Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 64
Markmiðið að semja
Stjórnvöld hafa þegar skipað tvo sérfræðingahópa sem eru
nú að skoða útfærslur á því að lækka höfuðstól verðtryggðra
húsnæðislána, kosti og galla svonefnds leiðréttingasjóðs, og
síðan hvernig megi afnema verðtryggingu á neytendalánum.
Hóparnir voru skipaðir í júní og munu þeir skila niður-
stöðum til stjórnvalda í nóvember, miðað við það sem að er
stefnt.
Eins og greint hefur verið frá í Kjarnanum hafa stjórnvöld
kallað eftir því að kröfuhafar og erlendir eigendur krónueigna
sýni frumkvæði þegar kemur að því að semja um hvernig megi
ráðstafa krónueignunum.
Samkvæmt heimildum Kjarnans er ekkert slíkt tilboð á
leiðinni frá þrotabúum bankanna, þar sem slitastjórnirnar líta
svo á að slíkt sé ekki í samræmi við ákvæði laga um starfsemi
slitastjórna. Auk þess telja þær að slitastjórnir hafi ekki vald til
þess að gefa eftir eignir búanna, hvorki að eigin frumkvæði né
samkvæmt fyrirmælum hluta kröfuhafa. Slitastjórn Kaupþings
skilaði umsókn um undanþágu á lögum um fjármagnshöft til
Seðlabanka Íslands 24. október 2012 en hún er enn óafgreidd,
Sérfræðingahópar Stjórnvalda
Sérfræðingahópar stjórnvalda um lækkun höfuð-
stóls húsnæðisskulda og afnám verðtryggingar á
neytendalánum eru þannig skipaðir:
Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun
verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leið-
réttingasjóðs:
Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur,
formaður.
Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur
Einar Hugi Bjarnason, hrl.
ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl.
lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur
Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í
forsætisráðuneyti
Sigurður guðmundsson, skipulagsfræðingur í
fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af
neytendalánum:
ingibjörg ingvadóttir, hdl., formaður
Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og
efnahagsráðuneyti
iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í
forsætisráðuneyti
Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála-
og efnahagsráðuneyti
Valdimar Ármann, hagfræðingur/fjármála-
verkfræðingur
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness.
03/04 kjarninn lögfræði