinsiefnum, og einbeitti mér að því að reyna að muna hvar ég ætti heima meðan maðurinn minn skrapp á lager Forlagsins til að sníkja pappakassa í flutninga. Eftir nokkrar langar sekúndur mundi ég að hann ætlaði að pikka mig upp á bakaleiðinni. Ég dró andann djúpt og um leið rann upp fyrir mér hvar ég væri skráð til heimilis. Það sem meira var, ég mundi líka eftir draslinu sem lá eins og hráviði úti um alla íbúð. Drasl sem ég mundi engan veginn hvaðan kom, bara alls konar drasl sem við höfum sankað að okkur í lítilli leiguíbúð á fimm árum. Nú voru aðeins nokkrir dagar í að ég myndi hætta að eiga heima þarna en þeir virtust óyfirstíganlegir. Það var svo margt sem átti eftir að gera að ég snerist hring eftir hring í kringum sjálfa mig, ein úti á bílaplaninu í köldu sólskini. Allt þar til ég fór að hugsa um DV. Íslenska birtan Kannski var það birtan sem minnti mig á DV; þessi erki- íslenska hádegisbirta sem baðaði kaldranalegar verslanirnar á Grandanum og lék um fjúkandi Bónusfánann andspænis Nettó. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um frétt á dv.is, frétt sem hafði birst nokkrum dögum áður. Sennilega hefur flugvél flogið yfir hausinn á mér því þessi frétt hafði verið um undirskriftasöfnunina til stuðnings óbreyttum flug- samgöngum í Vatnsmýri. Flugvöllur eða ekki flugvöllur Nú skal tekið fram að ég hef verið tvístígandi í þessu flugvallar máli. Ósköp einfaldlega vonað að það yrði ofan á sem er bæði höfuðborg og þjóðinni fyrir bestu, hver sem niðurstaðan verður. Snemma á vetrarmorgnum finnst mér notalegt að liggja í rúminu mínu vestur í bæ og heyra flugvélarnar ræsa hreyflana, en að sama skapi horfir borgarbúinn í mér ágirndaraugum á flæmið við Vatnsmýrina sem býður upp á ófáa spennandi framtíðarmöguleika. Eins á ég mágkonu úti á landi sem hefur þurft að fljúga í illviðri með ófætt barn á Landspítalann svo það þarf engar auglýsingaherferðir til að fræða mig um nauðsyn aðgengis landsbyggðarinnar að við- eigandi læknisþjónustu. En ég er líka móttækileg fyrir þeim rökum að flugvöllur í Vatnsmýrinni sé afsökun yfirvalda (bæði til hægri og vinstri) fyrir því að skera niður heilbrigðis- þjónustuna úti á landi. Það eru fleiri, reyndar fjölmörg, rök á báða vegu sem vega þungt í þessu máli. Einmitt þess vegna hafði það komið mér á óvart þegar auglýsingaherferðin fyrir flugvelli í Vatnsmýri var farin að hafa tilætluð áhrif á mig, sama þótt mér hefði hreinlega misboðið hún lengi framan af vegna aðferðafræði í ætt við tilfinningaklám. Pólarísering Herferðin virtist í fljótu bragði til þess gerð að upplýsa almenning, þá sérstaklega borgarbúa, um aðstæður landsbyggðar fólks. Hún má eiga það að hún var sterk. Öllu var tjaldað til, veikum börnum og hjartveikum feðrum, í þeim tilgangi að pólarísera þjóðina í sanna Íslendinga og sjálfselskan borgarlýð, reiðubúinn að drepa börn landsbyggðar fólks fyrir spildu af landi undir enn eitt mjólk- urkaffi-kaffihúsið. Hver var ég að dirfast að hugsa um borgarskipulag meðan vandamenn úti á landi væru stöðugt í bráðri lífshættu? Sjálfsfyrirlitningin hafði vætlað um blóðrásina, allt þar til mér varð aftur hugsað til fréttarinnar á DV.is. Helstu atriði hennar voru á þessa leið: „Vefurinn lending.is þar sem landsmenn eru hvattir til að sýna stuðning sinn við að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri er skráður á fyrirtækið Vefmiðlun ehf. en það fyrirtæki er staðsett í húsi Morgunblaðsins og er þekktara fyrir að halda úti stjórnmálavefnum AMX. “ … „Á vef lending.is má sjá þá einstaklinga sem komu verk- efninu á fót og þar á meðal má finna Friðbjörn Orra Ketilsson sem meðal annars vakti athygli fyrir nokkrum árum fyrir að bera mótmælendur í búsáhaldabyltingunni saman við ítalska fasista. Hann er líka mikill stuðningsmaður Davíðs Odds- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og hefur ítrekað skrifað lofgjörðir um þann mann.“ Fjöldaframleiðsla á upplýsingum Af hverju var ég að hugsa um þessa frétt? Jú, dagleg fjölda- framleiðsla á upplýsingum er svo umfangsmikil að hún minnir á tætingslega búslóð okkar hjóna: endalaust drasl – sem enginn veit hvaða þýðingu hefur í rauninni. Í stuttu máli sagt má maður hafa sig allan við að ná yfir- sýn. