Kjarninn - 26.09.2013, Side 55
É
g hef verið búsettur erlendis undanfarin níu ár
og hef því sloppið við að sogast inn í daglegt þras
vegna hrunsins. Fjarlægðin hjálpar mér að skoða
málin í öðru ljósi en ég er líka Íslendingur í húð
og hár og vil sjá landið blómstra.
Bókin Ísland ehf. lýsir sögunni og núverandi stöðu í
stórskemmtilegum smáatriðum en sem utanaðkomandi aðili
(eða „erlendur aðili“ eins og Seðlabankinn kallar mig) varð
ég skelfingu lostinn við lestur bókarinnar. Ég get ekki séð
að undirliggjandi vandamál hafi verið leyst. Það er verið að
endurtaka leikinn, og við vitum hvernig hann endar.
Áður en ég dembi mér í úrlausnir vil ég taka fram að
ég er mikill fylgismaður frjálsra markaðsviðskipta (og
einstaklings frelsis). Ég tel að þannig hafi sem flestir jöfn
tækifæri og það er tryggt að hámarks verðmæti fáist í hverri
sölu. Hins vegar er þetta eins og með eðlisfræðina í Mennta-
skólanum, þegar við vorum að reikna út fallhraða á belju – þá
gerðum við ráð fyrir að hún væri kúla í lofttæmi. Það er svo
sem ágætis nálgun en það má ekki gleyma því að lögmál eru
einungis rétt þegar forsendurnar eru til staðar. Það sama á
við í hagfræði. Það eru ýmsar forsendur sem þurfa að vera til
staðar til þess að minn útópíski frjálsi markaður geti gengið
upp. Eftirfarandi forsendur eru þær mikilvægustu að mínu
mati:
Q Fullkomið upplýsingaflæði (eða a.m.k. jafnt aðgengi að
upplýsingum)
Q Enginn getur stýrt verði á markaðinum
Q Óendanlegt magn af kaupendum og seljendum
Q Öll fyrirtæki hafa fjárhagslegan ágóða að leiðarljósi
Q Það kostar ekkert að fara inn á markaðinn eða út af
honum.
Það vantar mjög mikið upp á að ofangreindar forsendur
séu fyrir hendi á Íslandi. Við höfum markað sem einkennist
af ójöfnu aðgengi að upplýsingum, við höfum mjög stóra
aðila sem þátttakendur, við höfum einnig mjög takmarkað
magn af kaupendum og seljendum – og svo mætti lengi telja.
Það er ekki nóg að eitt af boðorðum hins frjálsa markaðar sé
brotið – þau eru öll mölbrotin. Þetta þýðir að við höfum bara
tvo möguleika: (a) að sameinast stærra hagkerfi með frjálsan
markað (b) að setja upp nýtt regluverk, sem tekur mið af
sérstöðu Íslands.
Sameinast stærra hagkerfi
Jafnvel þótt við gengjum í Evrópusambandið (eða eitthvert
annað efnahagsbandalag af svipuðum toga) myndum við
aldrei ná fullkomnum samruna við hið stóra hagkerfi. Það
verða alltaf til staðar séraðstæður á Íslandi, og sérþekking.
Ísland yrði áfram lítið með ójafnt upplýsingaflæði, jafnvel
þótt við tækjum upp evruna og skráðum öll íslensk fyrirtæki
á markað í London.
Til viðbótar við sérstöðu Íslands verðum við að taka á
kæruleysi þjóðarinnar. Það er stórfurðulegt hvernig ýmsir
leikmenn komust upp með að stofna ný fyrirtæki, kaupa
eignir á slikkverði eða taka lán í banka sem þeir áttu sjálfir.
Þetta voru kannski ekki lögbrot en hvert þessara atriða flokk-
ast undir kæruleysi og ýtti undir vandamál örhagkerfisins.
Það er vandséð hvernig þessi hegðun ætti að hætta við það
eitt að ganga í í Evrópusambandið.
Við skulum því ýta Evrópusambandinu út af borðinu í bili
og einbeita okkur að hinum möguleikanum í stöðunni: Að
taka til heima hjá okkur.
Að setja upp nýtt regluverk, sem tekur mið af sérstöðu
Íslands.
Hugmyndirnar byggjast á því að slíta í sundur hringa-
myndunar-eignatengsl svo að kerfisáhætta lækki, auka
upplýsingaflæði til almennings þannig að allir sitji við sama
borð og koma í veg fyrir ranga hvata á markaðnum.
Þess vegna vil ég leggja til eftirfarandi breytingar á fyrir-
tækjalöggjöf á Íslandi.
1
Hver á fyrirtækið? Á Íslandi er nauðsynlegt að vita
hver á hvaða fyrirtæki til að geta gert sér grein
fyrir hagsmunatengslum og árekstrum. Öll fyrir-
tæki ættu að vera skyldug til að tilkynna hverjir
eru endanlegir eigendur, og þessi listi þarf að vera
opin ber á netinu, öllum aðgengilegur, og sýna öll eigna-
tengsl á auðgreinanlegan máta. Á þessum lista skal sýna
endanlegan eiganda, þar endanlegur eigandi getur einungis
verið annaðhvort (a) einstaklingur eða (b) fyrirtæki skráð á
markað.
Hér er rétt að vitna í orð Péturs Blöndal frá 2010:
„Menn geta verið með fjögur hlutafélög sem eiga hvert
um sig 9,9% í banka og með því að dreifa þessu nógu lysti-
lega [svo] út og suður kemur ekkert fram að á bak við það allt
saman er einn aðili sem fer í rauninni með virkan eignarhlut,
en það getur verið mjög erfitt að sanna það. Þetta er kannski
vandinn. Vandinn er ógagnsæi í þessu kerfi öllu og það er
það sem ég hef margoft bent á og hef flutt um það frumvarp
ásamt mörgum öðrum um gagnsæ hlutafélög, að allt eigna-
tréð liggi fyrir.“
Nýjar leikreglur
Álit
Hjalti Þórarinsson
Hjalti er tölvunar-
fræðingur frá Háskóla
Íslands, MBA frá MIT
og starfar sem fram-
kvæmdastjóri viðskipta-
þróunar hjá Microsoft í
Seattle í Bandaríkjunum
01/05 kjarninn ÁlIT