Kjarninn - 26.09.2013, Page 63

Kjarninn - 26.09.2013, Page 63
02/04 kjarninn lögfræði vogunarsjóðir eða skuldabréfasjóðir, getur ekki samið sér- staklega við stjórnvöld um ráðstöfun á tilteknum eignum. Útfærslan enn á huldu Ekki liggur enn fyrir hvernig staðið verður að því að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána, eins og stjórnvöld stefna að. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur þó sagt að stjórnvöld muni gera það og þá á kostnað þeirra sem hér eru innlyksa innan fjármagnshafta með eignir í krónum. Þar eru kröfuhafar í bú gömlu bankanna hlutfallslega stórir en einnig þeir sem eiga hin svonefndu jöklabréf. Samkvæmt Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands, sem kom út á fyrsta fjórðungi þessa árs, nemur kvik krónueign erlendra aðila hér á landi ríflega ríflega 450 milljörðum króna. Þar af nemur kvik krónueign þrotabúa gömlu bankanna um 85 milljörðum og síðan eru 367 milljarðar til viðbótar, þar sem jöklabréfa eigendur eru stærsti hlutinn. Stærstu krónueignir kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis eru eignarhlutir í Arion banka og Íslandsbanka. Kröfuhafar eiga 87 prósenta hlut í Arion banka og 95 prósenta hlut í Íslandsbanka. Ráðstöfun þessara eignarhluta hefur því mikil áhrif á stöðu mála þegar kemur að krónueign erlendra aðila hér á landi. Bókfært virði þessara eignarhluta er um 200 milljarðar króna, en eiginfjár- staða bankanna beggja hefur verið að batna hratt undanfarin misseri. Báðir bankarnir eru til sölu og hefur slitastjórn Glitnis verið með Íslandsbanka í formlegu söluferli um nokkurt skeið en slitastjórn Kaupþings hefur ekki enn stigið það skref. Nokkuð deildar meiningar hafa verið um hversu há upphæð það er sem nefnd hefur verið snjóhengja aflandskróna, það er heildarkrónueign erlendra aðila, en heildarupphæð er oftast nefnd á bilinu 600 til 1000 milljarðar króna. Til saman burðar nam landsframleiðslan í fyrra rúmlega 1.700 milljörðum. Samkvæmt heimildum Kjarnans er vilji til þess hjá stjórn- völdum að afskrifa stóran hlut af þessari upphæð, á bilinu 300 til 500 milljarða króna, með það að markmiði að lækka skuldir heimila og ríkissjóðs og gera það mögulegt að afnema fjármagns höft.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.