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að setja alltaf upp gleraugu efasemda, sama hvert málgagnið er, og vera meðvitaður um uppruna upplýsinganna. Í öðru lagi verður hinn svokallaði upplýsinganeytandi að gefa sér tíma til að lesa, hlusta og horfa á ólíka miðla, helst sem flesta. Að ná báðum þessum markmiðum á hverjum degi er nánast ógjörningur, svona ef miðað er við lífsryþma nútíma- manneskju. Þannig er hún dæmd til að verða stöðugt fyrir áróðri, oftar en ekki án þess að gera sér nokkra grein fyrir eðli hans. Eina leiðin til að verja sig er að vera stöðugt á verði. Það er ekki nóg að lesa fréttir. Það er heldur ekki nóg að afla frétta. En hvorki neytendur frétta né þeir sem afla þeirra hafa undan að tvítékka allar fullyrðingarnar sem eru bornar á borð sem staðreyndir. Hvað þá að kanna allar litlu hliðar- sögurnar – sem segja þó kannski mikilvægustu söguna þegar öllu er á botninn hvolft. Teboðshreyfingin Í heimildarmynd um Teboðshreyfinguna, sem var á dagskrá RÚV fyrir nokkru, er farið í saumana á því hvernig voldugar hagsmunaklíkur geta fengið fjöldann til að ganga sinna erinda. Með öflugum áróðri, matreiddum í formi upplýsinga og/eða skrumskældrar réttindabaráttu, fá þessi fyrirtæki græskulausan almenning til að berjast fyrir hagsmunum þeirra, í nafni hugsjóna og alls þess sem göfugt er – meðan raunin er sú að starfsaðferðir þeirra eru ávísun á heimsendi – um það leyti sem börnin okkar verða níræð. Ef eitthvað er að marka heimildarmyndina eru þau ófá stórfyrirtækin sem beita þessari aðferð. Sem dæmi má nefna tóbaksframleiðendur sem egna bandaríska kjósendur til að verja sig í nafni frelsis. Okkur er frjálst að reykja! hrópar fólkið til að mót- mæla hertum reglugerðum, sama þótt það reyki ekki, bara því það vill vera frjálst. Eða öllu heldur af því að tóbaks- framleiðandinn borgaði vini sínum á stórri sjónvarpstöð fyrir að matreiða málið þannig ofan í grasrótarhópa. Sama hvað líður réttindum þeirra sem ekki reykja til að anda að sér hreinu lofti, til dæmis barna. Sama þótt málið snúist um eitthvað allt annað. Hagur hins ósýnilega Auðvitað vilja borgarbúar ekki að börn úti á landi deyi, eins og til dæmis auglýsingin um hjartveiku stúlkuna gaf til kynna í áðurnefndri herferð, svo ekki sé minnst á til- ætlaða umræðu sem hún kveikti. Það virðist hagur einhvers, af einhverjum ástæðum, að láta það líta þannig út og þessi ósýnilegi aðili kann svo sannarlega að leika sér með skynjun og tilfinningalíf fólks, rétt eins og markaðsstjóri sígarettu- fyrirtækis sem flaggar frelsissígarettum framan í bandarísk- an almenning. Það er hagur einhvers að pólaríseringin verði sem mest í íslensku þjóðfélagi. Kannski eru hagsmunirnir pólitísk- ir, kannski bæði pólitískir og fjárhagslegir. Kannski snýst gjörningur inn um eitthvað miklu meira en bara flugvöllinn, þó að hann sé vitaskuld stórt mál í sjálfu sér. Hver er það sem stillir fólki upp hverju á móti öðru á þennan hátt? Hver er hagur þeirra sem standa að AMX í þessu máli? Snýst þetta um sveitarstjórnarkosningarnar? Eða snýst þetta um útgerðarmenn? Eða jafnvel hóteleigendur úti á landi. Eða bara um það að skapa gjá milli landsbyggðar og meintra 101-dekurgrísa svo að fleiri atkvæði renni til flokka sem spila inn á þjóðernisrómantík? Ég veit það ekki. Ég veit bara að ég lét glepjast eitt augna- blik. Ég varð ein stór tilfinning. Og það á við um fleiri í þessu máli þar sem öllu skiptir að fá öll rökin upp á borðið, vega þau og meta og skoða af yfirvegun. Ég romsaði þessu upp úr mér þegar maðurinn minn kom loksins að sækja mig. Hann horfði ringlaður á mig og spurði síðan hvort ég hefði nokkuð verið að súpa á Ajax-leginum. Uppruni upplýsinga 01/01 kjarninn pistill Pistill Auður Jónsdóttir rithöfundur Auður hefur skrifað sex skáldsögur: stjórnlaus lukka (1998), Annað líf (2000), Fólkið í kjallaranum (2004), tryggðarpantur (2006), Vetrarsól (2008) og Ósjálfrátt (2012). Einnig hefur hún sent frá sér tvær barnabækur fyrir almennan markað, Algjört frelsi (2001) sem hún skrifaði í sam- vinnu við Þórarin leifsson myndskreyti og skrýtnastur er maður sjálfur (2002) sem er ævisaga Halldórs laxness fyrir börn. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.